Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 28
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 28 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR Frá Félagi enskukennara á Íslandi (FEKÍ): Enn eru nokkur laus pláss á sumarnám- skeið félagsins sem haldið verður í Bemiji háskólanum í norður Minnesota 8 - 18. ágúst. Skráning hjá EHÍ eða kristen@fa.is Félagsmenn athugið: Ef þið teljið líkur á því að þið hafið dottið út af póstlista félagsins notið þá heimasíðuna feki.ismennt.is til að komast aftur á listann. Staðsett í Taastrup, 20 mín. akstur frá miðborginni. Rólegt hverfi en stutt í alla þjónustu og samgöngur. Íbúðin er á fyrstu hæð í þriggja hæða raðhúsi, 70 fm og skiptist í tvö svefn- herbergi, stofu, eldhús og bað. Svalir til vesturs. Öll húsgögn og búnaður fylgja. Leigutími frá 1. ágúst 2006. Verð á mán. 6000 dk, vatn og upphitun innifalið. Upplýsingar gefa Hildur og Guðmundur Ármann í símum 4627906, 8640086, 6935440. Skráning er hafin! Mikilvægt að skrá sig fyrir maílok Námsgagnastofnun stendur fyrir sýn- ingu á námsefni ásamt fræðslufundum/ fyrir-lestrum í Árbæjarskóla, Rofabæ 34, fimmtudaginn 17. ágúst nk. kl. 8.30 – 16.00. Sýningin er yfirgripsmikil og verður kynnt nánast allt útgefið efni stofnunar- innar, fræðslumyndbönd verða til sýnis og einnig forrit og vefefni í tölvustofum skólans. Samhliða sýningunni verða haldnir fjölmargir fræðslufundir um nýtt efni. Kennurum og öðrum áhugasömum býðst að skrá sig á fundina á www.nams.is eða í gegnum netfangið simi@nams.is. Á www. nams.is eru upplýsingar um alla fundina sem eru í boði. Nánari upplýsingar um tíma verða auglýstar á heimasíðunni í sumar en mikilvægt er að skrá sig fyrir skólalok. Fræðslufundir í boði: • Nýtt enskuefni á unglingastigi • Kynfræðsla á unglingastigi • Handritin heima – mið- og unglingastig • Heimilisfræði fyrir miðstig og gagnvirkt efni • Hljóðspor – blús og rokk • Átta-tíu – stærðfræði fyrir unglingastig • Hönnun og smíði 1.–4. bekkur og 5.–7. bekkur • Íslenska fyrir unglingastig • Lífsleikni – inntak, áherslur og námsefni • Umhverfismennt • Tónlist og tölvur • Trúarbragðafræði • Merkisstaðir: Hólar og Skálholt Samtök fámennra skóla munu halda ársþing 15. september nk. Það verður að þessu sinni á Bakkaflöt í Steinsstaða- hverfi sem er í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði. Meginþema þingsins er tengsl skóla og umhverfis, hvernig skólar geta nýtt umhverfi sitt og sérstöðu. Þingið verður sem fyrr öllum opið og á efni þess erindi til allra skóla óháð nemendafjölda og til allra skólastiga. Formaður þingnefndar er Þóra Björk Jónsdóttir kennslu- og sérkennslufulltrúi við skólaskrifstofu Skagfirðinga og tekur hún góðfúslega við hugmyndum um efni á þingið. Netfang hennar er thorabj@skagafjordur.is. Dags- kráin verður auglýst nánar þegar nær dregur. Samtökunum bauðst að senda fulltrúa á fund með nefnd um heildarendurskoðun grunnskólalaga sem haldinn var 12. apríl sl. Fulltrúi á fundinum, ásamt formanni, var Frá Félagi framhaldsskólakennara: Stofnanasamningar samstarfsnefnda í framhaldsskólum um nýtt launakerfi tóku gildi 1. maí sl. Samningarnir eru hluti af aðalkjarasamningi framhaldsskólans og verða gerðir aðgengilegir á vef Félags framhaldsskólakennara (ki.is) undir heitinu „Kjaramál“. Eru kennarafélög skólanna minnt á að senda samninga sína á rafrænu formi til félagsins á netfangið adalheidur@ki.is Stjórn Félags framhaldsskólakennara Fanney Ásgeirsdóttir ritari. Þar gafst okkur færi á að koma á framfæri athugasemdum er varða fámennu skólana sérstaklega, s.s. að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin tryggi nægilegt fjármagn til stjórnunar skólanna og að heimilt verði að reka saman fámenna leik-, grunn- og tónlistarskóla. Þá teljum við ekki heppilegt að binda í lög ákvæði um samræmd próf þar sem slíkt gæti orðið til að hefta eðlilega framþróun námsmatsaðferða. Nánari upplýsingar um þetta og Samtök fámennra skóla er að finna á heimasíðu samtakanna www. ismennt.is/vefir/sfs/ Þórunn Júlíusdóttir formaður Samtaka fámennra skóla Samtök fámennra skóla FF, Félag framhaldsskólakennara: Orlofsuppbót 1. júní 2006 kr. 22.400 FG, Félag grunnskólakennara: Annaruppbót 1. júní 2006 kr. 51.626 FL, Félag leikskólakennara: Orlofsuppbót 1. júní 2006 kr. 12.000 FS, Félag stjórnenda í framhaldsskólum: Orlofsuppbót 1. júní 2006 kr. 22.400 FT, Félag tónlistarskólakennara: Annaruppbót 1. júní 2006 kr. 51.626 SÍ, Skólastjórafélag Íslands: Annaruppbót 1. júní 2006 kr. 51.626 Annaruppbót/ orlofsuppbót 2006 Íbúð til leigu í Kaupmannahöfn

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.