Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 14
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 HUGMYNdAFRæÐI í FRAMKvæMd 14 Lj ós m yn d f rá h öf un d i Þegar leikskólinn Skólatröð í Kópavogi var stofnaður árið 1995 var það bjargföst ákvörðun mín, sem tók við skólastjórn, að þar ætti að koma ný, íslensk skólastefna. Niðurstaðan varð heilsustefna þar sem áhersla skyldi lögð á að börnin fengju hollan, næringarríkan mat og mikla hreyfingu en þetta tvennt ýtti undir þörf þeirra fyrir að skapa. Kennararnir sem komu til starfa við skólann, þær Arndís Ásta, Guðlaug Sjöfn og Sigrún Hulda, voru allar mjög áhugasamar um þessa hugmynd og saman mótuðum við heilsustefnuna sem hefur þróast og dafnað gríðarlega á þeim fjórtán árum sem nú eru liðin. Fyrsta árið sömdum við markmið, undirmarkmið og Heilsubók barnsins og þann 1. september 1996 var skólinn formlega vígður sem fyrsti heilsuleikskóli á Íslandi af þáverandi heilbrigðisráðherra Ingibjörgu Pálmadóttur. Markmið heilsustefnunnar Í markmiðum heilsustefnunnar er lögð áhersla á að venja börnin strax í barnæsku við heil- brigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. Markmiðið er þetta: Að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og lis- tsköpun í leik. Næring Stuðlað skal að góðum matarvenjum og holl- ustu með áherslu á ferskleika og fjölbreytni. Lögð er áhersla á aukna grænmetis- og ávaxta- neyslu og að nota sykur, salt og fitu í hófi. Hreyfing Umhverfið þarf að bjóða upp á möguleika bæði til gróf- og fínhreyfinga til að styrkja barnið líkamlega, andlega og félagslega úti og inni. Lögð skal áhersla á markvissa hreyfingu a.m.k. einu sinni í viku fyrir hvert barn frá tveggja ára aldri. Listsköpun Mikilvægt er að vinna með og tengja saman fjölbreytt tjáningarform listsköpunar, svo sem myndlist, tónlist og leiklist. Lögð skal áhersla á markvissa listsköpunartíma frá tveggja ára aldri þar sem unnið er með einn eða fleiri þætti listsköpunar. Að sjálfsögðu er leikurinn hornsteinn leik- skólastarfsins og því námsleið í þessum sem öðrum leikskólum landsins. Áhersla er lögð á að gefa tíma og skapa umhverfi sem hvetur til sjálfsnáms í gegnum leik. Heilsubók barnsins Heilsubók barnsins er gæðamatskvarði heilsu- leikskóla og segir til um hvort settum mark- miðum heilsustefnunnar sé náð. Hún hefur að geyma útfærð skráningarblöð um þroska og ýmsar upplýsingar um barnið. Skráningin gerir okkur kleift að fylgjast með þroskaframvindu barnsins og er einnig tæki til að upplýsa for- eldra um stöðu þess í leikskólanum. Skráð Heilsustefnan eftir Unni Stefánsdóttur

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.