Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 30
30 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 9. ÁRG. 2009 hafa ekki verið sérstök námskeið í kynja- fræði í kennaranáminu, þótt sums staðar hafi verið hægt að sækja valnámskeið á þessu sviði. Líklegt er að þetta valdi því að hægt gengur að samþætta kynjasjónarmið við stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi. Jafnréttisstofa er nú í haust að fara af stað með endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi kennara og var fyrsta námskeiðið haldið í Fjarðabyggð mánudaginn 17. ágúst s.l. Jafnréttisstofa býður einnig upp á styttri námskeið og fyrirlestra í einstökum skólum. Markmiðið er að styðja skólayfirvöld og skóla- stjórnendur við að fara að lögum og innleiða jafnréttisstarf og jafnréttisfræðslu inn í allt skólastarf. Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og er jafnréttis- fræðsla í skólum eitt af forgangsverkefnum nefndarinnar. Í haust verður haldin hér á landi ráðstefna á vegum nefndarinnar þar sem fyrirmyndarverkefni frá öllum Norður- löndunum á sviði jafnréttisstarfs í skólum verða kynnt. Ráðstefnan hefst að kvöldi 21. september, hún fer fram á skandinavísku og verður túlkuð. Ráðstefnan er öllum opin og hún er kjörinn vettvangur fyrir skólafólk, foreldra, fræðimenn, stjórnmálamenn og alla þá sem vilja fræða og fræðast um jafnrétti í námi og starfi. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að kynna efni sem veitt getur innblástur til góðra verka í jafnréttismálum í bland við fræðileg erindi. Að lokum Með markvissri fræðslu og umræðu frá upp- hafi skólagöngu færum við ungu fólki tæki- færi til að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína á eigin forsendum, óháð heftandi staðal- myndum kynjanna og hefðbundnu starfsvali. Það mun nýtast þessum einstaklingum auk þess sem hæfileikar þeirra munu gagnast samfélaginu í heild. Við hvetjum skólafólk, foreldra og aðra sem láta sig framtíð barn- anna okkar varða til að leggja sitt af mörkum til að efla jafnréttistarf í skólunum landsins. Þannig getið þið stuðlað að jafnri stöðu stráka og stelpna og haft áhrif á framtíðar- viðhorf til jafnréttismála hér á landi. Nánari upplýsingar veitir Arnfríður Aðal- steinsdóttir, verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu. arnfridur@jafnretti.is - sími 460-6200 SMIÐSHÖGGIÐ Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum verður á Grand Hóteli dagana í Reykjavík 21. og 22. september n.k. Skráning og nánari upplýsingar má nálgast á vefslóðinni formennska2009. jafnretti.is Síðasti skráningardagur er mánudagur- inn 14. september. Kynningarbásar og borð verða á ráðstefnunni og lesendum sem hafa áhuga á að kynna áhugavert efni og/eða starf á sviði jafnréttisfræðslu í skólum geta bókað pláss hjá Arnfríði Aðalsteinsdóttur, arnfridur@jafnretti.is Jafnréttisstofa er farin af stað með endurmenntunar- námskeið fyrir starfandi kennara og var fyrsta nám- skeiðið haldið í Fjarðabyggð mánudaginn 17. ágúst s.l. Jafnréttisstofa býður einnig upp á styttri námskeið og fyrirlestra í einstökum skólum. Handleiðsla er líkleg til að stuðla að vellíðan í starfi. Hún er fyrirbyggjandi þáttur varðandi starfsþreytu, skerpir markmiðssetningu og eflir samskiptahæfni. Nýttu þér rétt þinn til handleiðslu, sbr. 3. gr. í úthlutunarreglum sjúkrasjóðs frá 1.des 2005. Guðrún H. Sederholm MSW fræðslu – og skólafélagsráðgjafi, námsráðgjafi og kennari. Lágmúla 9, 4.h.th. / S: 5544873 / Gsm: 8645628 gsed@simnet.is

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.