Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 30

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 30
Ingibjörg Pétursdóttir, iðjuþjálfi 28 "HJÁLPIÐ OKKUR NÚ" Fyrirlestur og umQöIlun um nýútkomna bók eftir Inger Mosbæk Greve iðjuþjálfa í Danmörku Þann 16. ágúst sl. var haldinn fræðslu- fundur á vegum Iðjuþjálfafélags Is- lands. Gestir fundarins voru Inger Mosbæk Greve iðjuþjálfi frá Dan- mörku og landi hennar Torben Dorph-Petersen. Inger er þekkt í heimalandi sínu fyrir störf sín sem geðiðjuþjálfi en þar hefur hún barist mjög fyrir velferð og réttindum geð- sjúkra. Inger hefur starfað á geðsviði síðan hún útskrifaðist frá Iðjuþjálfa- skólanum í Árósum fyrir 18 árum. Hún hefur komið víða við, byrjaði að vinna á stóru hefðbundnu geðsjúkra- húsi en hefur síðan unnið á minni stöðum "úti á meðal fólksins", nú síðast á vernduðum vinnustað í Skan- derborg á Jótlandi. Inger hefur verið mjög virk og unnið að hagsmunum geðsjúkra á ýmsan hátt, m.a. var hún einn af frumkvöðl- um að stofnun "Galebevægelsen" sem eru hagsmunasamtök geðfatlaðra og margir hafa heyrt um. Innan Gale- bevægelsen fór fram mikil kynning á geðsjúkdómum og þeim aðstæðum sem geðsjúklingar búa við. Hópur innan hreyfingarinnar ferðaðist vítt og breitt um Danmörku með kynningar- efni í máli og myndum. Tilgangurinn var að minnka þá fordóma sem geð- sjúkir þurfa að þola frá meðborgurum sínum. Enn berjast Inger og félagar gegn fordómum og vanþekkingu, því á verndaða vinnustaðnum þar sem hún starfar nú er hópur sem ferðast um landið í þeim tilgangi. Undanfarin 5 ár hefur Inger verið "fósturmóðir" Dorphs sem var með henni á fræðslufundinum. Hann býr hjá henni í "fjölskyldu-fóstri- /stuðningi", "Familiepleje" eins og sagt er á dönsku, en auðvitað höfum við ekki gott orð yfir þetta meðferðar- úrræði þar sem það þekkist ekki hér á landi. Dorph er ungur maður sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða síðan hann var barn. Þegar hann komst á unglingsár fékk hann sjúkdómsgrein- inguna geðklofi. Hann hefur ótal sinnum verið innlagður á geðdeildir víðs vegar um Danmörku. Inger og Dorph eru bæði litríkar persónur sem kunna frá mörgu að segja. A fræðslufundinum sagði Inger

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.