Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 43

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 43 opinberum tölum um skuldastöðu hins opinbera. Í bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir árið 2012 kemur fram að vegna endurmats hafi lífeyrisskuldbindingar vegna ríkisstarfsmanna aukist um 10 ma.kr. en þær koma ekki fram í rekstrargrunni fjárlaga. Miðað við þetta endurmat eru lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs nú tæplega 23% af landsframleiðslu og bætast við skuldahlutfall upp á rúmlega 80% af landsframleiðslu. Svigrúm ríkissjóðs til að standa straum af kostnaði við þensluhvetjandi aðgerðir til að styðja við efnahagsbatann er því takmarkað. Óvissa í fjármálum hins opinbera næstu árin lýtur að mestu að lakari afkomu. Efnahagsbatinn hefur heldur hægt á sér en það setur þrýsting á tekjuhlið fjárlaga og komið hafa fram tillögur um aukin útgjöld svo sem vegna byggingar nýs Landspítala og í stjórnarfrum- varpi um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning. Myndu þær að öðru óbreyttu kalla á mótvægisaðgerðir á gjalda- og/ eða tekjuhlið ef verja á afkomu ríkissjóðs og tryggja að langtíma- áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum gangi eftir. Í spá Seðlabankans um afkomu hins opinbera og ríkissjóðs er ekki gert ráð fyrir frekari gjaldfærslu vegna afskriftaþarfar Íbúðalánasjóðs. Ástæðan er ekki sú að litlar líkur séu á frekari afskriftum enda telur bankinn rekstur sjóðsins ósjálfbæran við núverandi aðstæður.2 Hins vegar er erfitt að spá fyrir um hve miklar afskriftirnar verða og hvenær ríkissjóður muni veita auknu fé til sjóðsins. Samneysla ríkissjóðs dregst enn saman en samneysla sveitarfélaga eykst Á síðasta ári hélt samneysla ríkissjóðs og almannatrygginga áfram að dragast saman. Samneysla ríkissjóðs dróst saman um 1% en almannatrygginga um 1,4%. Samneysla ríkissjóðs hefur því dregist saman að magni til um samtals 10% frá árinu 2008 og samneysluút- gjöld almannatrygginga um 5,7%. Fyrstu viðbrögð sveitarfélaga við efnahagskreppunni voru einnig að skera niður í samneyslunni og dróst samneysla þeirra meira saman en hjá ríkissjóði fyrstu tvö árin eftir að kreppan skall á eða um 5,7%. Árið 2011 urðu hins vegar kaflaskil þegar samneysluútgjöld sveitar- félaga tóku aftur að vaxa og það hratt en þau jukust um samtals 5% á árunum 2011 og 2012. Halli á rekstri sveitarfélaga nam þó aðeins 0,3% af landsframleiðslu árin 2011 og 2012 samanborið við tæplega 1% halla árin 2009 og 2010. Aðhaldi sveitarfélaga virðist því vera lokið og þau eru því ekki í sambærilegum aðhaldsaðgerðum og ríkis- sjóður. Sjálfsagt hefur það áhrif á stöðuna að mörg sveitarfélög úti á landi njóta góðs af uppgangi í sjávarútvegi og ferðamannaiðnaði. Þó verður að setja þann fyrirvara á að tölur Hagstofunnar fyrir árið 2012 eru að mestu áætlun þar sem endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir fyrr en ársreikningar sveitarfélaga verða birtir í september nk.3 Fróðlegt er að skoða þróun á nafnvirði samneyslunnar þar sem hún sýnir enn skýrar ólíka þróun hjá ríki og sveitarfélögunum. Nafnvirði 2. Sjá rammagrein III-1 í Fjármálastöðugleika 2013/1, bls. 35-38. 3. Veruleg endurskoðun verður oftast á fyrstu tölum sveitarfélaga vegna þess hversu seint endanlegar upplýsingar um afkomu þeirra liggja fyrir. Ríkissjóður Sveitarfélög Almannatryggingar Mynd V-4 Þróun raunvirðis samneyslu 2008-20151 Vísitala 2008 = 100 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 80 85 90 95 100 105 110 20152014201320122011201020092008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.