Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 15

Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 15 fyrir að enn vanti töluvert á að hlutabréfamarkaðir komist í fyrra horf benda þessar miklu hækkanir til aukinnar bjartsýni um hag fyrir tækja. Húsnæðismarkaðir virðast einnig hafa náð botni víðast hvar. Húsnæðisverð er tekið að hækka í nokkrum löndum eftir mikla lækkun í kjölfar erfiðleika á bandarískum húsnæðismarkaði upp úr miðju ári 2007, sem dýpkaði efnahagslægðina. Könnun sem The Economist gerði á húsnæðisverði í sextán löndum sýnir að verð hækk- aði á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í helmingi landanna, t.d. í Bandaríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð. Að auki hefur hægt á verðlækk- un í flestum löndum þar sem verð er enn að lækka. … og olíu- og hrávöruverð tekur við sér Í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir því að olíuverð myndi lækka um 38% á þessu ári og stendur sú spá nær óbreytt. Þótt olíuverð hafi verið umtalsvert lægra það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, hefur það hækkað jafnt og þétt á árinu. Stóran hluta hækkunarinnar má rekja til lækkunar á gengi Bandaríkjadals gagnvart helstu viðskipta- gjaldmiðlum. Í spám Seðlabankans er tekið mið af framvirku verði annars vegar og verðspám helstu greiningaraðila hins vegar. Samkvæmt þess- um spám mun verð hráolíu hækka um 22% á milli 2009 og 2010. Á árunum 2010-2012 eru horfur á áframhaldandi hækkunum í kjölfar aukinnar olíueftirspurnar í heiminum. Þrátt fyrir að efnahagsbati sé ekki hafinn af fullum krafti hefur hrávöruverð hækkað um fjórðung á þessu ári, eftir snarpa lækkun á síðasta ári. Verð matvæla hefur hækkað töluvert minna. Efnahagsbati í nýmarkaðsríkjum Asíu og þróunarríkjum hefur leitt til aukinnar eftir- spurnar eftir hrávörum. Hvort þessi verðþróun heldur áfram mun ráðast af því hversu hratt og vel heimshagvöxtur tekur við sér. Hratt hefur dregið úr verðbólgu Hækkun á verði á olíu og hrávöru hefur verið mikilvægur drifkraftur alþjóðlegrar verðbólgu undanfarin ár, en verðlækkun í kjölfar fjármála- kreppunnar hefur leitt til þess að verðbólga hefur hjaðnað víðast hvar. Þótt verðlag hafi hækkað á ný gætir enn grunnáhrifa fyrri verðhækk- unar á olíu og hrávöru, sérstaklega undir lok árs 2008. Verðhjöðnun hefur því mælst í mörgum löndum, þótt kjarnaverðbólga hafi lítið breyst. Efnahagssamdrátturinn hefur einnig dregið úr verðbólguþrýst- ingi. Því er útlit fyrir að verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands verði lítil sem engin á næstu misserum. Í Noregi, þar sem efnahags- samdráttur hefur verið minni en víðast hvar, gætir þó vaxandi eftir- spurnarþrýstings. Verðhjöðnun hefur mælst í Bandaríkjunum síðan í mars sl. og nam hún 1,3% í september. Spáð er að verðlag lækki um 0,5% að meðaltali á árinu í heild. Yrði það fyrsta ársverðhjöðnun í meira en hálfa öld þar í landi. Á evrusvæðinu hófst verðhjöðnunarskeið í júní og mældist ársverðbólgan -0,3% í september, en gert er ráð fyrir að verðbólga verði rétt yfir núlli fyrir árið í heild. Í Japan hefur verið verð- hjöðnun allt þetta ár og hefur hún ágerst eftir því sem liðið hefur á árið. Horfur eru á að hún muni vara um nokkurt skeið. Bretland er eitt fárra iðnríkja þar sem ekki hefur verið verðhjöðnun, enda hefur gengi Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-4 Þróun á hlutabréfamörkuðum Daglegar tölur 2. janúar 2006 - 20. október 2009 Vísitala, 1. jan. 2000 = 100 Norðurlönd (MSCI) Evrusvæðið (MSCI) Nýmarkaðsríki (MSCI) Heimsverð (MSCI) 40 60 80 100 120 140 160 180 2009200820072006 Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-5 Heimsmarkaðsverð olíu 1. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2012 Heimsmarkaðsverð á hráolíu PM 2009/4 PM 2009/3 0 100 200 300 400 500 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 1. Verð á hrávörum án olíu í USD. Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-6 Heimsmarkaðsverð á hrávörum1 1. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2012 Heimsmarkaðsverð á hrávörum PM 2009/4 PM 2009/3 0 50 100 150 200 250 300 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.