Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 15
AðalfumdiAr Iðjuþjálfafélags íslands Aðalfundurinn var haldinn í febrúar s.l. í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku. Á fundinn mættu 44 félagsmenn, en um það bil 100 manns eru í félaginu. Dagskrá var hefð- bundin samkvæmt lögum IÞÍ. Formaður félagsins, Hope Knútsson flutti skýrslu stjórnar og stiklaði á því helsta frá síðasta starfsári. Hún lagði áherslu á það mikla starf sem unnið hefur verió í föstum nefndum og ýms- um starfshópum innan félagsins. Margvíslegar breyt- ingar hafa átt sér stað sem meðal annars gera auknar kröfur til þeirra sem sinna störfum í fagstéttarfélagi eins og IÞÍ. Má þar nefna síðustu kjarasamninga og til- komu námsbrautarinnar. Aðalfundurinn var haldinn í febrúar síðast liðnum í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku. Á fundinn mættu 44 félagsmenn, en um það bil 100 manns eru í fé- laginu. Dagskrá var hefðbundin samkvæmt lögum ÍÞÍ. Formaður félagsins, Hope Knúts- son flutti skýrslu stjórnar og stiklaði á því helsta frá síðasta starfsári. Hún lagði áherslu á það mikla starf sem unnið hefur verið í föstum nefndum og ýmsum starfshópum innan fé- lagsins. Margvíslegar breytingar hafa átt sér stað sem meðal annars gera auknar kröfur til þeirra sem sinna störfum í fagstéttarfélagi eins og IÞÍ. Má þar nefna síðustu kjarasamninga og tilkomu námsbrautarinnar. Grundvallarbreyting Hope kynnti einnig þá tillögu stjórnar um að halda aðalfund annað hvert ár, en markmiðið með þeirri breytingu væri að gefa stjórn og nefndum lengri starfstíma á milli aðalfunda. Á þann hátt væri unnt að nýta kraftana betur og tími gæfist til að sinna brýnum verkefnum. Mikill tími fer ávallt í undirbúning aðalfundar og þá gerist ekki mikið annað hjá stjórninni. Á milli aðalfunda yrði unnið að eflingu innra starfs og félagið gæti til dæmis staðið fyrir þemadegi eða ráðstefnu sem einnig ætti erindi til almennings. Hope lauk orðum sínum með því að þakka samstarfið í gegnum árin, en hún lætur nú af störfum sem formaður IÞÍ eftir að hafa gegnt því embætti í 22 ár eða frá stofnun félagsins. Fundarmenn þökkuðu frá- farandi formanni með dúndrandi lófataki og risu úr sætum í virðingarskyni. Reikningar yf- irfarnir af skoðunarmönnum voru lagðir fram af gjaldkera og samþykktir. Því næst voru skýrslur fastra nefnda á dagskrá og þar á eftir var kosið í stjórn og nefndir. Það tókst að manna allar nefndir félagsins. Lagabreytinga- tillögur voru bornar upp til atkvæða í heild sinni og samþykktar með 38 atkvæðum, eng- inn greiddi atkvæði gegn tillögunum. Sú megin breyting var gerð að hér eftir verður aðalfundur IÞI haldinn annað hvert ár í stað árlega. Opnun heimasíðu Að loknum hefðbundnum dagskrárliðum var sjónum beint að öðrum málum. Stjórnin hafði unnið að hönnun vefsíðu um félagið og hafði Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir veg og vanda að því verki. Heimasíðan var opnuð formlega með lúðrablæstri fráfarandi formanns sem einnig klippti á borða af þessu tilefni. Guðrún Kristín mun gegna hlutverki heimasíðuvarðar í náinni framtíð og ljóst að þessi upplýsinga- leið býður upp á ýmsa möguleika til þess að kynna fagið meðal almennings. Guðrún Pálmadóttir brautarstjóri Iðjuþjálfunarbrautar Hope Knútsson fráfarandi formanni færður þakklætisvottur fyrir vel unnin störf síðustu 22 árin IÐJUÞJÁLFINN 1/99 15

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.