Skólavarðan - 01.08.2004, Page 11

Skólavarðan - 01.08.2004, Page 11
11 arios Urbanos (IPU), eða framhaldsskóli innan borgarmarka. Þeir fyrrnefndu eru fleiri og sækja flestir nemendur framhalds- menntun sína þangað. Raul Diaz fram- haldsskólinn er einmitt af þeirri tegund. Hann var að sögn skólastjórans stofnaður árið 1975, sama ár og Raul Diaz Argüelles Garcia lét lífið í Angóla. Hann var hermað- ur sem barðist í borgarastríðinu í landinu, en Kúba veitti marxískum samtökum hern- aðaraðstoð frá 1975 til 1990. Á þeim tíma var um hálf milljón kúbanskra hermanna send til Angóla og létu margir þeirra lífið þar. Skólinn var því nefndur í höfuðið á Raul Diaz til minningar um hann og stríð- ið í Angóla og þá fjölmörgu Kúbani sem þar féllu. Á skrifstofu skólastjórans er mynd af stríðshetjunni, Raul Diaz, og sjálfum „písl- arvotti“ byltingarinnar, Che Guevara. Hann lagði grunninn að menntakerfi Kúbu eftir sigurinn á hersveitum Batista í lok árs 1958. Hann hannaði einnig fram- haldsskólakerfið sem er að mörgu leyti nokkuð sérstakt. Er það í samræmi við hugmyndir svissneska uppeldisfræðings- ins og upplýsingamannsins Johanns Hein- richs Pestalozzi (1746-1827). Borgarbúar fara upp í sveit í skóla Pestalozzi starfaði sem alþýðufræðari framan af og bar menntun alþýðunnar fyr- ir brjósti, alveg eins og Castro og félagar. Ennfremur taldi Pestalozzi að mikilvægt væri að tengja saman vinnu og fræðslu. SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 Heimsókn í dæmigerðan framhaldsskóla á Kúbu Nám og jarðyrkja í anda Pestalozzis Nokkrir nemendur og kennarar skólans ásamt höfundi og íslenskum ferðafélögum. Myndin er tekin á bókasafni skólans. Akur skólans þar sem nemendur vinna hálfan daginn. Einkum eru ræktaðar ýmsar nytjajurðir á borð við grænmeti og ávexti. FRAMHALDSSKÓLAR Á KÚBU Lj ó sm y n d ir f rá h ö fu n d i g re in a r.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.