Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 12
10 mars 1993. Þeir iðjuþjálfar sem mest vinna með þennan hóp vistmanna beina nú meðferðinni meira markvisst að því sem skjólstæðingnum finnst mikilvægast. Nýjar aðferðir hafa verið þróaðar sem gera fólki kleift að skoða líf sitt í nýju samhengi og setja sér markmið. Vinna þessara sömu iðju- þjálfa í tengslum við íðorðaþróun IÍ hefur einnig skilað sér í markvissari flokkun og skilgreiningum á þeim þáttum sem unnið er með. Rík áhersla er nú lögð á greiningu frá sjónarhóli iðjuþjálfunar í upphafi meðferðar. Skjólstæðingurinn hefur rétt til að setja fram óskir um með hvað er unnið í iðjuþjálfun og góð greining gerð í samvinnu við hann, hjálpar honum til að sjá vandamál sín í nýju ljósi og til að átta sig á hvað er mikilvægast fyrir hann að breyta. Að greiningu og markmiðssetningu lok- inni gera vistmaður og iðjuþjálfi með sér samning um framhaldið og setja upp dagskrá fyrir iðjuþjálfun. Þar er nauðsynlegt að taka tillit til annarra atriða á dagskrá vistmannsins (heilsu- þjálfun, sjúkraþjálfun o.fl.) og hvaða meðferðarþörfum er mætt annars staðar. Meðferðin í iðjuþjálfun er bæði í formi einstaklingsmeðferðar og hópa. Slökunarnámskeið standa yfir í tvær vikur og bak-/verkjaskóli hefst á þriggja vikna fresti. Þetta eru lokaðir hópar sem oft nýtast vel þeim sem eru að glíma við sálræna erfiðleika. Þeim vistmönnum sem hafa þörf fyrir sjálf- styrkingu og félagslega þjálfun hafa iðjuþjálfar reynt að safna saman í opinn hóp þar sem hver og einn vinn- ur með sitt eigið verkefni. Þar gefst um leið tækifæri til að kanna áhuga- svið sitt með tómstundir í huga og að upplifa þá slökun og næringu sem tómstundaiðja veitir. Þungamiðjan í iðjuþjálfun þessara vistmanna er þó alltaf í einstaklingameðferðinni. í einstaklingatímunum, sem oft eru í formi viðtala, er unnið úr því sem gerist í hópunum og lagðar línur um hvernig eigi að halda áfram. Kennsla í slökun og aðferðir til streitustjórnun- ar fer líka oft fram í einstaklings- meðferð því ekki ráða allir við að vera í stórum hóp. Fundir og skvrslugerð: A Reykjalundi er nú starfandi öflugt geðteymi. Dvöl vistmanna með geð- ræn vandamál er mestmegnis bundin við tvær deildir og auðveldar það alla teymisvinnu. Geðvinna hefur löngum verið þekkt fyrir mikið og strangt fundahald og er Reykjalundur þar engin undantekning. Auk funda um skjólstæðinga er reynt að halda uppi einhverri fræðslu og gæðaþróun í teyminu. Algengt er einnig að nokkrir aðilar úr teyminu fundi með skjól- stæðingnum þegar marka á framtíðar- stefnu eða ef sérstaks aðhalds er þörf. Fundir eru einnig haldnir með aðilum utan stofnunar, s.s. aðstandendum, starfsfólki svæðisstjórnar eða öðrum er tengjast framtíð viðkomandi vist- manns. Auk þessara tjáskipta í kring- um meðferð skjólstæðingsins leggja iðjuþjálfar mikla áherslu á skýrslugerð

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.