Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 5
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 Lj ós m yn d f rá h öf un d i GESTASKRIF: HILdUR HELGA SIGURÐARdóTTIR 5 Það er gaman að vera boðið að skrifa í það ágæta blað Skólavörðuna. Eins og ég hef þó forðast kennarastarfið sem heitan eldinn, á ekki sérlega góðar minningar um eigin skólagöngu og langaði síst af öllu að ganga í þá stétt, sem ég hef til skamms tíma borið til blendnar tilfinningar. Mín fyrstu kynni af skólagöngu fólust í tíma- kennslu hjá aldraðri konu í Vesturbænum, sem hafði á sér sérlega gott orð fyrir það að koma ungum börnum til vits. Sem betur fer man ég ekki hvað konan hét, enda yrði hún ekki nafngreind hér þó ekki væri nema afkomenda hennar vegna, hafi hún átt nokkra slíka. Nema hvað, að uppi á efstu hæð í stóru steinhúsi í gamla Vesturbænum sátum við, hnípinn hópur ungra barna foreldra sem eflaust töldu að þau væru að veita okkur frábært forskot á menntabrautinni, skjálfandi af hræðslu við manneskju sem í okkar augum var ekkert annað en versta norn í heimi. Gluggarnir voru allir lokaðir – alltaf – hitinn var óþolandi, frímínútur bannaðar, þó að umhverfis húsið væri fallegur garður. Hver dagur hófst á því að „nornin“ lét glyrnurnar hvarfla yfir hópinn. Eftir langa þrúgandi þögn lýsti hún því yfir hvern, eða hverja, hún væri að „hugsa um að láta sitja eftir þann daginn“. Það þurfi sumsé ekki að gera neitt af sér til sektar. Hún sá það á okkur fyrirfram. Stundum var ég þessi fyrirfram seka og þá var kennsludagurinn auðvitað ónýtur. Það eina sem komst að í barnshuganum var svakaleg skömmin yfir því að vera látin sitja eftir, ein með þessari hræðilegu konu og hvað hún myndi hugsanlega gera við litla stelpu í þessu loftlausa rými. Oftast reyndist hótunin um eftirsetuna orðin tóm, a.m.k. í mínu tilviki, en áhrifin voru þau sömu. Hitinn óbærilegi- og hugsanlega hræðslan gerðu það að verkum að við vorum sífellt með blóðnasir. Fyrir það vorum við að sjálfsögðu skömmuð blóðugum skömmum, en þó var legubekkur aftast í skólastofunni þar sem þau með blóðnasirnar gátu lagt sig svo blóðið færi nú ekki að subba út fínu skólastofuna. Svo var líka til reiðu bómull til að troða upp í nasirnar. Það var nokkuð liðið á mína skólagöngu áður en ég gerði mér grein fyrir því að blóð- nasir væru ekki sjálfsagður fylgifiskur barna á menntabraut, a.m.k. þeirra sem voru svo heppin að fá að vera í tímakennslu. Hugsanlega hefur kellingarskömmin kennt okkur eitthvað. Það eina sem ég man af því er þó hugtakið ypsilon, sem mér fannst merkja blóðrauðu berin á trjánum í garðinum sem við sáum út um svitastorknar rúðurnar. Einu sinni reyndi ég uppreisn. Neitaði að fara í tímakennsluna og skreið undir stóra flygelinn heima á Öldugötunni þar sem fjöl- skylda mín bjó á þessum árum. Foreldrar mínir voru svona frekar upptekið fólk. Amma, sem var mér afskaplega góð og reyndar frekar eftirlát, lét þó ekkert eftir mér í það skiptið. Notaði eina trixið í bókinni: „Ef þú ferð ekki sjálfviljug í tímakennsluna kemur kennarinn og sækir þig“. Þetta svínvirkaði. Af tvennu illu var þó skárra að drattast sjálf upp á Bárugötu, með öllu sem því fylgdi. Svona lærði ég semsagt að ganga í skóla. Þó að framhaldið yrði síðan með ýmsu móti, stundum mun betra og sjaldnast verra en forleikurinn, þá fylgdi kvíðahnúturinn í maganum alla leið upp í háskóla. Nú virðist öldin vera önnur, enda hefði ég aldrei samþykkt að láta mitt barn ganga í Hraðspólað um einsöguna Það var nokkuð liðið á mína skólagöngu áður en ég gerði mér grein fyrir því að blóðnasir væru ekki sjálfsagður fylgifiskur barna á menntabraut, að minnsta kosti þeirra sem voru svo heppin að fá að vera í tímakennslu. Hildur Helga Sigurðardóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.