Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Síða 49

Tölvumál - 01.11.2009, Síða 49
T Ö L V U M Á L | 4 9 hugmyndina væri ekki til fyrir, ætti maður að hafa áhyggjur. Sömuleiðis ef hann væri of stór. Best væri að markaðurinn væri hæfilega lítill. Viðfangsefnið þarf að uppfylla þrjú skilyrði. Það þarf að vera eitthvað sem maður gerir betur en aðrir, maður hefur gaman af, og nógu margir vilja borga nógu mikið fyrir. Mistökin Margir hugbúnaðarmenn geta grúskað en geta þeir haldið mörgum boltum á lofti í einu: hellt upp á kaffi, heillað viðskiptavini, gert bissnessplön og haldið bókhald? Frumkvöðlar þurfa að vera þúsundþjalasmiðir. Mér skilst að margir góðir forritarar hafi hætt hjá Microsoft til að stofna eigið fyrirtæki en komist svo að raun um hversu margir hlutir þurftu að gerast bak við tjöldin til að þeir gætu verið „í flæðinu“ við að forrita. Svo er spurning hvernig maður fjármagnar sig. Borgar sig að vaxa hratt, taka stór lán og vinna mikla markaðshlutdeild eins og Amazon eða vaxa bara hægt? Margir hlutir þurfa tíma, sama hversu miklum peningum er dælt inn í fyrirtækið. Ef maður trúir á hugmyndina, á þá ekki bara að láta allar klakstöðvar og fjárfesta vera? Fjárfestarnir vilja eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Ef þú veist að hugmyndin er góð, ættir þú kannski ekki að halda henni útaf fyrir þig og lifa frekar sparlega meðan þú kemur fyrirtækinu af stað? Fyrirtækið gæti klúðrast. Frumkvöðull gæti þurft að sætta sig við að fara á hausinn nokkrum sinnum. Það var stærsta ástæða mín fyrir að leggja aldrei af stað, óttinn við mistök. Helst þarf að hafa plan B, þar sem maður lærir af mistökunum en kemst á lappir aftur, án þess að makinn yfirgefi mann og húsið sé selt ofan af fjölskyldunni. Ég get huggað mig við að hafa stofnað eitt sprotafyrirtæki sem hefur gengið skammlaust -- það er fjölskyldan. Kannski hefði átt að fá sérstaka kennitölu fyrir hana? 4 9 | T Ö L V U M Á L Það leið langur tími þar til einhverjum datt í hug not fyrir leysigeisla Mikið er ég feginn að góðærið er búið! Frumkvöðull gæti þurft að sætta sig við að fara á hausinn nokkrum sinnum

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.