Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 236

Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 236
234 RITDÓMAR SKÍRNIR athyglisverðari. I þessu riti er ekki stefnt að neinu rnarki, og það gefur enga heildarsýn um íslenzka nútímaljóðlist, þróun hennar og stöðu. Síður bókarinnar fyllir höfundur ineð því að endursegja efni hvers Ijóðsins á fætur öðru í óbundið mál, með einskisverðum athugasemdum inn á milli. Hann leggur mat á ljóðin eftir efni þeirra og gerir sér augljóslega enga grein fyrir því grundvallaratriði, að innihald og form ljóða eru samtvinnuð heild. Ekki virðast honum heldur vera ljós algengustu stílbrögð í ljóðum, eins og t. a. m. þessi ummæli bera með sér: þótt mynd þess (þ. e. ljóðsins) sé skýr, er þaS táknrænt (440, rétt eins og eðlilegra væri, að tákni fylgdi óskýr mynd. Dæmi um röklausar athugasemdir og túlkauir Jóhanns má finna á hverri blað- síðu, hér verða fá að nægja. Um ljóðið Bros eftir Jónas Svafár segir: Að ís- lenzkt skáld skuli velja sér aS yrkisefni jafn-nútímalegt fyrirbrigSi og tyggi- gúmmí, vitnar um tengsl þjóSarinnar við umheiminn, rofna einangrun (177). Ljóð Hannesar Sigfússonar Mr. Dulles á sjúkrabeði fær þessa einkunn: A líkan hátt og ofsatrúarmenn miSalda nutu þess að sjá þá menn brennda á báli, sem þeir töldu haldna af djöflinum, finnur Hannes fróun í því að yrkja níð um deyjandi stjórnmálamann, sem ekki er á sömu línu og hann (147). Ljóðið Vor eftir Stein Steinar gefur Jóhanni tilefni til eftirfarandi klausu: Einhver segir líklega: Þetta er málverk. Já, rétt er það, gæti svarið verið, mikilfeng- legustu málverk eru líka oft bókmenntir (77). Ekki virðir höfundur það frumskilyrði í fræðilegum vinnubrögðum að skil- greina þau hugtök og fræðiheiti, sem hann notar, hvað þá marka þeim svið í ritinu. Hvergi gerir hann grein fyrir, hvað átt sé við með orðinu nútímaljóðlist, en þennan óskilgreinda nútíma notar hann samt óspart sem mælikvarða á skáldskapinn. Algeng eru ummæli sem þessi: Þó get ég ekki varizt þeirri hugs- un, að fá eða engin nútímalegri Ijóð hafi verið ort á Islandi (11); tœkni skáldsins hefur orðið nútímalegri (62); Að mínu viti er þetta Ifóð dæmigert nútímaljóð (166); Mér finnst hann meira nútímaskáld en áður (205); Ijóða- gerð beggja hefur þróazt í æ nútímalegri átt (207); Hólmgönguljóð eru vissulega nútímaleg bók, en þó finnst mér nœsta bók Matthíasar á eftir henni enn nútímalegri (219). I jafnóljósri merkingu notar Jóhann orðið atómskáld- skapur, raunsæisljóð, hið „hreina“ Ijóð, Ijóðsaga, Ijóðrænn prósi, Ijóð í lausu máli, prósaljóð. Nöfn á ýmsum stefnum, eins og súrrealismi, módernismi, expressjónismi, tassismi, sem notuð eru í óhófi, eru hvergi útskýrð og því síð- ur í hverju áhrif þessara stefna á íslenzkan kveðskap séu fólgin. Um Jónas Svafár segir t. a. m., að hann sé bæði dadaisti og súrrealisti, og í næstu máls- grein, að hann sé atómskáld í jákvœðri merkingu þess orðs (175), án þess að nokkru sinni hafi verið gerð grein fyrir merkingu orðsins yfirleitt. Jóhann er áberandi hrifnastur af orðunum súrrealismi og súrrealískur og notar þau í ýmsum samböndum, hvar sem þeirn verður við komið. Rætt er um ljóð með súrrealísku ívafi án þess að vera beinlínis í anda stefnunnar (19), súrreálískan módernisma (64), súrrealískt eða hálf-súrrealískt líkingamál (144), þjóðtrú- arsúrrealisma (64); á bls. 90 kemur orðið fyrir fimm sinnum, og þar er einn- ig þessi harðsoðnu fræði að finna: Ljóðin mætti kalla expressjónísk, en auð- sœilega hefur súrrealisminn haft gildi fyrir Stein (90).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.