Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 33

Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 33
LISTASAFN ÍSLANDS lenska konu, búsetta í Svíþjóð til að handleiða okkur nokkrum sinnum á ári. Hún heitir Kristín Gústafsdóttir og er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur að mennt. Hér eru fáir starfsmenn sem sinna fjölmörgum verkefnum, þar á meðal viðtalsvinnu, fræðslu, námskeið- Kolbrún Ragnarsdóttir, iðjuþjálfi um og handleiðslu. Vikulegir fundir eru haldnir þar sem við ræðum og ráðleggj- um hvort öðru, til að mynda flóknari mál. Það þarf alltaf að vega og meta öll mál á faglegan hátt og þá er dýrmætt að eiga samstarfmenn til að ráðfæra sig við. Þegar maður er sjálfur verkfærið" í starfinu er nauðsynlegt að geta hlúð að sjálfum sér, segir Kolbrún. Fjölskylduvinna á heilbrigðisstofnunum Að mati Kolbrúnar er fjölskylduvinna ekki hátt skrifuð innan heilbrigðisstofn- anna hér á landi og iðjuþjálfar mættu gjarnan sinna slíkri vinnu í meira mæli. -Ég tel mikilvægt að tala við og fræða aðstandendur. Aðstæður sjúklinga sem eru í endurhæfingu hafa oft breyst, ým- ist tímabundið eða varanlega. Bæði þeir og fjölskyldan ganga í gegnum langt ferli sem meðal annars einkennist af sorg og missi á eigin heilsu. Aðstand- endur þurfa fræðslu um afleiðingar við- komandi sjúkdóms og útskýringar á því af hverju sá sem um ræðir er öðruvísi nú en áður. Þessi skilningur gefur möguleika á öðru samspili innan fjöl- skyldunnar. Endurhæfing krefst þess oft að fólk breyti um lífstíl. Sú breyting verður auðveldari ef stuðningur fjöl- skyldunnar er fyrir hendi, segir Kol- brún. Breiðari starfsvettvangur Að mati Kolbrúnar hafa iðjuþjálfar möguleika á að starfa á víðari grund- velli, má þar nefna streitustjórnun, vinnuvistfræði og fleira þess háttar. -Iðjuþjálfar eiga erindi í ótal margt sem þeir eru ekki að fást við í dag, en hafa tilhneigingu til að velja hefðbund- inn starfsvettvang. Með tilkomu náms- brautarinnar við Háskólann á Akureyri eru kannski breytingar í vændum, þannig að þegar fjölgar í greininni verði starfsvettvangur stéttarinnar hugsan- lega breiðari. Það voru bæði kostir og gallar við iðjuþjálfunarnámið, að minnsta kosti eins og það var í Dan- mörku þegar ég var við nám. Það var meira á breiddina en dýptina. Fyrir vik- ið gátu iðjuþjálfar valið bókstaflega allt, en þurftu að sérhæfa sig þegar þeir komu út á vinnumarkaðinn, segir Kol- brún að lokum. SH/GKE Öskjuhlíðarskóli sem er sérskóli fyrir þroskaheft og fjölfötluó börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára (l.-lO.bekkur) óskar aö ráöa iójuþjálfa til starfa frá upphafi næsta skólaárs (1. september). Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 568-9740. IÐJUÞJÁLFINN 1/99 33

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.