Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 15
Anna Guðrún Arnardóttir iðjuþjálfi Anna Valdemarsdóttir iðjuþjálfi 13 SÉNTILM ANN ANÁM SKEIÐ Á GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Við hérna á geðdeildinni höfum svo mikla þörf fyrir að tjá okkur í blaðið okkar að við ákváðum að segja ykkur frá námskeiði sem við héldum fyrir rúmu ári síðan. A þessum tíma voru hjá okkur nokkrir ungir menn sem voru á svipuðu róli í sambandi við sín veikindi og stöðu, og sniðum við þetta námskeið að þeirra þörfum. Við biðjum ykkur að dæma okkur ekki hart ef ykkur finnst orða- lagið hér á eftir hljóma fordómafullt, kreddukennt eða hrokafullt. Það hefur allt sínar skýringar sem við förum ekki nánar út í hér. Samkvæmt vinnupappírunum var markmið hópsins: - Að gera einstaklinga í markhópn- um að betri mannsefnum eða gera þá hæfari til að takast á við líf sitt sem piparsveinar. - Að upplifa ánægju og samkennd í hóp. Markhópurinn var: - Karlmenn á aldrinum 22-46 ára - Einhleypir - Ekki inniliggjandi á móttökudeild - Hafa verið/eru í tengslum við iðju- þjálfun geðdeild Landspítalans. - Búa einir eða hjá foreldrum - Hafa ótvíræðan áhuga fyrir þessu viðfangsefni - Þægilegir í samskiptum - Eiga í erfiðleikum með frítímann og að mynda tengsl utan stofnunar - Sjúkdómsferli komið á það stig að sjúkdómseinkenni þeirra eru ekki lengur það sem háir þeim mest heldur afleiðingar þess að hafa orðið veikur. Atriði sem m.a. voru tekin fyrir: - Festa tölur (verklegar æfingar) - Strauja skyrtu (verklegar æfingar) - Pússa skó (verklegar æfingar) - Borðsiðir (bóklegt, verklegt og leikin atriði) - Að umgangast kvenfólk (video- æfingar og umræður) - Hreinlæti og hollusta (umræður og video) - Rakstur og snyrtivörur (umræður og video) - Ahrif lyktar á kvenfólk (video) - Að bjóða dömu út (umræður og verklegar æfingar)

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.