Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 20
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 SvæÐISþING FT Lj ós m yn d : V il hj ál m ur I ng i V il hj ál m ss on 20 Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir deildarstjóri í forskóla og tónfræðideild við Tón- listarskóla Hafnarfjarðar lumar á mörgum góðum tónlistartenglum, hérlendum sem erlendum. Hér eru þrír góðir vefir úr safni Kristjönu: 1. Krakkavefur San Francisko sinfóníunnar: www.sfskids.org/templates/home.asp?pageid=1 2. Krakkavefur Dallas sinfóníunnar: www.dsokids.com/ 3. Á vef Carnegie Hall er meðal annars að finna fræðsluleik sem byggir á verki Brittens, The young person´s guide to the orchestra: listeningadventures. carnegiehall.org/ypgto/index.aspx Kennarar geta skráð sig inn sérstaklega til að fylgjast með framgangi nemenda sinna í leiknum: listeningadventures.carnegiehall.org/ypgto/teachers/logon. aspx Á Youtube er svo hægt að sjá myndbönd af flutningi verksins, til dæmis hér: www.youtube.com/watch?v=Ku3TRcjLpyY Svæðisþing Félags tónlistarskólakennara hafa nú verið haldin í sjö ár og óhætt að segja að þau hafi fest sig í sessi. Þingin eru viðburður sem margir félagsmenn hlakka til enda í senn fróðleg og skemmtileg auk þess að vera góður vettvangur til að hittast og skiptast á skoðunum. Þá koma gjarnan góðir gestir til þinganna. Á svæðisþingi tónlistarskóla á Suðurlandi og Suðurnesjum 25. september sl. hélt Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmála- ráðherra ávarp. Hér er gripið stuttlega niður í það þar sem hún talar um vinnu Anne Bamford og varpar fram mjög áhugaverðum spurningum sem kviknuðu þegar hún kynnti sér hana. Ávarpið í heild má lesa á vef ráðu- neytisins, menntamalaraduneyti.is, og það er ekki leiðinleg lesning. „Árið 2006 gaf UNESCO út niðurstöður frá heimsráðstefnu um listmenntun undir heitinu Vegvísir fyrir listfræðslu (Roadmap for Arts Education). Árið 2006 voru einnig birtar niðurstöður úttektar á listmenntun í sextíu löndum sem Anne Bamford var fengin til að stýra fyrir hönd UNESCO og fleiri aðila, en Anne er forstöðumaður The engine Room, Wimbledon School of Art í London. Heiti bókarinnar er The Wow Factor:Global research compendium on the impact of the arts in edu- cation og fjallar hún bæði um menntun í list- greinum og menntun með hjálp lista. Í kjöl- farið á útkomu bókarinnar hafa ýmis lönd, þ.á m. Holland, Belgía og Danmörk, fengið Anne til að taka út listmenntun þar. ... Vorið 2008 ákvað menntamálaráðuneytið að láta fara fram heildarúttekt á listgreina- kennslu í íslenskum skólum, bæði almennum skólum og sérskólum sem kenna listgreinar. Úttektin var gerð veturinn 2008 – 2009. Ráðu- neytið fékk Anne Bamford til að gera úttektina og drög að skýrslunni hafa nú borist ráðu- neytinu, hún kemur út í næsta mánuði og verður þýdd á íslensku og kynnt sérstaklega. Einnig er rétt að greina frá því að prófessor Anne Bamford verður aðalfyrirlesari á stórri alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður hér í byrjun desember, Innovation and creativity in the hands of the young, á vegum menntamála- ráðuneytisins, norrænu ráðherranefndarinnar og Evrópusambandsins. ... Höfundur skýrslunnar kemst að þeirri niður- stöðu að listgreinakennsla á Íslandi sé á mjög háu stigi og gengur meira að segja svo langt að segja að hún sé víða á heimsmælikvarða. Kennarar séu vel menntaðir og almennt séu næg efni til þess að halda uppi mikilli og góðri kennslu í listgreinum. Hún minnist ekki síst á tónlistarkennslu og tónlistarkennara í því sambandi. Ég vil segja ykkur þetta strax. Anne Bamford hrósar viðmælendum sínum fyrir hvað vel var tekið á móti henni og hversu gott henni þótti að vinna með því fólki sem hún átti viðtöl við. ... Höfundur skýrslunnar leggur mikla áherslu á að gera þurfi greinarmun á menntun í listum og menntun í gegnum listir, education in the arts og through the arts. Skólar þurfi að beina sjónum að menntun í listum og listrænum og skapandi leiðum í öðrum greinum. Leggja þurfi meiri áherslu á það í skólakerfinu að vinna með sköpun, skólar þurfi bæði að bjóða upp á góða kennslu í listgreinum en líka sköpun í öðrum greinum. Íslenskir nemendur séu flinkir og öruggir þegar kemur að því að vinna að list sinni en þeir séu ekki eins öruggir að segja frá, lýsa því sem þeir eru að gera og koma fram. Þetta á ekki bara við um listgreinakennslu hér á landi heldur um fleiri greinar. Það er talað um tjáningu í íslensku og erlendum tungumálum sem virðist oft vera látin sitja á hakanum. ... Menntun í tónlistarskólum er mjög góð að mati höfundar, flinkir kennarar og kennsla í háum gæðaflokki en einblínt sé um of á klassíska tónlist, eða hefðbundna eins og höf- undur orðar það, samkvæmt evrópskri hefð. Námskráin byggi einnig á þeirri hefð. Djassi og popptónlist sé ekki gefinn mikill gaumur þótt vissulega sé ný aðalnámskrá í rytmískri tónlist spor í rétta átt. En þrátt fyrir þetta sé mikill meirihluti þeirrar tónlistar sem gefin er út á Íslandi popp eða rokk. Þetta kemur engum á óvart en er áhugavert að íhuga í þessu samhengi. ... Anne leggur mikla áherslu á að tónlistar-skólar og almennir skólar vinni nánar saman, það yrði öllum til góðs. Og tónlistarskólar vinni með almennum skólum í hverfinu. Líka er minnst á að lítið samstarf sé hjá tónlistar-skólum almennt. Væri ef til vill akkur í því að fá skóla sem ekki einskorðast við myndlist eða tónlist heldur kenndi ýmsar greinar? Anne hefur orð á því að tónlist, myndlist og handmennt sé skipaður hærri sess en til dæmis dansi og leiklist. Langar okkur að sjá slíka skóla, skóla þar sem allar listgreinar geta þrifist, listaskóla fyrir börn og unglinga? ... Ég vil sjá vægi listgreina aukið til muna við gerð nýrrar aðalnámskrár fyrir öll skólastig. Ég bið um liðsinni ykkar við þá vinnu. Ég vænti þess að við getum nýtt okkur efni nýrrar skýrslu Anne Bamford til þess og hún verði okkur gott veganesti.“ Vefanesti Katrín á svæðisþingi tónlistarskóla á Suðurlandi og Suðurnesjum Vægi listgreina verði aukið til muna

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.