Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Qupperneq 39

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Qupperneq 39
____________________________________37. Sigurbjörg Björgvinsdóttir forstöðumaður SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR Við fæðingu erum við mannanna börn harla ósjálfbjarga og án aðstoðar gætum við ekki lifað og þroskast til þess sem kalla má fullvita einstakling. Fyrstu æviárin er þroskinn mjög ör. Það er t.d. mikill sjáanlegur þroska- munur á tveggja mánaða barni og á barni sem er 5 mánaða. Hins vegar er ekki mikill sjáanlegur munur á þroska einstaklings sem er 45 ára og annars sem er 50 ára svo dæmi sé tekið. Hreyfiþroskinn færist niður eftir lík- amanum og þegar barnið er á öðru árinu gengur það gjarnan á tánum en þeirri athöfn er ætlað að styrkja síð- ustu vöðva og liðamót á leiðinni niður eftir líkamanum. Dapurleg lífssýn A mínum uppvaxtarárum var sú sýn sem við mér blasti um lífshlaupið að fram til 25 ára aldurs var einstakling- urinn að auka við þekkingu sina og þrótt. Þeim fróðleik sem honum hafði tekist að troða inn fram að þeim tíma hélt hann gjarnan fram til fertugs en þá fór að halla undan fæti. Eftir að fólk hafði náð þeim aldri var ekki talið ráðlegt að reyna að læra neitt nýtt og sá mátti þakka fyrir sem "hélt sínu" eins og gjarnan var sagt. En síðan ég fimmtug manneskjan var á uppvaxtarárum hefur mikið vatn runnið til sjávar og þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi, má líkja við stökkbreytingar. Það eru fáir í dag sem aðhyllast þá skoðun að einstaklingur sem kominn er yfir miðjan aldur geti ekki lært, hafi hann getað það þegar hann var yngri. Hins vegar eru margir sammála því að þessi sami einstaklingur þurfi ef til vill aðeins lengri tíma og hafi hann ekki verið í námi í langan tíma þarf hann að tileinka sér breyttar aðstæður t.d. kennsluaðferðir. Hann þarf að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Félags- og tómstundastarf eldri borgara í Kópavogi Kópavogur hefur löngum verið það sveitarfélag landsins sem menn hafa talið fysilegan stað til að eyða efri árunum og þar hefur orðið gífurleg fjölgun í þeim hópi sem við köllum í daglegu tali ellilífeyrisþega. I Gjábakka sem er félagsheimili eldri borgara í Kópavogi hefur þessi lífssýn verið afsönnuð. Þetta nýja félags-

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.