Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 22
22 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 EECERA RÁÐSTEFNA Á ÍSLANDI segir Jóhanna Einarsdóttir dósent í menntunarfræði og formaður undir- búningsnefndar Evrópuráðstefnunnar „Lýðræði og menning í menntun yngri barna“ sem haldin verður í Kennara- háskólanum 30. ágúst – 2. september nk. Samtök um menntarannsóknir á sviði yngri barna (European Early Child- hood Education Research Association) standa að ráðstefnunni í samvinnu við Kennaraháskólann en hún er árviss við- burður í starfsemi þeirra. Einnig gefa þau út tímarit. Um 4-500 manns sækja ráðstefnur samtakanna að jafnaði, leik- skólakennarar og kennarar í yngstu bekkjum grunnskólans auk fræðimanna á sviði menntarannsókna yngri barna, þ.e. á aldrinum 0-8 ára. EECERA samtökunum var lengi stýrt frá Bretlandi en núverandi formaður er dr. Ferre Laevers frá Belgíu. Í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar sitja fulltrúar Kennarasambandsins, mennta- sviðs Reykjavíkurborgar og Háskólans á Akureyri auk Jóhönnu og Örnu H. Jónsdóttur frá KHÍ. Nefndin lagði fram tillögu um þema ráðstefnunnar til stjórnar samtakanna sem var samþykkt og er yfirskrift hennar: Lýðræði og menning í menntun yngri barna. „Lýðræði í skólastarfi hefur töluvert verið í brennidepli að undanförnu,“ segir Jóhanna, „og fólk er farið að líta til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem segir að börn eigi rétt á að taka þátt í og móta sitt umhverfi, meðal annars skólastarf. Við vildum tengja lýðræðishugtakið menningunni því börn njóta lýðræðis með því meðal annars að hafa áhrif á menningu síns samfélags. Við höfum fengið send yfir 300 erindi frá öllum heimsálfum og fjölda landa, til dæmis frá Suður-Afríku, Singapore, Japan, Bandaríkjunum, Ástralíu, öllum Norðurlöndunum og flestum öðrum Evrópulöndum. Það er geysilega spennandi að fá kynningu á skólastarfi svo víða að. Þetta verður algjör veisla! Í gærkvöldi var ég til að mynda að lesa erindi frá Singapore sem fólk hefur mikið litið til vegna árangurs í stærðfræði og fleiri greinum. Þarna er sagt frá rannsókn sem leiðir í ljós gildi samþættingar, meiri þemavinnu og að dregið sé úr stýringu kennarans. Mikið verður um erindi sem tengjast námskrám og stefnumótun í málefnum yngri barna og verður afskaplega fróðlegt fyrir okkur að líta út fyrir landsteinana og sjá hvernig aðrar þjóðir haga uppbyggingu síns skólakerfis. Þarna kynna heimsþekktir fræðimenn rannsóknir sínar, meðal annars um fjölmenningu og skóla fyrir öll börn, yngstu leikskólabörnin, nám í gegnum leik og samstarf heimila og skóla. Rannsóknir á tengslum leik- og grunnskóla, stærð- fræðinámi og enskukennslu ungra barna verða kynntar. Þá má einnig nefna mat á útileikskólum, skipulag í stórum skólum, vináttu barna, stjórnun menntastofnana, leiðtogahlutverk kennarans, málörvun, listir og skapandi starf, skilning á réttindum barna og margt fleira. Einnig verða kynntar allmargar rannsóknir um kennaramenntun og fagmennsku kennara.“ Innan meginviðfangsefnis ráðstefnunn- ar hefur undirbúningsnefndin skilgreint ellefu þræði sem málstofuerindi (um 300 talsins) heyra undir: • Sjónarhorn barna • Menntun og umönnun • Þátttaka fjölskyldunnar • Leikurinn • Fjölbreytileiki • Fagmennska • Námskrár, námsefni og námstilhögun • Leiðtogahlutverkið • Skil skólastiga og samfella í námi • Samþætting þjónustu • Kynferði Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru allir virtir fræðimenn á þessu sviði. Barbara Rogoff frá Bandaríkjunum mun fjalla um hvernig börn læra í samvinnu við aðra og hvernig menning hefur áhrif á nám og kennslu. Peter Moss frá Bretlandi talar um lýðræðislegt starf í leikskólum, að hlusta á börn og leiðir til þess. Lars Dencik frá Danmörku er með fyrirlestur um samskipti ungra barna og foreldra þeirra í velferðarsamfélögum samtímans. Joseph Tobin frá Bandaríkjunum fjallar um samanburðarrannsókn á milli landa um börn innflytjenda og viðhorf bæði foreldra og kennara í þeim efnum. Hrafnhildur Ragnarsdóttir er íslenski fyrirlesarinn og mun hún fjalla um hlutverk menningar í þroska barna með tilliti til niðurstaðna máltökurannsókna. „Fyrir fólk sem hefur áhuga á mennta- rannsóknum á sviði yngri barna er þetta Ráðstefnan með stórum staf og ákveðnum greini,“ segir Jóhanna að lokum. keg Verður algjör veisla! Upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast á www.congress.is/eecera2006 Ef fólk skráir sig fyrir 30. maí er skráningargjaldið lægra en ella og endurgreitt að fullu ef viðkomandi kemst ekki á ráðstefnuna. Undirbúningsnefndin er skipuð þeim Jóhönnu Einarsdóttur, Örnu H. Jónsdóttur, Hildi Skarphéðinsdóttur, Kristínu Dýrfjörð og Þresti Brynjarssyni. Jóhanna Einarsdóttir formaður undirbúningsnefndar ráðstefnunnar

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.