Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 35

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 35 sem kann að endurspegla lækkun á gengi krónunnar í kringum ára- mótin. Því bendir margt til þess að vöxtur einkaneyslu verði minni en spáð var í síðustu útgáfu Peningamála. Hins vegar er erfitt að segja til um hvort þetta sé fyrirboði um minni vöxt þegar fram líður eða hvort heimilin haldi tímabundið að sér höndum vegna aukinnar óvissu um almennar efnahagshorfur og skuldastöðu heimila. Í spánni er gert ráð fyrir, öfugt við þróun síðasta árs, að vöxturinn framan af ári verði minni en á seinni hluta ársins. Gert er ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu verði 2,2% í ár og 3% á ári á næstu tveimur árum. Þetta er minni vöxtur en búist var við í febrúar en þó að meðaltali um ½ prósentu yfir meðalvexti síðustu þrjátíu ára. Gangi spáin eftir mun hlutdeild einkaneyslu í landsframleiðslunni haldast nær óbreytt á spátímanum og nokkuð undir sögulegu meðaltali. Íslensk heimili urðu fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum í að- draganda og kjölfar banka- og gjaldeyriskreppunnar. Gengi krón- unnar lækkaði um meira en helming frá því sem það var hæst sumarið 2007 þar til að það varð lægst skömmu eftir fall bankanna. Almennt verðlag hækkaði hröðum skrefum í kjölfarið og fór verðbólga hæst í 18,6% í janúar 2009. Þessi áföll komu afar illa við heimili í landinu en skuldsetning þeirra hafði vaxið ört árin á undan (sjá kafla III). Hækkun verðtryggðra og gengistryggðra skulda, um þriðjungslækk- un íbúðaverðs að raunvirði og hrun peningamarkaðssjóða og hluta- bréfamarkaðarins laskaði efnahag margra heimila verulega. Ofan á það bættist að laun héldu ekki í við verðlagsþróun og atvinnuleysi jókst úr um 1% árið 2007 í rúmlega 9% snemma árs 2010. Greiðslu- og skuldavandi heimila jókst því verulega og eftirspurn heimila dróst töluvert saman.1 Samdráttur einkaneyslu var tæplega 8% árið 2008 og um 15% ári síðar og lækkaði hlutdeild hennar af landsframleiðslu í 51% sem er um 6½ prósentu undir meðaltali síðustu þrjátíu ára.2 Frá miðju ári 2010 hefur einkaneysla smám saman tekið við sér á ný, þótt hlutdeild hennar af landsframleiðslu sé enn nokkru undir lang- tímameðaltali. Ljóst er að samdráttur einkaneyslu hefði getað orðið enn meiri en raunin varð og kreppan því orðið enn dýpri ef ekki hefði verið gripið til ýmissa stuðningsaðgerða. Í nágrannalöndunum var víða gripið til aðgerða í formi aukinna opinberra útgjalda og skattalækk- ana. Mikil aukning opinberra skulda í kjölfar fjármálaáfallsins tak- markaði hins vegar verulega möguleikana á að grípa til slíkra að- gerða hér á landi. Þó var gripið til ýmissa aðgerða, bæði af hálfu hins opinbera og annarra aðila, sem studdu við eftirspurn heimila. Má þar t.d. nefna rýmkun á rétti til atvinnuleysisbóta, átakið „Allir vinna“ og að úttekt séreignarlífeyrissparnaðar var heimiluð. En á móti kom að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði og almannatryggingakerfinu voru skertar auk þess sem barnabætur frá hinu opinbera drógust saman árin 2010 og 2011. Á þessu ári gengur þessi skerðing barnabóta til baka. Rammagrein IV-1 Greiðslur til heimila í kjölfar fjármálakreppunnar 1. Sjá t.d. Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Karen Áslaug Vignisdóttir (2012), „Households‘ position in the financial crisis in Iceland“, Seðlabanki Íslands Working Paper, nr. 59, júní 2012. 2. Spár Seðlabankans, sem birtar voru áður en fjármálakreppan varð að veruleika, gerðu ráð fyrir að innlent neyslustig væri nokkuð umfram það sem gæti staðist til langframa og því væri einhver aðlögun neysluútgjalda óhjákvæmileg. Fjármálakreppan hraðaði aðlöguninni og gerði hana harkalegri. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd 1 Skuldir heimila sem hlutfall af VLF 4. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2012 Verðtryggð lán Gengisbundin lán Óverðtryggð lán Yfirdráttarlán Eignaleigusamningar 0 20 40 60 80 100 120 140 201220112010200920082007200620052004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.