Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. ágúst 2014 Gera þarf 60 til 80 landbótaáætlanir fyrir áramót – Mikilvægt að bændur geri athugasemdir sem fyrst Samkvæmt nýrri reglugerð um gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu verða þeir sem vilja halda áfram þátttöku í gæðastýringunni að endurnýja allar landbótaáætlanir fyrir lok þessa árs. Landgræðsla ríkisins sendi fyrir skömmu öllum bændum, tæplega þrjú hundruð talsins, sem talið er að þurfi að gera nýjar landbótaáætlanir, bréf og gögn vegna þessa máls. Landgræðslan hefur í mörg ár aðstoðað bændur við gerð landbótaáætlana, en nú verður sú breyting á að henni er ekki heimilt að koma beint að gerð landbótaáætlunar samkvæmt ákvæðum reglugerðar. Engu að síður getur Landgræðslan látið bændum í té ýmsar upplýsingar til þess að unnt sé að gera landbótaáætlun og mun gera það. Þurfi bændur hér eftir aðstoð við gerð landbótaáætlunarinnar verða þeir að leita annað en til Landgræðslunnar. Margir telja frestinn of skamman Með fyrrnefndu bréfi fylgdi kort af því svæði sem viðkomandi landbótaáætlun mun væntanlega ná til og á kortinu er landið ástandsflokkað samkvæmt nýju kerfi sem kveðið er á um í reglugerðinni. Við gerð kortsins er stuðst við fyrri ástandsflokkun og önnur fyrirliggjandi gögn og hún aðlöguð nýju kerfi. Endurnýjun landbótaáætlana Bændablaðið spurði Guðmund Stefánsson, sviðstjóra hjá Landgræðslunni, um umrætt bréf. „Í flestum tilvikum er um að ræða endurnýjun landbótaáætlana sem í gildi hafa verið en þær þarf þó að aðlaga nýrri ástandsflokkun beitarlandsins. Við erum búin að endurflokka alla afrétti og önnur beitarlönd sem talið er að gera þurfi landbótaáætlanir fyrir og höfum sent niðurstöðurnar til allra bænda sem talið er að komi að þessu máli. Ekki er ætlunin að bændurnir geri ný kort eða láti fara fram sérstaka vinnu við þetta verkefni. Við erum aðeins að óska eftir að þeir geri athugasemdir við kortið og flokkunina, telji þeir eitthvað ekki rétt eða þarfnist skýringa. Við munum síðan fara yfir athugasemdirnar, hugsanlega fara og skoða viðkomandi beitarland og komi í ljós að einhverjar skekkjur séu í kortunum munum við í samráði við viðkomandi aðila leiðrétta þær. Það er því nægjanlegt fyrir bændur að senda okkur skriflegar athugasemdir, í tölvupósti eða bréfi, og tiltaka hvaða annmarka þeir telji á kortinu. Það þarf ekkert að útfæra það mjög nákvæmlega. Við munum hafa samband við viðkomandi síðar.“ Fjallskilastjórn getur gert athugasemdir Aðspurður um hvort allir þeir sem fengu umrætt bréf þyrftu að gera athugasemdir, hver fyrir sig og jafnvel gera hver fyrir sig nýja landbótaáætlun, sagði Guðmundur að svo væri ekki. „Rétt eins og verið hefur geta upprekstrar- eða önnur félög bænda, staðið sameiginlega að landbótaáætlun fyrir afrétti og önnur sameiginleg beitarlönd. Nægilegt er að fjallskilastjórn geri athugasemdir fyrir viðkomandi afrétt og eðlilegt að sameiginleg landbótaáætlun sé gerð við slíkar aðstæður eins og verið hefur. Hins vegar hefur einnig þurft að gera landbótaáætlanir fyrir einstakar jarðir og þá er það í höndum viðkomandi bónda.“ Varðandi frestinn sem rann út 20. júlí síðastliðinn sagði Guðmundur að ef menn hefðu ekki getað gert athugasemdir fyrir þann tíma gætu þeir óskað eftir lengri fresti skriflega. /VH SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður. Á Menningarnótt hinn 23. ágúst næstkomandi mun Matís standa fyrir kynningu á matvælum, sem er afrakstur nýsköpunar- og vöruþróunar verkefnisins „Nýsköpun í norræna lífhagkerfinu“. Verkefnið er eitt af meginverkefnum „Nordbio“, sem er hluti af formennskuáætlun Íslands, en Ísland gegnir nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið fjallar um nýsköpun í líf hagkerfinu þ.m.t. matvælaframleiðslu og fram leiðslu á lífmassa með sjálfbærni að leiðarljósi. Fyrsti hluti verk efnisins fólst í að aðstoða matvælaframleiðendur við þróun á nýjum matvörum. Matís auglýsti í vor eftir hugmyndum að nýsköpun í matvælavinnslu á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Mikill áhugi skilaði sér í að tæplega 80 frumkvöðlar sóttu um aðstoð og fengu um 40 þeirra sérfræðiaðstoð m.a. frá Matís við vöruþróun. Á Menningarnótt gefst gestum og gangandi tækifæri til að smakka á framleiðslu tveggja íslenskra frumkvöðla og kynna sér norrænt samstarf, sem utanríkisráðuneytið kynnir. Annars vegar Perlubygg (úrvalsbygg í fína matseld) frá Móður Jörð á Vallanesi. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari ætlar að matbúa girnilegan rétt úr perlubygginu. Hins vegar er það BE juicy (lífrænt vottað duft úr káli til safagerðar), hægt verður að smakka BE juicy boozt. Kynningin verður haldin í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 4. hæð, milli klukkan 14.00 og 17.00. /smh Matís kynnir matvæli á Menningarnótt Sveinn Kjartansson mun elda Perlu- bygg frá Vallanesi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.