Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 11

Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 11
Verkefnið hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og náð talsverðri útbreiðslu. Þessi dæmi sýna að ávallt má gera betur á þessu sviði. Þrátt fyrir að kostnaður fylgi slíkri „lúxusmeðferð“ má læra af henni og reyna a.m.k. að bæta samskiptin sem er öllum til góðs. Mímir-símenntun er ekki enn farin að fá vinnuveit- endur á stutt námskeið en vinnustaðir eru heimsóttir áður en þjálfun hefst og tvisvar til þrisvar meðan á þjálfun stendur. Þannig auðveldum við erlendum starfsmönnum, og móttakendum þeirra, aðlögun og stuðlum að bættri líðan þeirra. Vera kann að örnám- skeið fyrir vinnuveitendur þyki sjálfsögð í náinni fram- tíð. Það er góð tilfinning að víkka sjóndeildarhringinn, fá tækifæri til endurmenntunar erlendis og stuðla að breytingum. Skrefin kunna að vera lítil en þau skipta máli. Við erum afar þakklát þeim sem taka fólk í starfs- þjálfun en atvinnulífið hérlendis mætti almennt vera móttækilegra gagnvart þeim sem tala ekki fullkomna íslensku. Æskilegt er að starfsþjálfun útlendinga sé viðurkennd og njóti virðingar. Vekja þarf athygli á mannauði sem þarf atvinnutækifæri þrátt fyrir litla færni í íslensku. Rannsóknir sýna að notkun tungumáls snemma í námi geti bætt námsárangur og að notkun sé forsenda þess að mál lærist. Samþætting notkunar, náms og vinnu/þjálfunar er því ávinningur fyrir ein- staklinga og samfélagið. eru haldin á vinnustaðnum, með sérþjálfuðum kenn- urum til að stuðla að bættum samskiptum sem eru rædd reglulega. Talað er um hvernig starfsfólki hafi liðið þegar það var hjálparvana og þegar vel gekk. MÁLFRÍÐUR 11 Frá STÍL Dagana 9.–11. júní verður haldin ráðstefna á vegum NBR (FIPLV NORIDC-BALTIC REGION) í Tallinn í Eistlandi undir yfirskrift- inni „Tungumálakennarar og tungumálakennsla á krossgötum“ (e. The Language Teacher and Teaching at Crossroads). Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu STÍL (www.stil.is).

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.