Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Qupperneq 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Qupperneq 45
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 41 Árangur hugrænnar atferlismeðferðar Rósa María Guðmundsdóttir og Sylvia Ingibergsdóttir á Reykjalundi kynntu báðar rannsóknir unnar úr gögnum stærri rann sóknar. Um er að ræða rann sókn þar sem borin voru saman mis munandi með­ ferðarform hugrænnar atferlismeðferðar fyrir sjúklinga með langvinnt þunglyndi sem svara illa meðferð. Í rannsókn Rósu Maríu, sem erindi hennar byggðist á, gerði hún mat á árangri hugrænnar atferlismeðferðar á vonleysi sem er algengt einkenni þunglyndis. Í rannsóknargögnum kemur fram að vonleysi meðal legusjúklinga á geðsviði Reykjalundar er hátt í samanburði við aðrar rannsóknir og að töluverður hluti sjúklingahópsins geti því verið í sjálfsvígshættu. Rúmlega 70% þátttakenda voru með miðlungi mikið eða alvarlegt vonleysi. Barnleysi, stutt skólaganga, ungur aldur og fjölþætt geðræn vandamál eru áhættuþættir. Í ljós kom að einstaklingsbundin atferlis­ meðferð skilaði marktækt betri árangri en einungis hefðbundin endurhæfing. Það má því reikna með að einstaklingsmeðferð ásamt fjölbreyttri endurhæfingu sé áhrifarík meðferð til að draga úr vonleysi meðal sjúklinga með langvinnt þunglyndi. Hugræn atferlismeðferð í hópi virðist ekki vera eins áhrifarík. Markmið rannsóknar Sylviu Ingibergs­ dóttur var að skoða árangur meðferðar við þunglyndi eftir því hver meðferðaraðilinn er. Unnið var úr gögnum þess hóps sem fékk einstaklingsmeðferð. Með ferðar aðilar voru í þverfaglegum hópi geðteymis Reykjalundar en í því eru læknir, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur, iðjuþjálfar og félagsráðgjafi. Allir höfðu fengið eins og hálfs árs þjálfun í hugrænni atferlismeðferð undir hand­ leiðslu geð læknis. Allir sjúklingarnir voru inniliggjandi á geðsviði Reykjalundar og fengu einstaklings bundna þjálfun, fræðslu, ráðgjöf og stuðning eftir þörfum, auk hugrænu atferlismeðferðarinnar. Sex hjúkrunar fræðingar veittu 66% þessara sjúklinga hugræna atferlismeðferð en hin 34% fengu meðferð hjá fimm öðrum fagaðilum. Meðferðaraðilar fylgdu sam­ eiginlegri handbók við meðferðina, sem var veitt í 12 skipti á 6 vikna tímabili. Líðan sjúklinga var mæld á stöðluðum kvörðum í upphafi og við lok meðferðar með tilliti til þunglyndis, kvíða, vonleysis og ósjálfráðra neikvæðra hugsana. Í erindi Sylviu kom fram að bati eftir einstaklingsmeðferð var marktækur á öllum kvörðum við lok meðferðar, en ekki var marktækur munur á milli meðferðaraðila. Ályktað er að einstaklingsmeðferð veitt af hjúkrunarfræðingum með þjálfun í þeirri meðferð sé jafn árangursrík og hjá öðrum fagaðilum og líta megi á hjúkrunarfræðinga sem meðferðaraðila til jafns við aðra fagaðila í geðteymi. Sylvia ályktaði einnig að heilbrigðisstofnanir, sem fást við meðferð sjúklinga með alvarlegt þunglyndi, ættu að nýta starfskrafta hjúkrunarfræðinga til að veita einstaklingsbundna atferlismeðferð í ríkara mæli en tíðkast hefur hérlendis. Fyrir utan ráðstefnuhótelið.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.