Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 8

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 8 fjárfestingar. Gert er ráð fyrir að undirliggjandi viðskiptaafgangur verði tæplega 1% af landsframleiðslu á næsta ári en að lítils háttar halli verði árið 2015. Það er heldur óhagstæðari þróun en í febrúarspánni. Nánar er fjallað um ytri jöfnuð í kafla VII. Lakari horfur um vöxt innlendrar eftirspurnar á spátímanum Vöxtur einkaneyslu í fyrra reyndist nánast hinn sami og spáð hafði verið í febrúar eða 2,7%. Kröftugri vöxtur á fjórða ársfjórðungi en búist hafði verið við vó á móti minni vexti ársfjórðungana á undan í endurskoðuðum tölum Hagstofu Íslands. Samneysluútgjöld sveitar- félaga voru töluvert meiri en búast mátti við út frá fyrri tölum. Vöxtur atvinnuvegafjárfestingar á fjórða ársfjórðungi reyndist á hinn bóginn minni.2 Hægari vöxtur íbúðafjárfestingar í fyrra leiðir til þess að fjármunamyndun alls reyndist minni en spáð var í febrúar. Að öllu samanteknu jókst innlend eftirspurn um 1,9% í fyrra, sem er svipað og spáð var í febrúar en þá var spáð 2% vexti. Hins vegar eru horfur á að vöxtur innlendrar eftirspurnar verði talsvert hægari á þessu ári en spáð var í febrúar. Spáð er að hún standi nánast í stað, en í febrúar var spáð 1,3% vexti á árinu. Leiðandi vísbendingar benda til þess að einkaneysla hafi verið veik á fyrsta ársfjórðungi og þrátt fyrir meiri vöxt kaupmáttar ráðstöfunartekna í fyrra og í ár er því spáð að hún vaxi heldur hægar í ár en gert var ráð fyrir í febrúar eða um 2,2%. Er það 0,3 prósentum minni vöxtur en í febrúarspánni. Helsta ástæða hægari vaxtar innlendrar eftirspurnar í ár er að horfur um vöxt fjárfest- ingar hafa breyst. Gert er ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting dragist saman um 23% frá fyrra ári í ár í stað 11½% samdráttar í febrúar- spánni og að fjármunamyndun í heild minnki um 9% í ár í stað 1% í febrúarspánni. Er sú niðurstaða m.a. byggð á nýjum upplýsingum úr könnun Seðlabankans á fjárfestingaráformum innlendra fyrirtækja. Niðurstöður könnunarinnar og aðrar vísbendingar sem horft er til endurspegla líklega hve fyrirtækin eru skuldsett. Þau einbeita sér þess vegna að því að lagfæra efnahagsreikninga sína fremur en að nýrri fjárfestingu. Óvissa um kraft efnahagsbatans og næg framleiðslugeta til að mæta aukinni eftirspurn kann einnig að eiga hlut að máli. Þá er fjárfesting í orkufrekum iðnaði minni en áður var áætlað en slík fjárfesting hefur langan skipulags- og framkvæmdartíma og ræðst að verulegu leyti af erlendum aðstæðum varðandi eftirspurn og fjár- mögnun. Á næstu tveimur árum er gert ráð fyrir að innlend eftirspurn auk- ist um 4½% á ári. Horfurnar hafa versnað frá því í febrúar, en þá var spáð tæplega 1 prósentu meiri vexti hvort árið. Skýrast lakari horfur af bæði hægari vexti einkaneyslu og fjárfestingar. Hlutdeild einkaneyslu og fjárfestingar verður áfram nokkuð undir sögulegum meðaltölum í lok spátímans eins og sést á mynd I-8, en það meðaltal kann að vera að einhverju leyti of hátt til viðmiðunar varðandi einstaka þætti þjóðarútgjalda þar sem það einkenndist af þrálátum viðskiptahalla sem ekki er í boði við núverandi aðstæður. Hlutdeild innflutningsútgjalda í landsframleiðslunni er hins vegar orðin svipuð og að meðaltali síðustu 2. Miðað við reynsluna af endurskoðun fjárfestingartalna má búast við að fjórði ársfjórðungur verði endurskoðaður upp á við þegar Hagstofan birtir næst þjóðhagsreikninga fyrir árið 2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-8 Hlutfall einkaneyslu, fjárfestingar og innflutnings af landsframleiðslu % af raunvirði VLF Einkaneysla Fjárfesting Innflutningur 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 30 ára meðaltal 30 ára meðaltal 30 ára meðaltal Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-9 Hlutfall innflutnings af landsframleiðslu % af VLF Raunvirði innflutnings Nafnvirði innflutnings 30 ára meðaltal 30 ára meðaltal 30 35 40 45 50 55 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-7 Þjóðarútgjöld - samanburður við PM 2013/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2013/2 PM 2013/1 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘16201520142013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.