Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 1
Sýklalyfjanotkun í landbúnaði getur ógnað heilsu fólks – minnst notað af fúkalyfjum á Íslandi og í Noregi Talsverð umræða hefur verið undanfarið um innflutning á erlendum landbúnaðarvörum til landsins og merkingar á þeim. Yfirlæknir Sýklafræðideildar Landspítalans segir hættu á að sýklalyfjaónæmar bakteríur geti borist til landsins með innfluttum landbúnaðarvörum og að upprunamerkingar búvara verði að vera í lagi svo að almenningur viti hvaðan maturinn sem hann er að borða komi. Lyf notuð sem vaxtarhvatar Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Ísland og yfirlæknir Sýklafræðideildar Landspítalans, segir að víða erlendis séu sýklalyf notuð sem vaxtarhvatar í landbúnaði og komnar séu fram bakteríur sem séu ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum á markaði í dag. Slíkt ógni heilsufari manna verulega. Víða um heim eru sýklalyf notuð sem vaxtarhvetjandi meðul í landbúnaði með því að blanda þeim í fóður sláturdýra. Notkun sýklalyfja sem vaxtarhvata hefur alltaf verið bönnuð á Íslandi og skammt er síðan slíkt var bannað í löndum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir bannið er talið að notkun efnanna sé enn talsverð í Evrópu en í Bandaríkjunum eru um 80% allra sýklalyfja notuð sem vaxtarhvatar við kjötframleiðslu. Í löndum sem nota sýklalyf til vaxtarörvunar er miklu af virkum sýklalyfjum dreift yfir stór svæði á hverju ári með húsdýraáburði og geta þau jafnvel blandast drykkjar- og vökvunarvatni. Sýklalyf í vökvunarvatni Samkvæmt því sem Karl segir er ástandið gott hvað varðar notkun á sýklalyfjum í landbúnaði á Íslandi og í Noregi. „Á Íslandi hugsum við lítið um hversu dýrmætt drykkjarvatn er enda höfum við mikið af því. Óvíða erlendis nota ræktendur drykkjarvatn til að brynna eða vökva með og nota þess í stað vatn sem hefur farið í gegnum hreinsistöðvar. Mælingar sýna að í grunn- og endurunnuvatni er oft að finna leifar af sýklalyfjum. Sé þannig vatn notað til að vökva til dæmis salat gætu mögulega fundist í því leifar af sýklalyfjum og/eða ónæmar bakteríur. Íslenskt grænmeti ætti því að vera mun hollara hvað þetta varðar en innflutt og meðal annars þess vegna kaupi ég alltaf innlent grænmeti sé þess nokkur kostur,“ segir Karl. Sýklalyfjaónæmi vaxandi vandamál Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Evrópusambandið og Smit- varnamiðstöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag og samkvæmt tölum Evrópumiðstöðvar sjúkdómavarna látast um 25.000 Evrópubúar árlega vegna sýklalyfjaónæmis. /VH Sjá viðtal við Karl G. Kristinsson á bls. 16-17. Allt er betra með beikoni! Sérblað í miðju 15. tölublað 2014 Fimmtudagur 14. ágúst Blað nr. 424 20. árg. Upplag 32.000 Matur og mannlíf í Reykjavík. Götumatarmarkaðurinn Krás er nýbreytni í Fógetagarðinum í Reykjavík sem er komin til að vera á sumardögum ef marka má viðtökur. Síðustu laugardaga hafa þekktir veitingastaðir sett upp bása og selt gestum og gangandi einfalda rétti sem hægt er að borða á staðnum eða taka með sér. Fjölmargir höfuðborgarbúar hafa tekið Krás fagnandi, en að sögn veitingamanna hefur salan verið góð og ásókn meiri en menn reiknuðu með í upphafi. Næsti Krásarmarkaður verður á laugardaginn kemur á sama stað og stendur gleðin frá kl. 13 til 18. Mynd / TB Réttardagar á komandi hausti U n d a n f a r i n ár he fur Bændablaðið tekið saman og birt lista yfir réttardaga í helstu fjár- og stóðréttum landsins að hausti. Hafa upplýsingarnar notið vinsælda og verið mikið nýttar, ekki síst af aðilum í ferðaþjónustu, en réttarferðir hafa verið vaxandi hluti af þeirri afþreyingu sem þeir aðilar hafa boðið upp á að hausti. Mikilvægt er að upplýsingar um réttardaga berist sem fyrst til blaðsins. Eru fjallskilastjórar og forráðamenn sveitarfélaga, auk annarra sem hafa öruggar upplýsingar um réttahald í haust, því beðnir að senda þær upplýsingar til Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns á Bændablaðinu á netfangið fr@bondi.is og til Ólafs R. Dýrmundssonar ráðunautar á netfangið ord@bondi.is. Réttalisti fyrir komandi haust mun svo birtast í næsta Bændablaði, sem kemur út 28. ágúst. Sveitasæla í Skagafirði Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla í Skagafirði verður sett laugardaginn 23. ágúst næstkomandi klukkan 10.00. Á sýningunni koma saman vélasalar, landbúnaðarfyrirtæki, handverksfólk og bændur og kynna það nýjasta í vélageiranum og landbúnaði ásamt handverksvörum. Sunnudaginn 24. ágúst verða eftirfarandi bú opin almenningi til skoðunar: Loðdýrabúið Loðfeldur á Gránumóum, skógræktarbýlið Krithóll, kúabúið Glaumbær 2, ferðaþjónustubýlið Lýtingsstaðir og gróðurhúsin á Starrastöðum. Karl G. Kristinsson. Mynd / HKr. Sýklalyf gefin dýrum geta endað á borðum neytenda. Mynd / Microbe Wiki Ungbændaefni teyma kálfa. Bleikjueldi í sveitinni 20 Nýja leikskóla- peysan 31 Árlegt Íslandsmót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu á Ströndum laugardaginn 16. ágúst kl. 14.00. Stórkostleg keppni í hrútadómum, þar sem bæði er keppt í flokki vanra og óvanra hrútaþuklara. Kjötsúpa, kaffihlaðborð og ný sögusýning opnuð um Brynjólf Sæmundsson og starf héraðsráðunauta. Hrútaþukl um helgina

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.