Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 36

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 36 Úttekt séreignarsparnaðar Ein stærsta aðgerðin í kjölfar fjármálakreppunnar reyndi þó ekki á fjárhag hins opinbera, þvert á móti aflaði hún hinu opinbera tekna, en það var tímabundin heimild til úttektar séreignarlífeyrissparnaðar. Þetta gerði þeim sem höfðu nýtt sér þennan sparnaðarmöguleika kleift að taka út hluta hans upp að ákveðnu hámarki og auðveldaði þannig heimilum að mæta þeim efnahagsáföllum sem fylgdu fjár- málakreppunni.3 Í lok mars höfðu tæplega 66 þúsund einstaklingar sótt um að fá 84,5 ma.kr. af séreignarsparnaði sínum útgreiddan og rennur heimildin til umsóknar út 1. janúar 2014 en greiðslur berast í allt að fimmtán mánuði þar á eftir. Samtals hafa þessar úttektir numið 46 ma.kr. eftir skatt frá árinu 2009 til ársloka 2012 eða sem nemur um 2% af einkaneyslu á hverju ári að meðaltali. Þótt hægt hafi á útborg- unum vegna úttektar séreignarsparnaðar eru þær enn þá töluverðar og er áætlað að 4,6 ma.kr. verði greiddir út í ár til heimila eftir skatt. Úttekt séreignarsparnaðar nemur því um 51 ma.kr. á tímabilinu 2009-13 eftir skatt eða sem nemur 5,2% af áætlaðri einkaneyslu í ár eða tæplega 3% af vergri landsframleiðslu.4 Aðrar sérstakar greiðslur til heimila Heimilin hafa þar að auki fengið sérstakar vaxtaniðurgreiðslur sem samtals nema 12 ma.kr.5 Einnig hefur hluti heimila fengið endur- greidda ofgreidda vexti og afborganir af gengislánum, sem áætlað er að nemi samtals 15,6 ma.kr. að meðtöldum áætluðum greiðslum þessa árs. Skilvísir viðskiptavinir bankanna hafa síðan fengið endur- greidda 5,3 ma.kr. af vaxtagjöldum íbúðalána þegar áætlaðar greiðslur þessa árs eru meðtaldar. Samtals nema þessar greiðslur 32,9 ma.kr. eða sem nemur rúmlega 3% af áætlaðri einkaneyslu í ár eða tæplega 2% af vergri landsframleiðslu. Ef úttekt séreignarsparn- aðar eftir skatta er meðtalin nema greiðslurnar því um 83,7 ma.kr. fyrir tímabilið 2009-13 eða sem nemur tæplega 9% af áætlaðri einkaneyslu í ár eða tæplega 5% af vergri landsframleiðslu. Niðurfærsla skulda heimila Þessu til viðbótar er áætlað að höfuðstóll ólögmætra gengistryggðra lána verði færður niður um rúmlega 39 ma.kr. í ár.6 Kemur það til viðbótar ríflega 149 ma.kr. lækkun skulda á árunum 2010-12 vegna áhrifa dóma um ólögmæti fjölda lána sem tengd voru erlendum gjaldmiðlum og 56 ma.kr. lækkun skulda í tengslum við sértæka skuldaaðlögun og 110%-leiðina svokölluðu. Þar er tekið tillit til ný- legrar viljayfirlýsingar stjórnvalda og Landssamtaka lífeyrissjóða um að lántakendur sem höfðu lánsveð fyrir húsnæðislánum frá lífeyris- sjóðum gætu sótt um lækkun lána í samræmi við 110%-leiðina og mun ríkissjóður bæta lífeyrissjóðunum stærsta hluta kostnaðarins. Talið er að niðurfærslurnar geti numið um 3 ma.kr. Samtals hafa 3. Stór hluti sparnaðar íslenskra heimila er bundinn í lífeyri og húsnæði og því lítt aðgengi- legur með skömmum fyrirvara verði heimilin fyrir tímabundnum áföllum. Þar sem nokkur hluti heimila bjó við skert aðgengi að fjármálamörkuðum og rýrnun veðhæfis í kjölfar fjármálakreppunnar áttu þau erfitt með að mæta tímabundinni tekjuskerðingu með lána- fyrirgreiðslu til að jafna neysluútgjöld yfir tíma þótt væntar ævitekjur hafi lítið skerst. Án aðgengis að þessum sparnaði, jafnvel þótt um eigin sparnað væri að ræða, hefðu heimilin því líklega þurft að draga enn meira úr einkaneyslu. 4. Ætla má að flestir þeir sem tóku út hluta séreignarsparnaðar síns hafi einnig haldið áfram að greiða inn á hann vegna skattahagræðis og mótframlags vinnuveitanda. Þrátt fyrir heimild til úttektar sparnaðarins hefur heildarupphæð séreignarsparnaðar heimila í vörslu lífeyrissjóða haldið áfram að vaxa ár frá ári og er nú um 33% hærri en hún var í lok árs 2008. 5. Hér er um að ræða greiðslur umfram reglubundnar vaxtabætur. 6. Gert er ráð fyrir að búið verði að eyða þeirri réttaróvissu sem ríkir um endurútreikning lánanna í lok árs 2013. Mögulegt er að einhver hluti af niðurfærslu gengistryggðra lána og endurgreiðslum á ofgreiddum vöxtum tefjist til ársins 2014. 1. Spá Seðlabankans fyrir árið 2013. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd 2 Þróun einkaneyslu í aðdraganda og kjölfar fjármálakreppunnar1 Einkaneysla (% af VLF, h. ás) Einkaneysla (ársbreyting, v. ás) Breyting frá fyrra ári (%) -20 -15 -10 -5 0 5 10 46 48 50 52 54 56 58 2013201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ma.kr. % af einkaneyslu Mynd 3 Sértækar greiðslur til heimila í kjölfar fjármálakreppunnar Úttekt séreignarlífeyrissparnaðar (e. skatt) (v. ás) Útgreitt vegna gengislána (v. ás) Sérstakar vaxtaniðurgreiðslur (v. ás) Endurgreiðslur til skilvísra lánþega (v. ás) Hlutfall af einkaneyslu ársins (spá PM 2013/2 fyrir 2013) (h. ás) 0 4 8 12 16 20 24 28 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 20132012201120102009 Heimildir: Hagstofa Íslands, Samtök fjármálafyrirtækja, Seðlabanki Íslands. Ma.kr. % af einkaneyslu Mynd 4 Niðurfærsla skulda heimila í kjölfar fjármálakreppunnar Gengistryggð lán (v. ás) 110%-leiðin og sértæk skuldaaðlögun (v. ás) Hlutfall af einkaneyslu ársins (spá PM 2013/2 fyrir 2013) (h. ás) 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 0,0 2,5 5,0 7,5 10,0 12,5 15,0 17,5 20,0 22,5 25,0 2013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.