Jökull


Jökull - 01.12.1979, Blaðsíða 100

Jökull - 01.12.1979, Blaðsíða 100
sniðum en Reykjanesþyrpingarnar og hafa oft gosið mjög stórum hraunum, eins og Þjórsárhrauni hinu yngra (13,5 km3) og Skaftáreldahrauninu (13 km3). Norðan við Vatnajökul er miðgosbeltið kallað norðurgosbeltið, þar er Kröflugoskerfið þekktast vegna þeirra eldgosa og jarðhræringa sem þar hafa orðið síðan 1975. Fimm eldstöðvakerfi (eða þyrpingar) i austur- gosbeltinu (mynd 7) hafa gosið bergi sem heyrir til millibergröðinni, en hér má sennilega einnig bæta við Öræfajökulskerfinu. Þekktust eldstöðvakerfa í austurgosbeltinu eru Heklukerfið og Mýrdals- jökulskerfið. I Heklukerfinu hafa fundist allar bergtegundir millibergraðarinnar; Hekla sjálf hefur þó aldrei gosið basalti. Ymsum tilgátum um uppruna ísúra og súra bergsins í Heklu hefur verið varpað fram: hlutkrystöllun, hlutbráðnun á basalti við háan vatnsþrýsting, og uppbræðsla súrs bergs sem síðan blandast basaltkviku. Líklega eru þrjú alkalísk eldstöðvakerfi virk á Snæfellsnesi, en Vestmannaeyjar er eina virka alkaliska kerfið í austurgosbeltinu. I Vestmanna- eyjum hefur aðeins myndast alkalíólivínbasalt (t.d. Surtsey) og hawaiít (t.d. Eldfellshraun). Efnasam- setning nútímahrauna í Reykjanesgosbeltinu og austurgosbeltinu með tilliti til hundraðshluta alkalimálma og kísilsýru er sýnd á mynd 8. Sú svæðaskipting berggerða, sem að ofan hefur verið rakin, virðist vera tengd þykkt jarðskorp- unnar undir gosbeltunum; því þykkari sem jarð- skorpan er, þeim mun meira magn alkalímálma finnst í basalthraunum. Einfaldasta skýringin á þessu er sú, að hinar ýmsu gerðir basaltsins séu myndaðar úr samskonar möttulefni (perídótíti), en alkalíríka bergið á meira dýpi og þess vegna við hærri þrýsting og einnig mismunandi mikla hlut- bráðnun. Annar mikilvægur þáttur bergfræði nú- tímahraunanna er sú kerfisbundna breyting í efnasamsetningu þóleiítsins sem um er að ræða í miðgosbeltinu frá suðvestri til norðausturs. Þetta sést m.a. á því, að mælt magn K2Ö í þóleiítinu er breytilegast um miðbik landsins og þar fást hæstu gildin, en mjög dregur úr þessum breytileika þegar farið er eftir gosbeltunum, bæði til suðvesturs og norðausturs (mynd 9). Töluvert hefur verið fjallað um þessar kerfisbundnu breytingar, og hafa margir viljað tengja þær hugsanlegri tilvist möttulstróks undir Islandi. bundnu breytingar, og hafa margir viljað tengja þær hugsanlegri tilvist möttulstróks undir Islandi. Magn gosbergs á nútíma. Áætlað magn hinna ýmsu berggerða, sem borist hafa til yfirborðs á nútíma í austurgosbeltinu annars vegar og í öllum gosbelt- unum hinsvegar, er sýnt í töflu 2. Fram kemur, að framleiðni hinna ýmsu berggerða er mjög misjöfn, þóleiítísku kerfin virðast framleiða mest af basalt- inu, en alkalísku kerfin langminnst. Hlutfallið á milli basíska og súra bergsins er mun lægra í alkal- ísku og millikerfunum en í þóleiítisku kerfunum. Athyglisvert er, að magn súra bergsins, sem gosið hefur á nútíma, er líklega aðeins um 3% samkvæmt nýjustu heimildum, en það er mun lægri tala en áður hefur verið ætlað. Gabbróhnyðlingar. Poróttir gabbróhnyðlingar eru algengir í basísku gosbergi á fslandi, sérstaklega þó í þóleiíti, að því er virðist. Þvermál þeirra er oft um 6—8 cm, en kornastærð 1 — 5 mm. Gabbró- hnyðlingar í basalti hafa ýmis einkenni lagskipts bergs og virðast oftast hafa myndast fljótandi í sömu bergkviku og þeir finnast í. Hnyðlingar i andesítísku bergi virðast oftast vera bergbrot en hafa ekki verið í efnajafnvægi við bergkvikuna og eru þessvegna framandsteinar. Gnægð hnyðlinga í basalti er t.d. að finna við Grænavatn hjá Krísuvik, og í Seyðishólum í Grímsnesi. Dæmi um hnyðlinga 1 andesíti eru gabbróhnyðlingarnir í Eldfells- hrauninu í Heimaey. Palagónítmyndun. Mikið magn gjósku (gosösku) hefur myndast á fslandi, sérstaklega á ísöld er gos urðu undir jökulbreiðunni. Meginhluti gjóskunnar er gler, sem varð til vegna snöggrar kælingar þegar bergkvikan komst í snertingu við vatn eða ís. Gler þetta er oftast brúnleitt og kallast siderómelan, það ummyndast auðveldlega þar sem hiti og raki er nægur. f Surtseyjareldum 1963—1967 myndaðist mikil gjóska á meðan gosið var neðansjávar. Eftir að hraungosunum lauk, tók gjóskan að ummyndast vegna hitasvæðis þess, sem myndaðist kringum hraungígana. í Surtsey hefur verið hægt að fylgjast nákvæmlega með ummynduninni og mæla hraða hennar (mynd 10). Síderómelanglerið ummyndast í palagónít (tafla 3), en við það leysast ýmis efni úr glerinu, aðallega alkalímálmar, Siö2, CaO og Ál203. f staðinn gengur vatn inn í glerið. Þær jónir sem þannig losna úr glerinu, mynda síðan holu- og sprungufyllingar í gjóskunni, sem um leið harðnar og þéttist og verður að móbergi. Algengustu holu- fyllingarnar eru ópall, zeólítar (,,geislasteinar“) og kvarssteinar. I Surtsey (mynd 11) hefur ummynd- unin orðið við 35°—100°C. Líklega er þó algeng- ara, að móberg myndist við venjulegan lofthita. 98 JÖKULL 29. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.