Jökull


Jökull - 01.12.1975, Page 60

Jökull - 01.12.1975, Page 60
flóðin urðu í Neskaupstað, er tólf manns létust, en um þau er skráð sérstaklega hér á eftir. Snjóflóð i Oddskarði. Hinn 19. desember féll stórt snjóflóð í Odd- skarði og braut æðimarga staura í orkulínunni Grímsá/Neskaupstaður. Snjóflóð í Seyðisfirði. Fimmtudaginn 19. desember kyngdi niður miklum snjó í logni við Seyðisfjörð. Um kl. 10.30 á föstudag féll snjóflóð á fjárhús að Selstöðum, sem er út með Seyðisfirði að norðan, nokkru innan við Brimnes. Talið er líklegt, að hengja hafi brostið í efstu brún fjallsins Halli. Snjó- flóðið kom á langhlið fjárhússins, færði það í kaf og braut niður. Níu ára gamall drengur lokaðist inni í húsunum. Það tókst fljótlega að bjarga honum ósködduðum. I fjárhúsunum voru 130 kindur, 40 drápust. Snjóflóðið kom úr gili ofan við Selstaði og hljóp í sjó fram. Heima- fólk fullyrðir, að þarna hafi ekki fallið flóð áður, en örskammt frá eru kunnir snjóflóða- staðir, Selstaðavík og utar Markhellur. Snjóflóð á Tungudal. Milli Eskifjarðarheiðar og Eyvindarárdals er lítil dalskora, sem Tungudalur nefnist. Norð- austan dalsins er Slenjufjall. Urn dalinn liggur orkulínan af Héraði til Eskifjarðar. I desember féllu úr Slenjufjalli sex snjóflóð. Heimildar- menn: Gunnsteinn Stefánsson og Erling Garðar Jónasson, Egilsstöðum. Klukkan 9 á aðfangadagsmorgun fór straum- ur af orkulínunni. Ljóst var, að hún var slitin á Tungudal. Viðgerðarmenn, sem brutust inn Tungudal í mikilli ófærð, sáu að fimm fremur smá snjóflóð höfðu fallið fyrir nokkrum dög- um, líklega 19. eða 20., úr Slenjufjalli nálægt miðbiki dalsins. Öll snjóflóðin höfðu fylgt gilja- drögum og sloppið á milli raflínustauranna. Inn undir botni dalsins var nýfallið snjóflóð. Það var 500 m breitt og hafði tekið níu staura af orkulínunni, og voru þeir með vír og ein- angrurum algjörlega horfnir. Hlaupið hafði far- ið þvert yfir dalinn og staðnæmst við rætur hlíðarinnar hinum megin í dalnum. I dalbotn- inum var snjódyngjan um 20 m há. Snjóflóðasvœði við Mjóafjörð. Bréf Vilhjálms Hjálmarssonar, menntamála- ráðherra: Merkingar á korti eru ekki nákvæmar, en nærri lagi — og hvergi ofmerkt. (Mynd 3). Engin snjóflóðasvæði eru kunn á Suðurbyggð utan smáhrun uppi undir tindum. Því veldur einkum landslagið, en e. t. v. einnig að ein- hverju leyti snjóalög. Úr Mjóafirði liggja sex gönguleiðir til Seyðis- fjarðar, fjölfarnar áður: Króardalsskarð, Skóga- skarð, Hesteyrarskarð, Brekkugjá, Hofsgjá og Dalaskarð. Engin þeirra mun vera fyllilega ör- ugg fyrir snjóflóðum, en ég merki aðeins það, sem ég veit með vissu. Hér á eftir verða nefnd þau snjóflóðasvæði, sem ég merki inn á kortið. Króardalur: Hlaup eru tíð úr hlíðum dals- ins, símalínan stóð aldrei og var lögð í jörð. Tangi, neðan undir Króardal: 1941 hljóp fram úr dalnum, hús (verbúðir) og bátar sóp- uðust allt suður að á (um 200 m). Maður fórst og 40 kindur. Forn naust frá Firði eru til hliðar við hlaupið, hið eina þarna, er sögur fara af. Skógadalur: Nálægt 1940 fórst póstur í snjó- flóði utanvert við Skógaskarð.1 Víkur: Milli Skóga og Hesteyrar heita Víkur. Þar eru snjóflóð tíð, t. d. í Selhamravik, um Hlauptanga, í Svarthamravik og á Hesteyrar- stekk. Hátt í fjallinu er allbreiður hjalli á löngum kafla. Fyrir ofan hann heita Efri-Fláar. Fyrir kemur, að snjóflóð tekur sig upp hæst uppi undir fjallsegginni og hleypur frarn yfir hjallann og síðan allt í sjó á breiðu svæði sam- tímis. Þetta gerðist meðan hvalveiðistöðin var á Asknesi. Flóðbylgja hljóp yfir fjörðinn og gerði usla á hvalveiðistöðinni (1912). Hesteyri: Snjóflóð hefur fallið í árgilinu rétt utan við bæinn Hesteyri og e. t. v. einnig skammt innan við bæinn. Hesteyri—Brekkuþorp: Á þessu svæði falla snjóflóð úr giljum uppi í Ekrutindi, allt frá svokallaðri Ekru og út fyrir Þúfuurð. Hlið—Holt: Innst i Brekkuþorpinu stóð býl- ið Hlíð. Utan við það er Teigsgil. Um það falla snjóflóð til sjávar. Rétt utan við Holtsgrunn- ana er Holtsleekur, þar hefur fallið snjóflóð. Höfði: Svo nefnist hæð, sem gengur fast að sjó milli Höfðabrekku og Brekku og endar í snarbrattri brekku, sem rís 50—70 m yfir sjávar- mál. Þar hafa sprungið fram skaflar og fallið 1) Þetta slys er ekki talið í Skriðuföllum og snjóflóðum, svo að tala látinna af völdum snjóflóða er 102 en ekki 101 eins og sagt var í Jökli 1971. 58 JÖKULL 25. ÁR

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.