Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 5
30 eininga viðbótarnám - ný leið fyrir kennara Sífellt fleiri fagstéttir þurfa að takast á við erfiðar siðferðileg- ar spurningar í starfi sínu. Þetta á ekki síst við um kennara. Gerðar eru meiri kröfur um skipulega siðfræðikennslu bæði í grunn- og framhaldsskólum og er nýrri námsgrein, lífsleikni, m.a. ætlað að koma til móts við þær. Starfstengd siðfræði er ný námsleið við heimspekiskor Háskóla Íslands þar sem eitt meginmarkmiðið er að búa kennara undir að takast á við sið- ferðileg álitamál í starfi sínu og kenna siðfræði. Í náminu verður lögð áhersla á siðfræði heilbrigðisþjónustu, náttúru og viðskipta auk siðfræði menntunar. Starfstengd siðfræði er í umsjón Siðfræðistofnunar Há- skóla Íslands og skipulögð í samvinnu við Kennaraháskólann og Háskólann á Akureyri. Námið hefst í janúar 2002 og tekur tvær annir. Lokaverkefni verður tengt vettvangsnámi og unnið undir handleiðslu kennara við heimspekiskor. Í fram- haldi af 30 eininga námi stendur til að bjóða upp á M.Paed nám og almennt meistaranám í siðfræði og þá geta nem- endur sem ljúka 30 eininga námi auðveldlega bætt meistara- gráðu við síðar. Markmið starfstengdrar siðfræði er einkum að kynna stúd- entum kenningar í siðfræði, þjálfa þá í rökræðum og ákvörð- unum um siðferðileg úrlausnarefni og kenna rannsóknarað- ferðir í siðfræði. Á fyrra misseri, vormisseri, ljúka nemendur 15 einingum, úr þremur 5 eininga námskeiðum, en í boði eru: Inngangur að siðfræði, þar sem farið er yfir helstu kenn- ingar í siðfræði, Hagnýt siðfræði með áherslu á tengsl fræði- legrar og hagnýtrar siðfræði og Málstofa um starfstengda siðfræði þar sem lögð verður áhersla á raunhæf siðfræðileg úrlausnarefni. Á síðara misseri, haustmisseri, ljúka nemend- ur 10 einingum með vettvangsnámi og verkefni undir hand- leiðslu kennara við heimspekiskor auk 5 eininga valnám- skeiðs. Boðið er upp á fjölda valnámskeiða í samvinnu við Kennaraháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Sækja þarf sérstaklega um námið til Siðfræðistofnunar Há- skóla Íslands og er umsóknarfrestur til 15. september. Um- sækjendur verða að hafa lokið B.A., B.Sc. B.Ed. prófi eða öðru sambærilegu háskólaprófi. Við mat á umsóknum er tek- ið mið af einkunnum úr háskólanámi, starfsreynslu og með- mælum. Allar frekari upplýsingar veitir Salvör Nordal, for- stöðumaður Siðfræðistofnunar, í síma 525 4195 eða með tölvupósti: salvorn@hi.is. Starfstengd siðfræði Frétt i r og smáefni 6 Í skýrslunni The Condition of Education 2001 sem gefin er út af tölfræðistofnun bandaríska menntamálaráðuneytisins kemur fram að nemendur úr hópi nýbúa og þeir sem eiga foreldra, sem hafa ekki farið í háskólanám, ljúka síður háskólanámi en nemendur þar sem a.m.k. annað foreldri er með háskólapróf. Einnig kemur fram að ef nemendur úr fyrri hópunum tveim eru í krefjandi námsumhverfi á unglingsárum og jafnframt námi sem veitir góð- an akademískan undirbúning aukast verulega líkur á að þeir fari í háskólanám og mjög dregur úr brottfalli. Á heimasíðu tölfræðistofnunarinnar bandarísku er oft að finna áhugaverða umræðu, slóðin er http://nces.ed.gov/index.html Sá hluti vefsins sem hefur upplýsingar um árlegu skýrslurnar The Condition of Education er með slóðina http://nces.ed.gov/programs/coe/ Söguvefur strik.is og Nýja bókafélagsins lofar góðu Slóðin er http://www.strik.is/saga/ og í fyrstu er vefurinn „sniðinn að sögunámi á framhaldsskóla- stigi en verður með tímanum almennur upplýsingavefur um Íslands- og mannkynssögu“, eins og segir í kynningu. Á vefnum er spjall og tenglasafn auk ýmissa upplýsinga. Ef fer fram sem horfir ætti vefurinn að geta nýst nemendum og áhugamönnum um sagnfræði sem víðtækur leitar- og námsvef- ur, en það á eftir að koma í ljós enda fremur lítið af efni og tenglum enn sem komið er. Samvinnunám nýtur vaxandi vinsælda um þessar mundir en í stuttu máli gengur það út á að nemendur vinna í hópum, hver ein- staklingur ber persónulega ábyrgð en hópurinn er jafnframt samábyrg- ur fyrir árangrinum. Á heimasíðu Ingvars Sigurgeirssonar er bent á ýmsar áhugaverðar tengingar um samvinnunám, slóðin er http://www.khi.is/~ingvar/samvinna.htm Önnur góð slóð með mörgum krækjum um samvinnunám: http://www.atozteacherstuff.com/articles/ cooperative.shtml Bókavefurinn Project Gutenberg er uppfullur af bókum sem hægt er að sækja sér ókeypis, gömlum bókum sem höfundarréttur hvílir ekki lengur á. Biblían, Heimskringla (á ensku), Drakúla, Hamlet og Myndin af Dorian Gray, ef bókin er til á ensku eru miklar líkur á að þú finnir hana á www.gutenberg.net V e f a n e s t i - V e f a n e s t i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.