Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.08.2009, Blaðsíða 26
26 AdHd SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 9. ÁRG. 2009 Dr. Urður Njarðvík, ein margra frábærra fyrirlesara á námskeiðinu, fjallaði um líðan barna með ADHD í skólanum. Dagana 13. og 14. ágúst sl. var haldið nám- skeiðið Skólaganga barna með athyglis- brest og ofvirkni. Metþátttaka var á nám- skeiðinu, sem nú var haldið í áttunda sinn, og telja námskeiðshaldarar að tímasetning hafi haft sitt að segja í þeim efnum en námskeiðið hefur áður verið haldið síðla hausts. Námskeiðið var á vegum ADHD samtakanna, SRR á Menntavísindasviði HÍ, Félags grunn- skólakennara, SAMFOK, Heimilis og skóla, Skólastjórafélags Reykjavíkur, Kennarafélags Reykjavíkur og ýmissa sérfræðinga. Fyrirlesarar voru Páll Magnússon sálfræð- ingur með almennt yfirlit um ADHD, Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur og kennari með erindi um samskipti skóla og heimila, Mál- fríður Lorange sálfræðingur sem hélt fyrir- lestur um athyglisbrest og nám, Urður Njarð- vík sálfræðingur sem fjallaði um líðan barna með ADHD í skólanum og loks Sigrún B. Cortes grunnskólakennari sem gaf hagnýt ráð við kennslu barna með ADHD. Þátttakendur voru í umræðuhópum á milli fyrirlestra og settu fram spurningar sem þeir æsktu svara við. Almenn ánægja var með námskeiðið. Hér verður sagt frá hluta af erindi Urðar Njarðvík en í næsta tölublaði verður staldrað við fleiri fyrirlesara enda hver öðrum betri. Kvíðin börn í aðstæðum sem þau ráða ekki við – samantekt blaðamanns af fyrri hluta fyrir- lestrar Urðar Njarðvík Kvíði Börn með ADHD eru iðulega kvíðin. Ástæðan? Þau eru alltaf í aðstæðum sem þau ráða ekki við. Þau hvorki skilja fyrirmæli né muna þau. Þau tengja ekki áreiti saman jafn- hratt og önnur börn. Þau missa af miklu og þurfa margar atrennur. Er einhver furða að kvíði og mótþrói geri vart við sig? Barn með ADHD á erfitt með að hefja vinnu, það nær ekki að klára verkefnin sín, kvíðir álagi og neikvæðri athygli. Fyrir þessi börn að læra inni í bekk þar sem ekki ríkir friður er eins og fyrir fullorðna manneskju að setjast inn í þrjátíu barna afmælisveislu og gera skattaskýrsluna sína. Þetta er kvíð- vænlegt líf. Flest börn læra af eigin mistökum og ann- arra en ADHD börnin gera það ekki. Þau horfa á önnur börn gera mistök og gera þau svo sjálf, fimm sinnum í röð. Kvíði gerir það að verkum, hjá okkur öllum, að við viljum flýja. Það þýðir oft ekki að spyrja börn hvort þau séu kvíðin vegna þess að þau átta sig ekki á því. Kvíði eykur athyglisbrest og er því mikill óvinur ADHD krakka. Raunhæf markmið og eitt skref í einu Góðu fréttirnar eru þær að kvíða er tiltölulega auðvelt að lækna. Kvíðinn er eins og Mount Everest, barnið hugsar bara um toppinn. Með því að hjálpa því að brjóta verkefnið niður og færa endapunktinn nær gengur allt betur. Í hverju verkefni sem barnið kvíðir þarf að hjálpa því að undirbúa sig og hafa nauðsyn- leg hjálpartæki meðferðis, til dæmis síma- númer hjá bekkjarfélögum og vera búinn að miða út einhverja líklega, ef maður er að leita að félögum. Að taka bara eitt skref gefur tilfinningu fyrir árangri, eykur sjálfstraust og dregur úr kvíðanum. Gott er að búa til myndrænan verkefnalista fyrir barnið eða með því. Stærðfræðibækur og aðrar skruddur er einfaldlega gott að klippa í til dæmis þrjá hluta. Hugmyndafræðin: að minnka skrefin. Svo er það lausnin við öllum vandamálum heimsins: Jákvæð athygli og hrós! ADHD nemendur þurfa mikla aðstoð við að hugsa jákvætt. Alltaf er gott að setja hlut- ina fram myndrænt, til að mynda með því að teikna nemandann við vogarskálar. Ef mínusskálin er of þung verður maður leiður. Þegar barnið segir frá því hvað allt hafi verið leiðinlegt í dag er gott að segja: Ókei, settu einn PLÚS á móti. Bara einn. Kannski var hádegismaturinn í skólanum góður og þá fara vogarskálarnar nær hvor annarri og barninu líður betur. Sá sem er neikvæður er leiðinlegur Það er eðli okkar mannfólksins að fara í vörn andspænis neikvæðri athygli. Þá finnst manni sú manneskja leiðinleg. Og svo spilar maður sig inn í hlutverkið. Mótþrói ADHD krakka tengist hvatvísi mjög sterkt. Það er eitthvað skemmtilegt í gangi, þá kemur kennari og stöðvar þetta skemmtilega. Ef við fullorðna fólkið myndum prófa að vera jafn- hvatvís værum við búin að móðga einhvern fyrir hádegi, það er lærdómsríkjt að prófa! Kennarar þurfa að læra þessa möntru: Þetta snýst ekki um mig. Þetta er ekki virð- ingarleysi við mig. Þetta er bremsuleysi barnsins. Seinkaðir styrkir ADHD krakkar búa við skort til að nýta sér seinkaða styrki. Hvatvísin veldur því að þau geta illa nýtt sér umbun sem kemur á morgun eða í næstu viku. Eftirfarandi rannsókn sýnir þetta vel: Hópur barna fékk reikningsdæmi í hendur og var sagt að ef þau reiknuðu heila blaðsíðu fengju þau eitt kíló af nammi. Fyrir eitt dæmi fengu þau fíla- karamellu. Þau máttu velja hvort þau vildu taka sér fyrir hendur. Hvað völdu ADHD börnin? Fílakaramelluna auðvitað. Náttúrlegar afleiðingar koma ekki nógu hratt fyrir þessa nemendur og þess vegna setjum við öra umbun inn. Svo látum við umbunina fjara út þegar nemandinn er búinn að nema það sem við umbunuðum Skólaganga barna með athyglisbrest og ofvirkni �������������������������������������������������������������� ���������� ���������� ����������� ��������������� ���������� ��������������

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.