Jökull


Jökull - 01.12.1979, Blaðsíða 99

Jökull - 01.12.1979, Blaðsíða 99
ar þrjár bergraðir eru sýndar á mynd 2, en í eftir- farandi köflum er rætt m.a. um útbreiðslu þessara bergraða. Berg frá tertíer og pleistósen. Bergfræði storkubergs frá tertíertímabilinu, (um 16 til 3,1 milljónum ára), virðist einföld. Gosvirkni takmarkaðist sennilega á þessu tímabili við eitt gosbelti, sem gekk á ská yfir landið líkt og nú er. Um 44 eldstöðvakerfi hafa verið greind í tertíeru jarðmyndununum, og öll þau kerfi, sem athuguð hafa verið, hafa einungis gosið þóleiitisku bergi. Best rannsökuð eru Þingmúla- og Álftafjarðareldstöðvakerfin á Austurlandi, og Set- berg I-, Reykjadals- og Hafnarfjallskerfin á Vesturlandi. Þessar rannsóknir hafa sýnt, að i þessum stóru eldstöðvakerfum hafa myndast allar helstu bergtegundir þóleiítisku bergraðarinnar, bæði sem gosberg (hraun og gjóska) og djúpberg (berggangar og bergeitlar). „Últramafískt" berg virðist sjaldgæft. Rétt er að geta þess, að hér á landi hefur tiðkast að flokka basalt frá tertier og kvarter í „þóleiit", „ólivínbasalt" og „plagíóklasdílótt basalt“. Þessi flokkun höfðar aðeins til ytra útlits og er í raun og veru villandi, þótt i flestum tilvikum hafi komið í ljós við nánari skoðun, að um þólei- itiskt berg er að ræða. Nokkur stór innskot, sem ekki virðast tengd neinum eldstöðvakerfum líkt cg þeim sem áður hefur verið lýst, eru kunn frá Suðausturlandi. Þekktust þeirra eru Vesturhorn og Austurhorn, en þau eru um 6—7 milljón ára gömul. Vesturhorns- innskotið (mynd 3) virðist raunar vera byggt upp af 72 aðskildum innskotslögum, og þar er aðallega að finna gabbró, diórít, granit og granófýr. Isúra bergið er talið hafa myndast við blöndun á basalt- og granitkviku, en viða sjást merki þess, að basalt- kvika hefur skotist inn í súra kviku, likt og sýnt er á mynd 4. Ýmis önnur dæmi eru til um blöndun basiskrar og súrrar kviku, bæði i ungum og gömlum bergmyndunum. Lagskipt storkuberg hefur fundist á nokkrum stöðum hér á landi. í Þorgeirsfelli á Snæfellsnesi, Austurhorni og Vesturhorni er lag- skipt gabbró, en i Hrappsey eru stórar blokkir af anortósiti í dólerítlaggangi og gætir lagskiptingar þar einnig. Gosvirknin virðist hafa haldið áfram með liku sniði eftir að tertiertímabilinu lauk. Hinsvegar urðu miklar breytingar á ytri aðstæðum eftir að jökull tók að leggjast yfir landið i byrjun plió- pleistósen (fyrir um 3,1 millj. ára). Við gos undir isbreiðunni hlóðust upp móbergsfjöll, en móberg þetta er að meginhluta basalt. Á hlýviðrisskeið- unum mynduðust viða stórar hraundyngjur úr ólivínþóleiiti, og nægir hér að nefna Lyngdalsheiði og Vaðöldu. Best rannsökuðu eldstöðvakerfin frá þessum timum eru Kjalarnes-Stardalur frá plíó- pleistósen og Kerlingarfjöll frá yngra pleistósen. I byrjun plió-pleistósen myndaðist aðeins þóleiítiskt berg likt og á tertíer. Seinna, eða fyrir um 1,5 til 2,5 milljón árum siðan, tóku að myndast hliðargos- belti. I Snæfellsnesbeltinu hafa líklega orðið smá- stigar breytingar með tímanum eins og fram kemur á Setbergssvæðinu (mynd 5). Fyrst urðu þar til þóleiítiskar bergsvítur þar til fyrir um 2,5 milljón árum síðan, þar næst millibergsvítur, og svo síðustu 0,7 milljón árin alkaliskar bergsvítur. Einnig myndaðist sambærilegt hliðargosbelti á Suður- landi, sunnan við Tungná. Þar hefur gosið milli- bergsvitum fram á þennan tima, nema á Vest- mannaeyjasvæðinu, þar sem myndast hefur al- kalisk bergsvíta á síðasta hluta yngra pleistósen og á nútima. Svœðaskiþting gosbergs frá nútíma. Lita ber á eld- virknina á nútima sem beint framhald af eldvirkni pleistósen-timans, þótt ytri aðstæður hafi breyst mjög eftir að jökla leysti. Telja má, að um 26—28 eldstöðvakerfi hafi verið virk eftir isöld, en þessi kerfi mynda til samans virku gosbeltin sem í stórum dráttum skera landið frá suðvestri til norðausturs (mynd 1). Þegar litið er á útbreiðslu bergtegunda, kemur fram ákveðin svæðaskipting. Átján eld- stöðvakerfi hafa framleitt þóleiitískar bergsvítur, og þessi kerfi mynda miðgosbeltið svokallaða, sem liggur um Reykjanesskagann, Langjökuls- og Hofsjökulssvæðin, um norðvesturhluta Vatna- jökuls og þaðan norður í sjó. Þessi svæði einkennast af mikilli sprunguvirkni. Þóleiítisku eldstöðva- kerfin eru nokkuð breytileg hvað snertir stærð og framleiðni bergtegunda. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga (mynd 6) eru tiltölulega lítil og vestan við Hengilsþyrpinguna hefur einungis myndast basalt á nútíma. Basaltgos hafa orðið þarna með þrennum hætti: pikritbasalthraun mynda litlar dyngjur, ólivinþóleiithraun litlar og stórar dyngjur, en þóleiithraunin hafa nær einungis myndast við sprungugos og eru i flestum tilvikum apalhraun. Hér er þess vegna greinileg samsvörun á milli ytra útlits hraunanna og samsetningar þeirra. Hlutkrystöllun hefur sennilega átt mikinn þátt í þvi að móta þóleiítbergsvitur þær, sem myndast hafa á Reykjanesskaganum, en þó hlýtur annað einnig að hafa komið til, eins og t.d. breytingar á magni hlutbráðnunar í möttlinum. I austurgosbeltinu eru tvö þóleiítkerfi, Veiði- vatna- og Grímsvatnakerfin. Þau eru mun stærri i 7 JÖKULL 29. ÁR 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.