Skólavarðan - 01.08.2004, Page 16

Skólavarðan - 01.08.2004, Page 16
16 GRÆNFÁNAVERKEFNIÐ SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 Á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl, lögðu tuttugu og sex kennarar frá leik- skólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi upp í ferð til Madrid. Þrír leikskólar voru sóttir heim sem, eins og Mána- brekka, vinna að umhverfismennt og eru í alþjóðlega umhverfisverkefninu Grænfánaverkefnið. Hér segja Dagrún Ársælsdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir frá heimsókn í einn skólanna þriggja, Las Doradas. Eins og á Íslandi eru spænskir leikskól- ar nýorðnir þátttakendur í Grænfánaverk- efninu og eru rúmlega tvö hundruð skól- ar skráðir en enginn þeirra hefur ennþá áunnið sér rétt til að flagga Grænfánan- um eftirsótta. Verkefnisstjóri spænska Grænfánaverkefnisins, sem skipulagði heimsóknirnar, tók á móti okkur við fyrsta leikskólann og var með okkur allan dag- inn. Spænskir leikskólar falla undir mennta- málaráðuneytið og er hver þeirra með eig- in námskrá. Menntun leikskólakennara er þannig háttað að kennarar sem kenna börnum upp að þriggja ára aldri fá mennt- un sína í sérskóla sem er ekki á háskóla- stigi. Kennarar þriggja til sex ára barna hafa þriggja ára háskólanám að baki. Foreldrar ráða hvort þeir setja börnin í formlegt nám, eða grunnskóla við fimm ára aldur. Ekkert skipulagt samstarf er á milli leikskóla og grunnskóla. Í einum leik- skólanna hafði það verið reynt en gekk ekki. Fæðingarorlof er einn mánuður en dagmæður eða dagmæðrakerfi er ekki til. Leikskólakennarar fá tvo tíma í undirbún- ing á tveggja vikna fresti. Las Doradas er nýr, vel útbúinn fjögurra deilda leikskóli. Verkefnastjóri Grænfána- verkefnisins í Madrid, skólastjórinn og fjórir kennarar fræddu okkur um starfið og umhverfisverkefnið, m.a. með glærum, og sýndu okkur skólann sem er glæsilegur í alla staði. Sem stendur dvelja í skólanum 64 börn frá fjögurra mánaða til þriggja ára undir handleiðslu 10 kennara en þeg- ar öll börnin eru komin verða þau 100 og 15 kennarar. Skólinn er opinn frá kl. 9:00 til 16:00 og eru nemendur í skólabúningi. Dagskipulag er fyrir allar deildir skólans og miðað við hálfan mánuð í senn. Í skólanum er markvisst unnið að skref- unum sjö sem eru forsenda þess að ná hin- um langþráða Grænfána. Skrefin eru: • Í skólanum starfar umhverfisnefnd. • Í skólanum hefur staða umhverfismála verið metin. • Sett hafa verið markmið og gerð fram- kvæmdaáætlun. • Stöðugt eftirlit og endurmat er í gangi. • Nemendur fá fræðslu um umhverfis- mál. • Skólinn kynnir stefnu sína út á við og fær aðra með. • Skólinn hefur sett sér umhverfissátt- mála. Orkunotkun og sápugerð Ítarlegar upplýsingar og fræðsla voru á töflu fyrir foreldra um Grænfánaverkefn- ið og sýnishorn af föndri úr verðlausum hlutum sem eru til á hverju heimili. Fund- argerðir umhverfisnefndar skólans voru einnig á upplýsingatöflunni. Orkunotkun á gasi, vatni og rafmagni er mæld, borin saman við fyrri mánuði og sýnd á línuriti. Það sem vakti meðal annars athygli okk- ar var að moltugerð var ekki í skólanum en stefnt að henni. Það sem stóð í vegin- um var, að sögn kennaranna, að of heitt væri úti yfir sumartímann. Unnið er með flokkun og endurvinnslu, til dæmis er búin til sápa og pappír. Sápan er búin til úr af- gangs matarolíu frá eldhúsi skólans sam- kvæmt gamalli spænskri hefð. Þannig er m.a. komið í veg fyrir að gamlir siðir og vinnubrögð glatist. Börnin læra um og stunda garðrækt. Þegar þau sinna garð- yrkjustörfum fara þau í nokkurs konar hlutverkaleik og klæðast ákveðnum bún- ingum. Þannig er leikurinn fléttaður inn í garðyrkjustörfin. Las Doradas er í náinni samvinnu við tvo aðra leikskóla í umhverfismennt sem vinna að Grænfánaverkefninu. Einu sinni á ári er ráðstefna fyrir Grænfánaleikskól- ana sem eru 24 talsins í Madrid. Mjög góð samvinna er við foreldra barnanna varð- andi umhverfisstefnu skólans og eina viku á ári taka þeir virkan þátt í starfi hans. For- eldrar geta komið með ýmislegt verðlaust að heiman sem er notað í skapandi starfi í skólanum. Matseðlar skólans endurspegla stefnu hans og foreldrar verða að taka mið af Umhverf ismennt í spænskum leikskólum Mánabrekka til Madrid Dagrún Ársælsdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.