Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 4
4 LEIÐARI Forsíðumynd: Skólameistari og aðstoðarskólameistari eftir setningu hins nýja Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold Skólavarðan, s. 595 1104 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík EFNISYFIRLIT Formannspistill: Stöðugleikasáttmáli – og hvað svo? 3 Leiðari: Ert´ekki að djóka, herra Feynman! 4 Gestaskrif: Listkennsla: Kennarinn og listamaðurinn 5 Viðburður: Nýr framhaldsskóli settur 8 Kjaramál: Trúnaðarmenn 10 Tilkynningar, auglýsingar, teiknimyndasagan Skóladagar 11 Námsgögn: Skólavefurinn.is 12 Kennaramenntun: Á vettvangi 14 Námskeið: Púlsinn á gleði, fræðslu og útrás 16 Námsgögn: Eflum verklega kennslu í náttúruvísindum 18 Eðlisfræði: Verkleg kennsla í eðlisfræði á unglingastigi 19 Skólinn: Flæði – leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi 22 Hagnýt kennslufræði: Gagn og gaman – um gagnvirkar töflur í kennslu 23 Kennaranámskeið: Skólaganga barna með athyglisbrest og ofvirkni 26 Fréttir og tilkynningar: Ráðstefna, boð um fyrirlesara o.fl. 28 Smiðshöggið: Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum 29 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 9. ÁRG. 2009 “Þú verður að vita í hvað höfn þú stefnir til þess að fá byrinn sem ber þig þangað“. Þetta er haft eftir þeim vitra Seneca sem mér finnst alltaf svolítið góður. Ástæða þess að ég vitna í karlinn núna er ástandið í skólakerfinu. Við erum með nýjan menntamálaráðherra sem er öflugur en hefur tæpast gefist ráðrúm til að átta sig á því hvað snýr upp og hvað niður í skólamálum þjóðarinnar, tíminn í stóli er skammur og verkefnafarganið á öllum ráðherrum meira en nokkru sinni. Við erum með missvelt sveitarfélög og sveitarstjórnir í öngum sínum. „Ástandið“ má samt ekki slá okkur öll svo gjörsamlega út af laginu að við hringsólum stefnulaust á miðju hafi. Vita stjórnendur menntamála í landinu í hvaða höfn þeir ætla? Kennarar vita nokk hver þeirra höfn er: Jafnrétti til náms og velferð nemenda. Að halda utan um nemendur og koma þeim heilu og höldnu í gegnum þetta allt saman. En hvar er byr að fá? Það eru skrítin skilaboð að vilja verja fé í nýjan einkagrunnskóla á meðan skorið er svo við nögl í löngu þurrausnum almennum skólum að allir fingur eru löngu orðnir blóðrisa. Hvað eru stjórnvöld í Reykjavík að hugsa? Hefur kreppan farið fram hjá þeim? Og hvað með laun þeirra skilanefndarmanna, svo annað nýumfjallað dæmi sé tekið. Er mikilvægara að viðhalda ofurlaunum lögfræðinga en sjá til þess að börn komist í sveitaferð með skólanum? Að ekki sé minnst á að þau fái að borða og geti jafnvel leyft sér þann munað að fá aðstoð við heimanámið á skólatíma? Þetta leiðir hugann að margumræddum tveimur stéttum í þessu landi og skynsamlegum áhyggjum fólks af sívaxandi stéttamun og breikkandi fyrirlitningargjá á alla bóga. Mig langar að rifja upp eina sögu í þessu samhengi. Fyrir tuttugu og fimm árum keypti ég mér bók sem ég á enn og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún samanstendur af frásögnum Richard P. Feynman, nóbelsverðlaunahafa í eðlisfræði. Hann sagði þessar sögur (úr eigin lífi) vini sínum sem skráði þær síðar niður. Þegar Richard var búin með fyrsta stig síns háskólanáms í MIT var honum ráðlagt að prófa fleiri skóla á ferlinum og gekk til liðs við Princeton. Þar var allt með öðrum brag og ákaflega enskt. Einhvern fyrstu daganna var honum boðið í „tea“ og þegar frú gestgjafans spurði hvort hann tæki teið sitt með mjólk eða sítrónu varð Richard það á að svara: “Bæði.“ Og frúin svaraði að bragði: „Surely you´re joking, Mr. Feynman.“ Á íslensku: „Þér eruð að gera að gamni yðar, herra Feynman.“ Eins og gefur að skilja fannst Richard allt snobbaðra og leiðinlegra í Princeton en MIT. Til að byrja með. Svo fór hann að kafa dýpra og komst að því að hlutirnir eru aldrei jafn klipptir og skornir og þeir líta út fyrir að vera. Í Princeton voru rannsóknargræjurnar til að mynda gjarnan smærri í sniðum en í MIT og fyrir vikið var hægt að grauta í þeim án þess að þurfa að nota krana. Menningin og skólabragurinn var fyrst og fremst bara öðruvísi, sumt var betra – annað síðra. Íslenskir skólar eru líka ólíkir og sömuleiðis við einstaklingarnir. Sú vá er fyrir dyrum að í kreppu förum við að einblína á stéttamun og annað sem við teljum að greini okkur að og finna því allt til foráttu. En það er ekki mælikvarði á manngildi hvort þú ekur svona eða hinsegin bíl. Og ef þú rispar Bensinn í næsta húsi þarftu sjálfur að borga - á endanum. Eitt það besta sem kennarar geta gert í kreppunni er það sem þeir eru hvort eð er alltaf að gera: Vera öflugir málsvarar fjölbreytni og jafnréttis. Gleðilegt haust! Kristín Elfa Guðnadóttir. Ert´ekki að djóka, herra Feynman! Kristín Elfa Guðnadóttir Lj ós m yn d : K ri st já n Va ld im ar ss on

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.