Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Side 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 2011 53 Ritrýnd fræðigrein RESEARCH PAPER EPUAP (e.d.). Gagnasöfnurum gafst auk þess tækifæri til að greina þrýstingssár frá öðrum sárum og flokka þau eftir alvarleika þeirra. Þeim voru einnig kynntar helstu tegundir rúmdýna og sessa í hjólastóla. Um fræðsluna sáu hjúkrunarfræðingur, sem hefur sérhæft sig í sárameðferð, iðjuþjálfi og fyrsti höfundur greinarinnar sem tók einnig þátt í gagnasöfnun. Að lokinni skoðun sjúklings aðstoðuðu hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar við nánari útfyllingu rannsóknarblaðsins, meðal annars við mat á áhættu sjúklings samkvæmt Bradenkvarða. Gögn frá 30 deildum voru sótt daginn eftir að rannsókn fór fram og þau strax gerð ópersónugreinanleg. Rannsóknin fór fram 7. maí 2008. Til að meta samræmi milli gagnasafnara voru 20 sjúklingar rannsakaðir tvisvar sama dag. Samræmi reyndist 85% og Cohens­kappa (Κ) 0,71. Tölfræðileg úrvinnsla Við úrvinnslu gagna voru notuð tölfræðiforritin SPSS, 11. útgáfa, og Excel. Notuð var lýsandi tölfræði (tíðni, hlutföll, meðaltöl, miðgildi (md) og staðalfrávik (sf), bæði fyrir sjúklingahópinn í heild sinni og þegar honum var skipt í tvo hópa: sjúklinga án sára/með sár og sömuleiðis sjúklinga í hættu/ekki í hættu að fá þrýstingssár. Við útreikninga, þar sem fjallað er um fjölda sjúklinga, var miðað við alvarlegasta sár hvers sjúklings. Notuð voru kíkvaðratpróf og Mann­Whitney­U­marktektarpróf. Miðað var við marktektarmörk p<0,05. Samræmi milli gagnasafnara var mælt með kappastuðli Cohens (К). Siðfræðileg álitamál Fengið var leyfi Persónuverndar (nr. 2008/289) og Siðanefndar Landspítala (nr. 32/2008) sem kröfðust skriflegs upplýsts samþykkis allra sjúklinga fyrir þátttöku eða aðstandenda þeirra sem ekki gátu veitt leyfi sjálfir. Einungis var veitt leyfi fyrir notkun aldursbila. NIÐURSTÖÐUR Algengi og alvarleiki þrýstingssára Alls greindust 21,5% legusjúklinga (n=47) með þrýstingssár. Af þeim voru 42% með alvarlegasta sárið á 1. stigi, 28% á 2. stigi, samanlagt 70% (n=33). Með 3. stigs sár var 21%, með 4. stigs sár 9%, samanlagt 30% (n=14) með fullþykktarsár. Hjá 15 sjúklingum fundust fleiri en eitt sár þannig að þrýstingssár voru samtals 66. Hlutfall þrýstingssára eftir aldurshópum var lægst hjá 40­59 ára sjúklingum (7%) og hæst hjá yngsta aldurshópnum 18­39 ára (40%). Í þeim hópi voru auk þess tveir einstaklingar með sitt 4. stigs sárið hvor eins og sjá má í töflu 3. Marktækt fleiri karlar (n=32) en konur (n=15) greindust með þrýstingssár (χ2=12,25, df = 4, p<0,05). Karlar voru með öll 4. stigs sárin og fleiri 1. og 2. stigs sár en konur. Staðsetning þrýstingssára Tuttugu þrýstingssár fundust á spjaldhrygg, 16 á hælum, 9 yfir setbeini, 8 á olnbogum, 3 á eyrum og 10 á öðrum stöðum. Hlutfall sára fyrir ofan mitti var 20% (n=13) og 80% (n=53) neðan mittis, sjá nánar á mynd 1. Helstu áhættuþættir þrýstingssára Í hættu að fá sár voru 38% sjúklinga (n=80) skv. Bradenkvarða (≤18 stig) en 62% (n=131) töldust ekki í hættu. Af sjúklingum í hættu voru 2% (n=2) í mjög mikilli hættu, 10% (n=8) í mikilli hættu, 24% (n=19) í miðlungshættu og 64% (n=51) í vissri hættu. Ekki reyndist marktækur munur hjá körlum og konum varðandi áhættustig. Lægsta samanlagða gildi Bradenkvarðans var 8 og það hæsta 23 (meðaltal = 19,1 stig (sf 3,5) og miðgildi (md) = 20 stig). Sjúklingar með þrýstingssár voru að meðaltali með marktækt færri samanlögð stig á Bradenkvarða en sjúklingar án sára (Mann­Whitney­U­próf [U] =1726,5, p<0,001). Einnig Tafla 3. Aldur sjúklinga og alvarleiki þrýstingssára. Fjöldi og hlutfall sjúklinga með sár innan hvers aldurshóps (n=47). Aldur 1. stig n 2. stig n 3. stig n 4. stig n Samtals innan hvers aldurshóps, n Hlutfall innan hvers aldurshóps, % 18­39 (n=5) 0 0 0 2 2 40 40­59 (n=27) 1 0 1 0 2 7 60­69 (n=31) 4 2 2 1 9 29 70­79 (n=68) 9 3 4 1 17 25 80­89 (n=73) 5 8 1 0 14 19 > 89 (n=15) 1 0 2 0 3 20 Samtals 20 13 10 4 47 Mynd 1. Staðsetning þrýstingssára. önnur stað­ setning spjald­ hryggur hælar yfir set­ beini oln­ bogar eyru tær jarkar mjaðmir 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.