Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 60

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 60
6 0 | T Ö L V U M Á L er loftneti geimfarsins einfaldlega beint að jörðu og beðið eftir frekari skipunum. Þetta skipulag virkar ágætlega fyrir geimferðir eins og Cassini, þar sem mikill hluti ferðarinnar er fyrirfram skipulagður, það er lítil hætta á að geimfarið fari sér að voða, og vísindamenn hafa yfirleitt 3­4 vikur til að koma sér saman um hvað eigi að gera næsta mánuðinn. En hvað gerist þegar geimfarið er í breytilegra umhverfi, aðeins er hægt að horfa einn dag fram á við í einu, og vísindamönnum er gert að ákveða hvað gera skuli á tveimur klukkutímum? Þetta var einmitt tilfellið í Mars Exploration Rover (MER) ferðinni. Til viðbótar var svo ekki reiknað með að jepparnir entust í meira en 3­6 mánuði, og það var því mikið sem þurfti að gera rétt og vel á skömmum tíma. Að lokum má benda á að lítið var vitað fyrirfram um hvernig jepparnir myndu reynast og hvað vísindamenn myndu vilja láta þá gera þegar til Mars væri komið. Aðstoð við stjórn geimferða frá jörðu niðri Þegar fyrir lá hversu erfitt yrði að taka ákvarðanir og setja saman daglegar áætlanir fyrir MER jeppana, var farið að skoða hvað hægt væri að gera til að hjálpa til með stjórn könnuðanna frá jörðu niðri. Höfundur greinarinnar og nokkrir samstarfsfélagar voru því fengnir til að þróa gervigreindarhugbúnað til að hjálpa til við stjórn MER jeppanna. Almennt séð er stjórn geimfara frá jörðu niðri klassískt dæmi um áætlanagerð og ákvarðanatöku. Spurning er “einfaldlega” hversu mikið og hvað megi láta geimfarið gera, þó þannig að öllum reglum sé fylgt og áhætta lágmörkuð. En málið er flóknara en það. Skilyrðin, reglurnar og upplýsingarnar um hegðun geimfarsins eru ekki auðveldlega skilgreind fyrirfram og eru þar að auki breytileg. Stjórnendur vilja ennfremur hafa lokaorðið um öryggi og ákvarðanir, en þó fá hjálp við ákvarðanirnar. Málamiðlunin er gagnvirk áætlanagerð (e. mixed­initiative planning). Í gagnvirkri áætlanagerð vinna gervigreindarforrit og mennskir notendur saman að því að komast að niðurstöðu um áætlun eða aðra tegund ákvarðanna. Fyrir gervigreindina er þetta að sumu leyti erfiðara vandamál en að fá að taka ákvarðanir án afskipta mennskra notenda. En heildarniðurstaðan er betri en gervigreind eða mennsk greind gætu hvort í sínu lagi, að minnsta kosti enn sem komið er. Í MER ferðinni var áætlað að notkun gagnvirka gervigreindarforritsins hefði aukið afköst jeppanna um 15 til 30 prósent á fyrstu þremur mánuðum ferðarinnar. Sjálfvirk stjórn um borð í geimförum Þó svo að hjálp fáist við stjórn geimfara frá jörðu niðri, er samt sem áður mjög dýrt og tímafrekt að mannlegir stjórnendur taki allar ákvarðanir fyrir geimfar sem er í margra milljón kílómetra fjarlægð. Í dag þarf dýr samskiptatæki og marga tugi sérfræðinga til að stýra geimfari á þann hátt Það fer einnig að koma að því að geimför verði send á staði og í aðstæður þar sem hreinlega er ekki hægt að fá ákvarðanir frá Jörðunni. Það er því mikil gróska í þróun stjórnkerfa sem geta stýrt geimförum og könnuðum sjálfvirkt að miklu eða öllu leyti. Þetta er hins vegar mikið og flókið verkefni, enda þarf slíkt geimfar að geta skynjað umhverfið og breytingar, tekið ákvarðanir, framkvæmt þær og svo brugðist hratt og rétt við ef eitthvað kemur upp á. Þetta reynir því á ákvarðanatöku, áætlanagerð, skynjun, og margt fleira. Hvað er framundan? Gervigreindaraðferðir hafa varanlega haslað sér völl í því hlutverki að aðstoða stjórnendur geimferða. Gagnvirk ákvarðanatökukerfi verða notuð fyrir bæði Phoenix geimfarið sem nýlega lenti á Mars og Mars Science Laboratory könnuðinn sem sendur verður til Mars árið 2009. Enn fremur er verið að skoða verkefni fyrir slíka tækni í mönnuðum geimferðum, bæði fyrir alþjóðlegu geimstöðina og fyrirhugaðar ferðir til tunglsins. Sjálfvirk stjórnun geimfara er ennþá að mestu leyti á tilraunastigi, en það er aðeins tímaspursmál um hvenær verði sent af stað geimfar sem getur tekið ákvarðanir um aðgerðir án aðstoðar frá Jörðu. Í bígerð eru meira að segja ómannaðar ferðir til ytri plánetanna sem ekki verður hægt að hrinda í framkvæmd án gervigreindar. Ber þar hæst áform um að lenda könnuði á yfirborði Evrópu, tungls Júpíters, sem mun svo bora sig í gegnum íslagið sem hylur tunglið. Nýlegar rannsóknir hafa nefnilega sýnt að líklegt sé að fljótandi vatn leynist undir þykkri íshellu Evrópu og því mögulegt að líf finnist þar. En þó að þessar gervigreindaraðferðir séu nú að komast í almennari notkun við stjórn geimferða þá er langt því frá að öll tæknileg vandamál við gervigreind séu leyst og því nóg verkefni fyrir áhugasama rannsakendur hjá Háskólanum í Reykjavík, á Íslandi og um heim allan. Í gagnvirkri áætlanagerð vinna gervigreindarforrit og mennskir notendur saman að því að komast að niðurstöðu um áætlun eða aðra tegund ákvarðanna Það er aðeins tímaspursmál um hvenær verði sent af stað geimfar sem getur tekið ákvarðanir um aðgerðir án aðstoðar frá Jörðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.