Jökull


Jökull - 01.12.1990, Side 150

Jökull - 01.12.1990, Side 150
Gögnum hefur ekki verið safnað sérstaklega né markvisst vegna jökulgrunnvatns hérlendis. Ymsar upplýsingar eru þó til, jafnt magnlægar (vatnabúskap- ur jökla, linda og fallvatna) sem eðlislægar (vatnshiti og efnainnihald í vatni, vatnajarðfræðilegar aðstæð- ur). Þessar upplýsingar hafa stóraukist hin síðari ár, jafnt að magni sem gæðum. Svo gloppóttar sem þær þó eru enn, þá sýnir greining sú og túlkun á þeim, sem gerð er hér í greininni, að þær nægja í fjölmörgum tilfellum til að skýra eitt og annað um tilvist og rennsli jökulgrunnvatnsins. Markvissar rannsóknir og gagna- söfnun í þessum efnum myndu með tiltölulega lítilli fyrirhöfn geta stóraukið þekkingu okkar á grunnvatns- streymi frá jöklum landsins. Beinar upplýsingar um vatnabúskap jökulgrunn- vatnsins eru einungis mælingar á rennsli fallvatna og linda og á úrkomu á veðurathugunarstöðum. Aðr- ar magnlægar upplýsingar verður að áætla á einn eða annan hátt, eða reikna út frá öðrum stærðum. Skekkju- valdar eru því verulegir til staðar. Ur þessu má bæta nokkuð með eðlislægu þáttunum. Vatnajarðfræðin getur bent eindregið á ákveðna veita, sem grunnvatnið verði að mestu að fylgja. Hiti og efnainnihald getabent til ákveðins uppruna, sem aftur getur bent til ákveðins upprunastaðar. Sýnd eru í greininni ný kort af dreifingu nokkurra helstu efnaþátta í grunnvatni á landinu. Þau byggjast á rúmlega 300 völdum grunnvatnssýnum og söfnun- arröðum á úrkomu á nokkrum stöðum á landinu. Haf- ræns þáttar í úrkomu gætir í efnainnihaldinu. Leiðrétta má fyrir hann vegna fylgni flestra efnaþáttanna við klóríð, sem er fyrst og fremst af hafrænum uppruna í grunnvatninu. Þannig leiðréttir sýna efnaþættir þessir glöggt samband við vatnajarðfræðilegar aðstæður, svo sem landslegu, hæð yfir sjó, bergmyndanir, áhrif jarð- hita og loks áhrif jökulvatns. Jökulgrunnvatnið lýsir sér einkum í lágum vatnshita og litlu efnainnihaldi, einkum hvað varðar steinefni, uppleyst úr bergi. Með samræmdri túlkun hinna mismunandi gagna má greina jökulgrunnvatn, rekja það og reikna í ýms- um grunnvatnskerfum, tengdum jöklum. Svo er að sjá, sem jökulgrunnvatn geti verið meginþáttur í grunn- um veitum (”aquiferum“) nærri yfirborði, svo nemur fleiri km frá jöklinum. Irennsli í leka veitana þynn- ir jökulvatnið þó á leið þess, þegar skjóli jöklanna sleppir. Á sprungureinum virðist mega kenna jök- ulgrunnvatnið allt að nokkrum tugum kílómetra frá jökulrönd. Sem veitar eru sprungureinamar lokaðri (meira ”confined“) en t.d. víðáttumiklar hraunabreið- ur á yfirborði. Þær eru einnig misleitnar (”anisotrop“) og dregur það enn úr blöndun jökulvatnsins í þeim við annað vatn. Osannað mál er svo, hvort af þessu megi draga þá ályktun, að grunnvatn geti runnið lítið blandað svo nemi hundruðum km leið í enn dýpri og enn misleitnari veitum, svo sem þeim er vænta má í jarðhitakerfum. Á grundvelli framangreindra athugana hefur ver- ið reynt að meta, hversu mikið grunnvatn rennur frá jöklum landsins. Slíktmat er að vonum ónákvæmt, en þó athyglisvert. Undan Langjökli er hér talið að renni 50-80 m3/s, eða sem svarar til 1.500-2.500 mm/ári í úrkomu. Undan Hofsjökli komi hins vegar vegar aðeins um 10 m3/s, þó jöklar þessir séu ámóta stórir og afrennsli á flatareiningu á grunnvatnssviði þeirra beggja sé svipuð. Mismunur í lekt berggrunnsins er talinn vera skýringin á þessu. Undan norðanverðum Mýrdalsjökli er hér talið að renni e.t.v. 20-30 m3/s. Meiri hluta þessa vatns er sennilega veitt undan jöklin- um eftir Eldgjársprungunni. Undan norðvestanverð- um Vatnajökli (grunnvatnssvið Tungnaár og Jökulsár á Fjöllum) er talið að komi 50-100 m3/s, enda hvílir sá hluti á lekum jarðmyndunum. Þýðing þessa leka bergs sést á því, að af grunnvatnssviði Jökulsár á Fjöllum við jökul renna a.m.k. 50 m3/s, en af sambærilegu grunn- vatnssviði Jökulsár á Dal e.t.v. aðeins 5-10 m3/s. Hér er jafnan tekið mið af rennsli í meiri háttar lindum og áætluðum lindaþætti fallvatna. Er þá ótalið jök- ulgrunnvatn, sem hugsanlega rennur dýpra í jörðu út úr grunnvatnskerfunum hið næsta jöklunum. Eins er ótalið vatn undan öðrum hlutum stóru jöklanna (mik- ill hluti Vatnajökuls, sunnanverður Mýrdalsjökull), en hér hefur verið lýst, þó jarðlög séu þar víða þéttari undir. I heild virðist ekki ósanngjamt að reikna með 200-300 m3/s af jökulrænu grunnvatni undan jöklum landsins. 146 JÖKULL, No. 40, 1990
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.