Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 20
20 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 9. ÁRG. 2009 BréfabindiSérprentaðar möppur Framkvæmd Tölvuforrit frá Pasco er tengt hreyfinema sem skynjar fall og hopp skopparabolta. Tölva safnar gögnunum saman og reiknar út fallhröðun boltans. Úrvinnsla Nemendur vinna síðan úr gagnasafninu og hver nemandi skilar skýrslu um tilraunina hálfum mánuði síðar. Umsögn nemenda um tilraunina: „Þetta var mjög gagnleg tilraun og nú vitum við meira um hröðun hlutar í frjálsu falli. Það er mun þægilegra og einfaldara að gera tilraun með bolta en rákarspjaldi.“ Hver er ávinningurinn með verklegri kennslu? • Með fjölbreyttari vinnubrögðum verður árangur nemenda betri. • Með verklegri þjálfun vex áhugi nemenda og þeir öðlast dýpri skilning á viðfangsefnunum. • Hámarks virkni nemenda í tímum stuðlar að jákvæðu viðhorfi. • Verkleg kennsla eykur ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð nemenda. • Þegar nemendur framkvæma tilraunir verður skólastarfið ánægjulegra og skemmtilegra. Náttúrufræðibraut skólans er fyrir þá nem- endur 9. og 10. bekkja sem velja sér náttúru- fræði sem sérgrein og fá þá vikulega; Tvær stundir í eðlisvísindum og tvær stundir í lífvísindum. Verkleg kennsla vegur 25% af námsmati nemenda. Námið er góður undir- búningur fyrir frekara nám í framhalds- skólum landsins. Samstarfsaðilar skólans við verkefnið voru A-4 Skólavörubúðin og Rúnar S. Þor- valdsson, kennari í Menntaskólanum við Sund. Verkefnið tókst mjög vel í alla staði og eru bæði nemendur og kennarar ánægðir. Verkleg kennsla í eðlisvísindum er orðin fastur þáttur í kennslunni hjá okkur. Þeir sem vilja kynna sér verkefnið nánar eru hjartanlega velkomnir í Árbæjarskóla. Eggert J. Levy Höfundur er kennari við Árbæjarskóla. Forsenda þess að nemendur geti framkvæmt stórar tilraunir er tilraunastofa, áhöld, ýmis mælitæki og verkseðlar. NÁMSGÖGN OG NÁTTÚRUFRÆÐI

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.