Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 16
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 200916 FRéTTIR OG TILKYNNINGAR Skoðið www.ki.is Þar eru rafræn umsóknar- eyðublöð, upplýsingar um sjóði og orlofsmál, afgreiðslutími skrifstofu, símanúmer og netföng, upplýsingar um skóla- og kjaramál, fréttir, lög, aðildar- og fagfélög og margt fleira gott og gagnlegt. Félagsmenn athugið! Þann 1. nóvember sl. opnaðist febrúarmánuður 2010 í pöntunar- kerfi orlofssjóðs Kennarasambandins. Það þýðir að hægt er að panta hús og íbúðir frá og með þeim degi og út febrúarmánuð. Athugið einnig að ef pantað er sitthvoru megin við mánaðamót þarf að panta í tvígang ef fólk vill tryggja að það fái þá daga sem það kýs. Segjum til dæmis að einhver ætli að fá hús um páskana og vilji dvelja þar frá miðviku- deginum 31. mars til föstudagsins 9. mars. Þá er skynsamlegt að panta 31. mars um leið og það er hægt, sem er 1. desember (þá opnast fyrir mars). Hins vegar er ekki hægt að panta dagana 1. – 9. apríl fyrr en 1. janúar - eða strangt til tekið á miðnætti 31. des. Stjórnun leikskóla er í höndum skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra. Stjórn- endur skulu stuðla að jákvæðum sam- skiptum og trausti í starfsmannahópnum og virkja mannauð hans. Leikskólastjórar skulu hafa framhaldsmennt- un á sviði stjórnunar. Nýliðar við stjórnun skulu eiga rétt á ráðgjöf og leiðsögn. Við leikskóla skal starfa sérkennslustjóri/ deildarstjóri sérkennslu með framhalds- menntun á sviði sérkennslufræða. Skólastjórnendur skulu hafa faglega forystu í mótun og uppbyggingu skólastarfsins og bera ábyrgð á reglulegu innra mati. Stjórnendur sjá til þess að starfslið skólans hafi virka símenntunaráætlun. Veltu fyrir þér eftirfarandi atriðum: Fær hver og einn að njóta sín? Leggur hver og einn sig fram um að efla starfsandann? Er starfsgleði, jákvæðni og traust ríkjandi í þínum skóla? Gefast þér tækifæri á símenntun?/ Hvernig er staðan í kreppunni? Annað sem þú vilt ræða á þínum vinnustað. Næring og vinnustaðurinn Vissir þú að ... mjúk fita hækkar ekki kólesteról í blóði? Dæmi um mjúka (ómettaða) fitu eru fljótandi matarolíur, þykkfljótandi eða mjúkt smjörlíki, lýsi og óhert fiskifita auk fitu úr fræjum og hnetum. Lélegt heilsufar og sjúkdómar hafa áhrif á það hvernig við skynjum álag í vinnu og því getur aðgengi að hollum og góðum mat dregið úr óánægju og jafnvel fjarvistum. Til að stuðla að góðu mataræði á vinnustað má til dæmis: • Auka aðgengi að hollustu, t.d. með lágu verði og fjölbreyttu úrvali. • Takmarka framboð af óhollustu s.s kexi, sælgæti, sætabrauði og gosdrykkjum. • Bjóða upp á ávexti og grænmeti, t.d. á kaffi- stofunni. • Hafa gott aðgengi að köldu fersku vatni, t.d. með vatnsvélum. • Hvetja til bætts mataræðis með fræðslu og umræðu. • Bjóða upp á hollt fundafæði, s.s. niðurskorna ávexti og grænmeti, brauð/hrökkbrauð/rún- stykki/samlokur með hollu áleggi, t.d. græn- meti, osti/léttsmurosti, kotasælu og mögru kjötáleggi. Á www.ki.is undir Vinnuumhverfisbólan er bent á góða og gagnlega tengla, til dæmis bæklinginn Tekið í taumana á vef Lýðheilsu- stöðvar og vefina Matarvefurinn.is og Íslenskt. is. Sjá nánar á www.ki.is Hreyfing og vinnustaðurinn Vissir þú að ... meira en helmingur fullorðinna Íslendinga hreyfir sig ekki í samræmi við ráðleggingar og tímaskortur og þreyta eru algengustu skýringarnar á lítilli hreyfingu? Þar sem við eyðum stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni er mikilvægt að á vinnu- staðnum sé stuðlað að hreyfingu. Til dæmis með því að: • Skapa aðstæður sem hvetja til hreyfingar, s.s. að hafa stiga aðlaðandi og aðgengilega, • Hafa sturtu og/eða skiptiaðstöðu fyrir þá sem hjóla eða ganga til/frá vinnu. • Skipuleggja æfingarhópa til hvatningar, aðhalds og eflingar liðsanda. Möguleikarnir eru fjölmargir, t.d. ganga, stafganga, hlaup, sund, knattleikir, golf, fjallganga, jóga, o.fl. • Vinnutími sé sveigjanlegur svo starfsfólk geti samræmt hreyfingu, vinnu og fjöl- skyldulíf. • Umbuna fyrir hreyfingu, t.d. með styrkjum til líkamsræktar, þátttöku í ferðafélögum, íþróttafélögum o.þ.h. • Hvetja til þátttöku í ýmsum almennings- íþróttaviðburðum, s.s. „Hjólað í vinnuna“ www.hjoladivinnuna.is/ Samkvæmt ráðleggingum ættu fullorðnir að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega og má skipta tímanum í styttri tímabil, t.d. 10-15 mínútur í senn. Mið- lungserfið hreyfing krefst þrisvar til sex sinn- um meiri orkunotkunar en hvíld. Dæmi um miðlungserfiða hreyfingu eru rösk ganga, garðvinna, heimilisþrif og að hjóla, synda eða skokka rólega. Hver og einn þarf að meta hvort og þá hversu mikið daglegar venjur hans gefa færi á hreyfingu, til dæmis með því að spyrja sig hversu mikið hreyfi ég mig í vinnunni eða skólanum, við heimilisverkin og í frítímanum? Og hvernig fer ég milli staða? Á www.ki.is undir Vinnuumhverfisbólan er bent á góða og gagnlega tengla, til dæmis bæklinginn Ráðleggingar um hreyfingu á vef Lýðheilsustöðvar og bæklinginn Viltu létta þér lífið? á vef ÍSÍ. Sjá nánar á www.ki.is Lesið vinnuumhverfisbólurnar í heild á www.ki.is Vinnuumhverfisbólur október og nóvember Útdráttur úr tveimur síðustu bólum vinnuumhverfisnefndar KÍ á www.ki.is Hægt að panta fjórum mánuðum fram í tímann að vetri til ÚR SKÓLASTEFNU FÉLAGS LEIKSKÓLAKENNARA Skólastjórnandinn og stjórnun skóla Félagsmenn!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.