Jökull


Jökull - 01.12.1987, Side 92

Jökull - 01.12.1987, Side 92
Leysingin í sumar vann það að mestu upp, og vel það á Skaftafellsjökli, hann hopaði um 15 metra. Kvíárjökull. Flosi Björnsson tekur fram í bréfi með mælingaskýrslunni: Kvíárjökull hefur farið lækkandi dá- lítið uppeftir en það er óverulegt, það eð grjótjökulhlut- inn sýnir fremur vísi að hækkun, enda nær bráðnunin lítt tökum á honum. Um Hrútárjökul segir Flosi: Hann er farinn að síga talsvert fram, en ekki er þó jaðarinn eða grjótjökullinn neitt verulega sprunginn, þótt svo sé ofar. I stórum dráttum sagt, býst ég við að dalsjöklarnir hér í austan- hlíðum Öræfajökuls megi teljast nokkurnveginn kyrr- stæðir að undanskildum Hrútárjökli. Flosi tekur fram að Fjallsjökull hafi í sumar farið lækkandi langt inneftir. Breiðamerkurjökull W. Flosi tekur fram í bréfinu: Greinilegt er að mikill hluti Breiðamerkurjökuls, a.m.k. vestan Jökulsárlóns hefur hopað verulega. Um veðráttuna 1986 segir Flosi: Á láglendi var snjór ekki mikill hér um slóðir veturinn 1986. Er leið á vetur- inn snjóaði, að því er virðist, með meira móti í fjöll, einkum er leið að vori og tók seint upp. Mikið leysti á jökli í annarri viku ágústmánaðar. Um veðráttuna sum- arið 1986 segir Flosi: Hér var sumarið lengst af þurr- viðrasamt og mátti teljast gott. Hitafarið var sæmilega jafnt, sjaldan þó veruleg hlýindi nema í síðari hluta júnímánaðar. Breiðamerkurjökull E. Steinn Pórhallsson tekur fram á mælingaskýrslunni: Æði spöl frá jökuljaðri hefur jök- ullinn sigið niður og lækkað á allstóru svæði. Vestur- mörk Stemmulóns halda áfram að færast nær Jökulsár- lóni. Við mælistaðinn milli Jökulsár og Stemmu hefur jökullinn gengið fram um 8 metra, en austur við Fellsfjall hefur hann bæði lækkað og hopað. Veðurá kemur undan jökli upp við Fellsfjall eins og á síðastliðnu hausti, en nú nálægt 1 km neðar. Sigurjón Rist. 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.