Peningamál - 01.11.2009, Page 29

Peningamál - 01.11.2009, Page 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 29 unnar lækkaði og kaupmáttur launa gaf eftir. Samdráttur einkaneyslu færðist í aukana eftir því sem leið á árið og var 13% þegar hann varð mestur á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs í kjölfar bankahrunsins. Eftir það dró úr samdrætti á milli fjórðunga og mældist hann liðlega 1% á milli fyrsta og annars fjórðungs í ár (sjá mynd IV-6).3 Ýmsir hag- vísar á borð við greiðslukorta- og dagvöruveltu, smásölu, innflutning neysluvarnings, væntingar neytenda og atvinnuleysi gefa til kynna að samdrátturinn hafi áfram minnkað á þriðja fjórðungi (sjá myndir IV-7 og IV-8). ... m.a. vegna tímabundinna eftirspurnarhvetjandi áhrifa af útgreiðslum séreignarlífeyrissparnaðar Í spá Seðlabankans frá því í ágúst var gert ráð fyrir hægari bata í einkaneyslu en tölur Hagstofunnar fyrir annan fjórðung og leið- andi vísbendingar gefa nú til kynna. Ný ráðstöfunartekjugögn Hag- stofunnar sýna að heimilin voru betur í stakk búin til að takast á við áfallið en áður var talið. Nú er talið að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi vaxið lítillega á síðasta ári en fyrra mat hafði bent til rúmlega 7% samdráttar. Vöxturinn í fyrra var borinn uppi af hækkun nafnlauna, atvinnu og annarra tekna eins og sjá má á mynd IV-9. Á móti kemur að samdráttur kaupmáttar ráðstöfunartekna er nokkru meiri á næsta ári en talið var í ágúst vegna meiri hækkunar beinna skatta en þá var gert ráð fyrir. Á því ári leggjast samdráttur atvinnu, annarra tekna en launa, áhrif skatta og verðbólga á eitt um að draga úr kaupmætti ráð- stöfunartekna (sjá mynd IV-9). Einkaneyslan á næsta ári er hins vegar áþekk og spáð var í ágúst þar sem tekjur lækka frá hærra stigi og eru því svipaðar og þá var gengið út frá. Áætlað er að endurskoðun ráðstöfunartekna minnki samdrátt einkaneyslu um u.þ.b. 2 prósentur í ár og 1 prósentu á næsta ári frá því sem gert var ráð fyrir í síðustu spám. Önnur skýring á minni samdrætti einkaneyslu fram til þessa gæti verið að áhrif útgreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar hafi verið vanmetin í fyrri spám Seðlabankans. Tæplega 40 þúsund einstaklingar höfðu óskað eftir heimild til útgreiðslu lífeyrissparnaðar um miðjan október sl. Heildarupphæð samþykktra útgreiðslna fram til þessa nemur um 24 ma.kr. fyrir skatt, eða liðlega 1½% af landsframleiðslu. Umfang útgreiðslna er því áþekkt og tímabundnar eftirspurnarhvetjandi aðgerðir sem stjórnvöld ýmissa landa hafa gripið til að undanförnu (sjá mynd IV-10). Aðgerðirnar hér eru hins vegar ekki fjármagnaðar með aukinni skuldsetningu hins opinbera. Lauslega áætlað hafa þess- ar aðgerðir bætt við því sem næst 1 prósentu við vöxt einkaneyslu á þessu ári og rúmlega 1 prósentu við vöxt næsta árs.4 Stjórnvöld hafa lýst yfir að þau íhugi að framlengja það tímabil sem útgreiðslur eru heimilaðar. Endurskoðun gagna um ráðstöfunartekjur og endurmetin 3. Miðað er við ársfjórðungslega breytingu á árstíðarleiðréttri einkaneyslu skv. gögnum Hagstofunnar. Ef miðað er við ársbreytingu náði samdráttur einkaneyslu hámarki á fyrsta fjórðungi í ár þegar einkaneysla mældist 23,3% lægri en á sama fjórðungi í fyrra. 4. Hefðu heimilin fullkomlega óheftan aðgang að fjármálamörkuðum sem gerði þeim kleift að jafna einkaneyslu að vild yfir tíma, ætti aðgerð eins og útgreiðsla viðbótarlífeyrissparnaðar ekki að hafa nein áhrif á neysluhegðun þar sem heimilin væru að ganga á eigin sparnað. Við núverandi aðstæður má hins vegar ætla að heimilin líti á útgreiðsluna sem nýjar við- bótartekjur og muni því ráðstafa hluta hennar til einkaneyslu. 20 32 44 56 68 80 92 104 116 128 140 152 164 -28 -24 -20 -16 -12 -8 -4 0 4 8 12 16 20 200920082007200620052004200320022001 Væntingavísitala Gallup (v. ás) Einkaneysla (h. ás) 1. Miðað er við þriggja mánaða meðaltal væntingavísitölu Gallup. Gildi fyrir 4. ársfj. 2009 er fyrir október. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands. Vísitala Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-7 Einkaneysla og væntingavísitala Gallup 1. ársfj. 2001 - 4. ársfj. 20091 Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás) Mynd IV-8 Þróun einkaneyslu, dagvöruveltu og greiðslu- kortaveltu 1. ársfj. 2003 - 3. ársfj. 2009 Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Einkaneysla Dagvöruvelta Debet- og kreditkortavelta einstaklinga innanlands -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 2009200820072006200520042003 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Framlag helstu undirliða til árs- breytingar kaupmáttar ráðstöfunartekna er fengið með því að vega saman vægi undirþátta í ráðstöfunartekjum. Samlagning framlags undirliða gefur því ekki nákvæmlega heildarbreytinguna vegna afrúnn- unar og þar sem fullkomið tekjubókhald heimila liggur ekki fyrir hjá Hagstofu Íslands. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-9 Þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna og framlag undirliða 2000-20121 Kaupmáttur ráðstöfunartekna Nafnlaun Atvinna Aðrar tekjur Skattar Verðlag -30 -20 -10 0 10 20 30 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.