Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 12

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 12
Gauti Kristmannsson Þýðandi þjóðarinnar Sælir eru fátækir því þeir geta klórað sér gegnum götin, sagði amma mín þegar hún fann að því að ég gekk í götóttum fötum á unglingsárum, þessum árum sem strákum þykir hirða eigin útlits vera aukaatriði í líf- inu. Gelgjunni mér fannst þetta bara íýndið þótt það hafi kannski aðeins breyst með árunum. Mér kom þessi háðslega líking í hug um árið þegar ég las Islenska bókmenntasögu, fjórða og fimmta bindi, þar sem, held ég mér sé meira en óhætt að segja, mikilvægasti þýðandi þjóðarinnar á 20. öld, og þótt fleiri væru til taldir, var varla nefndur á nafn og hafði hann þó fært okkur öll leikrit Shakespeares, mörg ljóða hans, grísku harmleikina, fjölda ljóða eftir Hóras, helstu skáld Vesturlanda, kynnt fyrir okkur ljóðlist Kínverja og Japana, sígilda ljóðleiki og Kóraninn sjálfan; bókmenntakanon sem er svo mikill að vöxtum og gæðum að sá sem læsi hann einan og ekkert annað teldist afbragðsvel lesinn maður víðast hvar í heiminum. Þetta eitt þýðingaafrek dygði flestum til að eignast verðugan sess í menningarsögu þjóðar, ekki síst smáþjóðar sem sjaldan getur skartað skáldjöfrum af þessum stærðargráðum og það þótt söguþjóð kallist. En Helgi Hálfdanarson lét ekki þar við sitja heldur ritaði hann gagnmerk rit um Völuspá og fornan kveðskap Islendingasagna sem margur fræðimað- urinn á því sviði hefði getað stært sig af með réttu og má segja að þar hafi hann túlkað og þýtt torráðna og mikilvæga hluta íslensks menningararfs þannig að nýr skilningur og ný sýn fékkst á þá texta. Að þessu leyti má einnig kalla hann þýðanda þjóðararfsins, því frumleg sýn hans á viðfangs- efnið hefði að minnsta kosti átt að vekja fræðaþuli fílabeinsturnsins til andsvara, þó ekki væri annað, eins og hann benti á sjálfur. Helgi Hálfdanarson hefur einnig verið þátttakandi í þjóðfélags- umræðu, einkum þeirri sem snertir íslenskt mál og bókmenntir, ekki síst bragfræði og hann hlýtur að teljast vera einn af mikilvægari sérfræðingum þjóðarinnar á því sviði, eins mikið og hann hefur fengist við að móta er- lendan brag á íslensku ljóði eins og hann orðaði það líka sjálfur í yfirskrift einnar af greinum sínum. 10 á óÐayeöá - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.