Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 19

Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 19
Miklar breytingar ganga yfir íslenska framhaldsskóla og starfsfólk þeirra, nemendur sem kennara, þessi misserin. Ný framhaldsskólalög, ný námskrá, ný vinnutímaákvæði í kjarasamningi, auknar kröfur um menntun kennara... og nýtt einingakerfi. Gamla einingakerfið sem notast hefur verið við í áratugi var tengt kennslustundafjölda, þannig að fyrir hverja einingu fengu nemendur tvær 40 mínútna kennslustundir á viku yfir önnina. Nýja einingakerfið byggir aftur á móti ekki á fjölda vikulegra kennslu- stunda heldur áætluðum vinnutíma nemenda. Þar er gert ráð fyrir að nemendur þurfi að vinna í þrjá vinnudaga fyrir hverri nýrri framhaldsskólaeiningu, „feiningu“. Forsendur lokaprófa hafa að sama skapi breyst til að taka mið af nýja einingakerfinu og nú hafa skólar t.a.m. fengið ákveðið frelsi til að skipuleggja eigin leiðir til stúdentsprófs. Þó verður stúdentsprófið að innihalda að lágmarki 200 feiningar. Til að ljúka lágmarks stúd- entsprófi á þremur árum, eins og menntamálayfirvöld hafa ákveðið, þarf nemandi því að ljúka að meðaltali 33–34 feiningum á önn. En hvað þýðir þetta í raun fyrir vinnutíma nemenda í íslenskum framhaldsskólum? Vinnutími nemans á önn Eins og áður sagði þarf nemandi að vinna í þrjá vinnu- daga fyrir hverri feiningu og hann þarf að skila 33–34 feiningum á önn til að ljúka stúdentsprófi á þremur árum. Þetta þýðir að hann þarf að vinna í 99 daga í fjórar annir (33 * 3 daga), en í 102 daga í tvær annir (34 * 3 daga). Í íslenskum framhaldsskólum eru aftur á móti bara 180 kennslu- og prófadagar á ári, eða 90 á önn. Íslenskur framhaldskólanemi þarf því að vinna 9–12 daga á önn umfram þá daga sem honum standa til boða í skólanum. Að auki er raunveruleikinn sá að vinnu nemandans í hverju fagi þarf að vera lokið á 85 dögum á önn, t.d. vegna frágangs einkunna fyrir stað- festingu á áfangavali og útskrift, þannig að í raun er munurinn 14–17 dagar. Vinnuvika nemans Vinnudagur framhaldsskólanema á að vera 6–8 klukku- stundir, og hér ætti ekki að þurfa að taka fram að þetta á við um nemendur sem hafa viðunandi grunn til að hefja nám í þeim áföngum sem um ræðir. Taflan hér að neðan sýnir meðalvinnuviku nema sem ætlar sér að ljúka 33 feiningum á önn. Vinnutími nemenda miðað við 33 fein á önn í 4 annir Áætlaður meðalvinnudagur nemenda Fljótur Miðlungs Hægur 6 klst/dag 7 klst/dag 8 klst/dag Fjöldi klukkustunda á bak við hverja feiningu (3 dagar á feiningu) 18 klst 21 klst 24 klst Heildarfjöldi vinnustunda á önn 594 klst 693 klst 792 klst Vinnuvika framhaldsskóla- nema m.v. 18 vikur 33 klst 38,5 klst 44 klst Raunveruleg vinnuvika m.v. 17 vikur 34,9 klst 40,8 klst 46,6 Þarna sjáum við að meðalnemandinn, þessi sem ætti að geta látið sér duga að vinna 7 klst. á dag, nær rétt svo að haldast innan 40 klukkustunda vinnuviku, nái hann að dreifa vinnunni á 18 vikur, en um leið og tíminn styttist í 17 vikur fer hann upp fyrir. Nemandanum sem ættu að duga 8 klst. nægir nú ekki að vinna undir 44 klst. á viku til að sinna námi sínu. Og þá á eftir að horfa til vinnuviku þeirra nemenda sem þurfa enn lengri tíma til að tileinka sér námsefni einstakra áfanga. Þær tvær annir sem neminn þarf að ljúka 34 eining- um lengist vinnuvikan enn, eins og sést hér: Vinnutími nemenda miðað við 34 fein á önn í 2 annir Áætlaður meðalvinnudagur nemenda Fljótur Miðlungs Hægur 6 klst/dag 7 klst/dag 8 klst/dag Fjöldi klukkustunda á bak við hverja feiningu (3 dagar á feiningu) 18 klst 21 klst 24 klst Heildarfjöldi vinnustunda á önn 612 klst 714 klst 816 klst Vinnuvika framhaldsskólanema m.v. 18 vikur 34 klst 39,7 klst 45,3 klst Raunveruleg vinnuvika m.v. 17 vikur 36 klst 42 klst 48 MÁLFRÍÐUR 19 Reynir Þór Eggertsson, ritstjóri, dönsku- og íslenskukennari við Menntaskólann í Kópavogi Um vinnutíma framhaldsskólanema í nýju kerfi

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.