Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 6

Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 6
Á nýliðnu vori gafst mér tækifæri til að sitja vinnustofu á vegum ECML (Europian Center of Modern Languages eða Evrópska nýmálasetrið) í Graz í Austurríki. Eins og margir lesendur Málfríðar kannast við hefur setrið að markmiði að styðja við tungumálanám og -kennslu í Evrópu og víðar, bæði í tengslum við kennslu erlendra tungumála og með því að styðja við fjölmenningu, fjöltyngi og móðurmál þeirra sem flytja á milli landa. Fjöltyngis og fjölmenningarleg skólastefna Vinnustofan var hluti af lokafundi Evrópuverkefnisins Plur-Cur (Plurilingual Whole School Curriculum) sem unnið hefur verið að frá árinu 2012. Markmið þess er að finna leiðir til að þróa og meta fjöltyngis og fjölmenn- ingarlega skólastefnu og skólanámskrá með heildræna sýn á tungumálanám. Með heildrænni sýn á tungu- málanám er lögð áhersla á að gera öllum tungumálum allra nemenda hátt undir höfði, meirihlutamálinu, öðrum móðurmálum nemenda, upprunatungumálum, erlendum tungumálum og svæðisbundnum tungu- málum í þeim löndum þar sem töluð eru fleiri en eitt tungumál. Vinnustofuna sóttu 38 fulltrúar frá 27 löndum en meðal þátttakenda voru kennarar og kennsluráðgjafar, auk sérfræðinga í tungumálakennslu frá háskólum og opinberum stofnunum. Meginefni fundarins var að kynna fyrir þátttakendum þau fjölmörgu verkefni sem hafa verið innleidd í anda Plur-Cur hugmyndafræð- innar víða um lönd og skapa umræðu um með hvaða hætti væri hægt að skapa þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að ná markmiðum um heild- ræna tungumálakennslu. Britta Hufeisen, prófessor við tækniháskólann í Darmstadt hefur leitt verkefnið frá upphafi og hóf fyrsta morgun vinnustofunnar með fyrirlestri þar sem hún fjallaði um upphaf og framgang Plur-Cur verkefn- isins. Meginástæða þess að farið var af stað með verk- efnið var aukin þörf fyrir stuðning við fjöltyngda nem- endur, enda hefur nemendum með annað móðurmál en ríkjandi skólamál á hverjum stað fjölgað í flestum löndum Evrópu á liðnum árum. Þessir nemendur koma með mikilvæga tungumálakunnáttu inn í skólastarfið og er nauðsynlegt að byggja á henni í námi þeirra. Með verkefninu er leitast við að meta öll tungumál að verð- leikum og komið í veg fyrir að nemendum sé bannað að tala önnur tungumál en skólamálið í daglegu skóla- starfi. Þá lagði Hufeisen áherslu á að markmiðið væri einnig að auka vægi kennslu erlendra tungumála og vinna gegn þeirri þróun að skólar leggi ofuráherslu á enskukennslu. Skapandi og fjölbreytt tungumálaverkefni þvert á námsgreinar Mörkin á milli faggreinakennslu og kennslu tungu- mála renna á ákveðinn hátt saman með Plur-Cur- aðferðarfræðinni þar sem tungumálakennsla verður markviss hluti af faggreinakennslu. Þannig verður til fjölmála námskrá þar sem unnið er út frá þema- tengdum viðfangsefnum þvert á tungumál og fag- greinar. Hufeisen lagði áherslu á að þeir nemendur sem hefðu náð tökum á tjáskiptamáli og samskiptum á móðurmálinu eða öðru erlendu máli fengju tæki- færi til að virkja þá kunnáttu í eins mörgum við- fangsefnum og mögulegt væri í náminu hverju sinni. Þannig væri stuðlað að virku tvítyngi/fjöltyngi þeirra. Eitt af því sem Hufeisen sagði frá var verk- efni í sögukennslu þar sem nemendur unnu saman í hópum þvert á þrjú tungumál, þýsku, frönsku og ensku. Nemendur notuðu þýsku í samskiptum til að skipuleggja verkefnið, undirbúa það og leita að upp- lýsingum. Síðan hélt hver hópur kynningu á sínu verkefni þar sem glærurnar voru unnar á frönsku en fyrirlesturinn var fluttur á ensku. Á þennan hátt þurftu nemendur að virkja orðaforða þriggja tungu- mála þvert á það þema sem þeir voru að vinna með í sögukennslunni. Hufeisen benti á að til þess að ná markmiðum Plur- Cur nægði ekki starf einstakra kennara eða skóla held- ur þyrfti einnig að verða breyting á ytri umgjörð skóla- starfs. Hún taldi mikilvægt að háskólar byðu upp á kennaramenntun sem miðaði að fjöltyngiskennslu auk þess sem menntamálayfirvöld á hverjum stað þyrftu að setja stefnu um tungumálakennslu þar sem fjöl- 6 MÁLFRÍÐUR Fríða Bjarney Jónsdóttir, Verkefnastjóri – fjölmenning í leikskóla, Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Plurilingual Whole School Curriculum: Vinnustofa hjá ECML í Graz

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.