Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 60

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 60
flóðin urðu í Neskaupstað, er tólf manns létust, en um þau er skráð sérstaklega hér á eftir. Snjóflóð i Oddskarði. Hinn 19. desember féll stórt snjóflóð í Odd- skarði og braut æðimarga staura í orkulínunni Grímsá/Neskaupstaður. Snjóflóð í Seyðisfirði. Fimmtudaginn 19. desember kyngdi niður miklum snjó í logni við Seyðisfjörð. Um kl. 10.30 á föstudag féll snjóflóð á fjárhús að Selstöðum, sem er út með Seyðisfirði að norðan, nokkru innan við Brimnes. Talið er líklegt, að hengja hafi brostið í efstu brún fjallsins Halli. Snjó- flóðið kom á langhlið fjárhússins, færði það í kaf og braut niður. Níu ára gamall drengur lokaðist inni í húsunum. Það tókst fljótlega að bjarga honum ósködduðum. I fjárhúsunum voru 130 kindur, 40 drápust. Snjóflóðið kom úr gili ofan við Selstaði og hljóp í sjó fram. Heima- fólk fullyrðir, að þarna hafi ekki fallið flóð áður, en örskammt frá eru kunnir snjóflóða- staðir, Selstaðavík og utar Markhellur. Snjóflóð á Tungudal. Milli Eskifjarðarheiðar og Eyvindarárdals er lítil dalskora, sem Tungudalur nefnist. Norð- austan dalsins er Slenjufjall. Urn dalinn liggur orkulínan af Héraði til Eskifjarðar. I desember féllu úr Slenjufjalli sex snjóflóð. Heimildar- menn: Gunnsteinn Stefánsson og Erling Garðar Jónasson, Egilsstöðum. Klukkan 9 á aðfangadagsmorgun fór straum- ur af orkulínunni. Ljóst var, að hún var slitin á Tungudal. Viðgerðarmenn, sem brutust inn Tungudal í mikilli ófærð, sáu að fimm fremur smá snjóflóð höfðu fallið fyrir nokkrum dög- um, líklega 19. eða 20., úr Slenjufjalli nálægt miðbiki dalsins. Öll snjóflóðin höfðu fylgt gilja- drögum og sloppið á milli raflínustauranna. Inn undir botni dalsins var nýfallið snjóflóð. Það var 500 m breitt og hafði tekið níu staura af orkulínunni, og voru þeir með vír og ein- angrurum algjörlega horfnir. Hlaupið hafði far- ið þvert yfir dalinn og staðnæmst við rætur hlíðarinnar hinum megin í dalnum. I dalbotn- inum var snjódyngjan um 20 m há. Snjóflóðasvœði við Mjóafjörð. Bréf Vilhjálms Hjálmarssonar, menntamála- ráðherra: Merkingar á korti eru ekki nákvæmar, en nærri lagi — og hvergi ofmerkt. (Mynd 3). Engin snjóflóðasvæði eru kunn á Suðurbyggð utan smáhrun uppi undir tindum. Því veldur einkum landslagið, en e. t. v. einnig að ein- hverju leyti snjóalög. Úr Mjóafirði liggja sex gönguleiðir til Seyðis- fjarðar, fjölfarnar áður: Króardalsskarð, Skóga- skarð, Hesteyrarskarð, Brekkugjá, Hofsgjá og Dalaskarð. Engin þeirra mun vera fyllilega ör- ugg fyrir snjóflóðum, en ég merki aðeins það, sem ég veit með vissu. Hér á eftir verða nefnd þau snjóflóðasvæði, sem ég merki inn á kortið. Króardalur: Hlaup eru tíð úr hlíðum dals- ins, símalínan stóð aldrei og var lögð í jörð. Tangi, neðan undir Króardal: 1941 hljóp fram úr dalnum, hús (verbúðir) og bátar sóp- uðust allt suður að á (um 200 m). Maður fórst og 40 kindur. Forn naust frá Firði eru til hliðar við hlaupið, hið eina þarna, er sögur fara af. Skógadalur: Nálægt 1940 fórst póstur í snjó- flóði utanvert við Skógaskarð.1 Víkur: Milli Skóga og Hesteyrar heita Víkur. Þar eru snjóflóð tíð, t. d. í Selhamravik, um Hlauptanga, í Svarthamravik og á Hesteyrar- stekk. Hátt í fjallinu er allbreiður hjalli á löngum kafla. Fyrir ofan hann heita Efri-Fláar. Fyrir kemur, að snjóflóð tekur sig upp hæst uppi undir fjallsegginni og hleypur frarn yfir hjallann og síðan allt í sjó á breiðu svæði sam- tímis. Þetta gerðist meðan hvalveiðistöðin var á Asknesi. Flóðbylgja hljóp yfir fjörðinn og gerði usla á hvalveiðistöðinni (1912). Hesteyri: Snjóflóð hefur fallið í árgilinu rétt utan við bæinn Hesteyri og e. t. v. einnig skammt innan við bæinn. Hesteyri—Brekkuþorp: Á þessu svæði falla snjóflóð úr giljum uppi í Ekrutindi, allt frá svokallaðri Ekru og út fyrir Þúfuurð. Hlið—Holt: Innst i Brekkuþorpinu stóð býl- ið Hlíð. Utan við það er Teigsgil. Um það falla snjóflóð til sjávar. Rétt utan við Holtsgrunn- ana er Holtsleekur, þar hefur fallið snjóflóð. Höfði: Svo nefnist hæð, sem gengur fast að sjó milli Höfðabrekku og Brekku og endar í snarbrattri brekku, sem rís 50—70 m yfir sjávar- mál. Þar hafa sprungið fram skaflar og fallið 1) Þetta slys er ekki talið í Skriðuföllum og snjóflóðum, svo að tala látinna af völdum snjóflóða er 102 en ekki 101 eins og sagt var í Jökli 1971. 58 JÖKULL 25. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.