Jökull


Jökull - 01.12.1979, Blaðsíða 89

Jökull - 01.12.1979, Blaðsíða 89
tíma var allt láglendi neðan við 80— 100 m hæð á Suður- og Vesturlandi, en 40—60 m í öðrum landshlutum, undir sjó. Frá þeim tíma eru strand- hjallar fram með ám og fjallshliðum og deigulmór á láglendi. Land reis þó smám saman úr sjó aftur og jafnvægi náðist nærri núverandi sjávarstöðu fyrir 8000—9000 árum. Mestu setmyndanir póstglasíala tímans eru sandarnir, sem jökulárnar hafa hlaðið niður i rás tímans, einkum sunnan jökla. Alls þekja þeir um 5000 km2 svæði og verður þar iðulega landauki i jökulhlaupum, svo sem þekkt er frá Kötluhlaupinu 1918. Bygging Islands. Bygging landsins er í samræmi við legu þess á Mið-Atlantshafshryggnum. Glið- sprungukerfi eru ráðandi þar sem plötur rekur hvora frá annarri, en skersprungukerfi á þeim svæðum þar sem slík plötumót standast ekki á eða hliðrast til. Bygging gliðnunarbeltanna var nokkuð lýst framar 1 þessum úrdrætti, en einkenni þeirra eru sprungusveimar með gossprungum og gjám, sem vel flestir liggja 1 gegnum megineldstöðvar. Um- brot síðustu ára í Kröflu og sprungusveimnum gegnum hana hafa varpað nýju ljósi á sambandið milli kvikuhreyfinga og gliðnunar landsins. 1 rótum megineldstöðvarinnar er kvikuþró, sem kvika streymir til neðan úr möttlinum. Þaðan ryðst hún í kvikuhlaupum út í sprungusveiminn og smám saman slaknar á uppsafnaðri togspennu undan- gengins hvíldartímabils, sem norðanlands varir 100—150 ár. Kvikan storknar neðanjarðar í berg- göngum, en á yfirborði gliðna sprungur og missíga (myndir 15 og 16). Haldi uppstreymið í rætur megineldstöðvarinnar áfram langt umfram það timabil, sem þarf til að slaka á togspennunni, aukast Iíkur á, að kvikan streymi til yfirborðs. Sum gosbeltanna hafa ekki greinileg gliðnunar- einkenni. Gildir það um Snæfellsnesbeltið, Suður- landsbeltið sunnan Tungnár og Öræfajökulsbeltið. Gosbergið sem þar kemur upp, er einnig ólíkt þvi sem er í gliðnunarbeltunum að því leyti, að hin fyrrnefndu gjósa hlutfallslega alkalirikara bergi. 1 þessum hliðarbeltum (til hliðar við gliðnunarbeltin) eru eldkeilur mest áberandi. Eiginleg gjástykki eru ekki til staðar, en stundum eru eldkeilurnar ílangar i sprungustefnu (Hekla, Eyjafjallajökull) og ein- stöku sinnum tengjast þeim misgengjasveimar (mynd 17). Það er sameiginlegt með eldgosamynd- unum hliðarbeltanna, að þær hvíla mislægt á rofnum berggrunni frá eldri jarðsöguskeiðum. Tvö þau fyrrnefndu (Snæfellsnes og Suðurjöklar) virðast hafa komið fram á plíó-pleistósen en Öræfajökulsbeltið á yngra pleistósen. Aðeins Öræfajökulsbeltið virðist hafa átt sér fyrirrennara þar sem eru stóru gabbró- og granófýrinnskotin á Suðausturlandi (mynd 18), en þau má túlka sem kvikuþrær gamalla eldkeilna á borð við Öræfajökul eða Snæfell, sem á sinum tíma risu utan við hið eiginlega gliðnunarbelti. Þversprungubelti liggja. á milli gliðnunarbeltanna þar sem þau standast ekki á. Þau eru tvö, annað á Suðurlandi í framhaldi Reykjanesskagans austur i Heklu, hitt á Norðurlandi milli Kolbeinseyjar- hryggjarins og gliðnunarbeltisins uppaf Axarfirði. Á Suðurlandi liggur þversprungubelti yfir hinn plíó-pleistósena berggrunn Suðurlandsundir- lendisins, með opnum gjám og háskalegum jarð- skjálftum. Á Norðurlandi er þversprungubeltið miklu breiðara og liggur mestur hluti þess neðan- sjávar. Það virðist hafa þróast í tveimur áföngum. í fyrri áfanganum myndaðist mjótt þversprungu- belti, sem liggur sunnan við Tjörnes-blokkina (Húsavíkur-misgengin) og áfram til norðvesturs um Flateyjarsund i suðurenda Eyjafjarðaráls. Á því tímabili sern þessi hluti þversprungubeltisins var virkur, náði gosbeltið á Norðurlandi einungis norður á móts við Reykjaheiði, en hliðraðist þaðan vestur í Eyjafjarðarál og Kolbeinseyjarhrygg. Merki hliðrunar í þessu sprungubelti sjást í berg- lögum næst því, svo sem yst I Fjörðum og Flat- eyjardal og í Húsavíkurfjalli, þar sem bergið er sundurmaskað og alsett lárétt rákuðum sprungu- flötum. Úti fyrir Fjörðum og Flateyjardal er mikil þyngdarlægð yfir sprungubeltinu, liklega sigdalur fylltur setlögum. I síðari áfanga braust gosbeltið á Norðurlandi út í Axarfjörð og hliðraðist þaðan i skástígum eldstöðvakerfum (Mánáreyjar, Hóls- grunn), norður I Kolbeinseyjarhrygg. Við það að gosbeltið braust þarna norður úr, urðu Húsavikur- misgengin og framhald þeirra til NV minna virk en áður, en þar eru þó enn hreyfingar og upptök öfl- ugra jarðskjálfta. Ymsir þættir í jarðfræði Islands falla vel inn í hugmyndina um hitablett eða heitan strók í möttl- inum undir íslandi. Gildir þetta um (1) hæð landsins og þykkt jarðskorpunnar, (2) breytingu ganga og sprungustefnu yfir landið þvert, (3) vaxandi framleiðslu gosefna inn til landsins og (4) hliðrun gosbeltanna til suðurs og austurs með tima, miðað við neðansjávarhryggina. JÖKULL 29. ÁR 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.