Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 12
ára reynsla, M = 2.0, meir en 12 ára reynsla, F = 4.53, p = .014) og lögðu meiri áherslu en hinir tveir hóparnir á greiningarhæfni (M = 4.4, 0-5 ára reynsla, M = 4.4, 6-11 ára reynsla, M = 4.8, meira en 12 ára reynsla). Miðhópurinn skar sig úr varðandi áherslu á persónurækt í iðjuþjálfunar- náminu og lagði ekki eins mikla áherslu á þann þátt og hinir hóparnir tveir (M = 4.2, 0 - 5 ára reynsla, M = 3.8, 6 -11 ára reynsla, M = 4.3, meira en 12 ára reynsla, F = 3.44, p = .032). Hópurinn með minnstu starfsreynsluna skar sig úr varðandi mikilvægi fyrir þróun stétt- arinnar „óhrekjandi staðhæfingar um tengsl iðju og heilbrigðis" (M = 1.1, 0-5 ára reynsla, M = 2.5, 6-11 ára reynsla, M = 2.5, meira en 12 ára reynsla, F = 3.64, p = .032), fannst þetta atriði ekki nándar nærri eins mikilvægt og hinum tveimur hópunum. Þegar útskriftarland var skoðað var tölfræðilegur munur á eftirfarandi: Þeim iðjuþjálfun sem útskrifast höfðu frá Bandaríkjunum og Kanada fannst að grunnnám þeirra hefði undirbúið þá betur í grunnhugtökum vísinda (M = 2.5, Norðurlönd, M = 4.0, USA/Kan., M = 2.2, önnur lönd, F = 2.76, p = .001), iðjuþjálfunarhugmyndafræði (M = 3.3, Norðurlönd, M = 4.5, USA/Kan., M = 3.0, önnur lönd, F = 2.77, p = .018) og stjórnun (M = 2.2, Norðurlönd, M = 3.7, USA/Kan., M = 2.0, önnur lönd, F = 2.77, p = .001) miðað við þá sem útskrif- uðust frá hinum löndunum. Þeir sem útskrifuðust frá öðrum löndum en Norðurlöndum og Bandaríkjunum og Kanada skáru sig aðeins tölfræðilega út á einni breytu og það var varðandi breytingar í faginu. Þá lögðu þeir mesta áherslu á Aþreifanlegar sannanir á áhrifum iðjuþjálfunar" (M = 4.1, Norð- urlönd, M = 4.0, USA/Kan., M = 5.0, önnur lönd, F = 2.76, p = .027). Samantekt Ef niðurstöður eru einfaldaðar má segja að dæmigerður iðjuþjálfi, ung gift kona sem er tveggja barna móðir, með 11 ára starfsreynslu, hafi lokið námi í Dan- mörku á árunum 1981 til 1990 og sé með lægri heildartekjur en maki. Að hennar mati þótti henni grunnnámið í iðjuþjálfun undirbúa sig og hvetja best varðandi persónulegan þroska og iðju- þjálfatækni. Hún hefur unnið á ýmsum sviðum innan heilbrigðisgeirans og vinnur í 80% starfi með öðrum iðju- þjálfum á sjúkrahúsi eða á endurhæf- ingarstöð. Skjólstæðingar hennar eru fullorðið fólk með fjölþætt vandamál en líkamleg einkenni eru í forgrunni. Hún leggur áherslu á fræðilega menntun og velur greiningarhæfni og hugmynd- fræðilega þekkingu sem aðaláherslur í iðjuþjálfunarnáminu. Mikilvægast fyrir þróun fagsins eru að hennar mati kenn- ingar sem skýra iðjuþörf mansins og að fræðiþekking iðjuþjálfa verði sértæk. Samkvæmt þessu eru íslenskir iðjuþjálf- ar í takt við þær breytingar sem átt hafa sér stað í faginu svo sem áhersla á frek- ari fræðikunnáttu, sértæka fræðiþekk- ingu og rannsóknir. Ganga má út frá því að fræðsluátak það sem fræðslu- nefnd og skólanefnd IÞÍ stóðu fyrir vegna námsbrautarinnar eigi þar stóran þátt. Aherslur í iðjuþjálfunarnámi hafa einnig breyst og meiri áhersla er nú lögð á grunnhugtök vísinda, faglega rökleiðslu og rannsóknir. Enda sýndi það sig í niðurstöðunum að þeir iðju- þjálfar sem höfðu minnsta starfsreynslu töldu sig betur undirbúna varðandi þetta atriði, en þeir sem meiri starfs- reynslu höfðu. I þessari rannsókn var farið yfir vítt svið og engin atriði skoðuð niður í kjöl- inn. Hér hefur verið safnað upplýsing- um um lýðeinkenni stéttarinnar árið 1998 og hægt er að fylgjast með hvort einhverjar breytingar verði þar á í fram- tíðinni. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu því að vera hvati fyrir rannsakend- ur framtíðarinnar til þess að skoða ein- stök atriði frekar. Dæmi um þær rann- sóknarspurningar sem leita þyrfti svara við eru: Verða gerðar fleiri rannsóknir innan iðjuþjálfunar? Mun íslenska nám- ið undirbúa nemendur sína betur til að stunda rannsóknir, gera þá færari í fag- legri rökleiðslu eða öðlast þeir betri þekkingu í hugmyndafræði? Hægt verður að bera þessa rannsókn saman við erlendar rannsóknir af sama toga. Við eigum glæsilega fulltrúa í okkar röðum sem hafa gert ótrúlega hluti í gegnum árin. Stéttin er afar ung enda ekki orðin þrítug. Um fertugt er starfs- ferill manna yfirleitt á toppnum. Hvað ætli verði þá efst á baugi hjá íslenskum iðjuþjálfum? Demographic characterist- ics of Icelandic occupa- tional therapists This survey was intended to reveal an overall view of the demographic characteristics of Icelandic occupa- tional therapists and how they relat- ed to their profession. The survey also intended to reveal possible differences in opinion between ther- apists. The entire population of Icelandic occupational therapists were surveyed. There were 87 ques- tionnaires sent out and 80 (92%) were returned and used for analysis. The results revealed that a typi- cal Icelandic occupational therapists were young married women having two children. They were educated in Denmark with a diploma between the years 1981 - 1990. They had 11 years of work experience, worked with other occupational therapists at hospitals or a rehabilitation centers, worked mainly with adults having physical problems. The attitudes of the Icelandic occupational therapists were gener- ally quite uniform, valuing academic skills over technical skills. T- tests and one-way ANOVAs (p < .05) revealed some significant differences in a number of attitudes by educa- tion level, length of professional experience and country of education. This study will serve as a foundation for future studies on Icelandic occu- pational therapists, and provide ref- erence data for later comparison. Höfundur er iðjuþjálfi MS og starfar sem forstöðumaöur geðdeilda Landspítalans Heimildaskrá Ásmundsdóttir, E. E. (1996a). Meistarinn og nemarnir sjö. Iðjuþjálfinn, 18, 30-34. Ásmundsdóttir, E. E. (1996b). Meistarinn og nemarnir sjö uppgötva Ameríku. Iðjuþjálfinn, 18, 9-14. Ásmundsdóttir, E. E. (1998). Meistararnir sjö. Iðjuþjálfinn, 20, 29-31. Barris, R., & Kielhofner, G. (1985). Generat- 12 IÐJUÞJÁLFINN 2/98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.