Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 11
Á Evrópsku tungumálaári 2001 er bæði samevrópsk og innlend dagskrá. Það var formlega sett hér á landi í Þjóðmenningar- húsinu 8. febrúar síðastliðinn með ávarpi menntamálaráðherra, Björns Bjarna- sonar.Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og núverandi sendiherra tungumála hjá UNESCO, fjallaði um mik- ilvægi tungumálakunnáttu almennt og Hulda Styrmisdóttir frá Íslandsbanka FBA ræddi um mikilvægi hennar í atvinnulífinu. Erlendir jafnt sem innlendir aðilar komu fram og skemmtu með söng, upplestri og dansi. Opinber setningarathöfn Evrópsks tungumálaárs 2001 fór fram í Lundi í Sví- þjóð dagana 18.-20. febrúar. Samevrópska dagskráin felst einkum í viku tungumálanáms innan fullorðins- fræðslu sem var haldin 5.-11. maí og evrópskum tungumáladegi 26. september nk. Endurmenntunarstofnun HÍ hlaut styrk frá Evrópusambandinu fyrir verkefni sitt Babelturninn en það fól í sér að standa að og skipuleggja viku tungumálanáms inn- an fullorðinsfræðslu í samstarfi við ýmsa hagsmunaaðila. Af því tilefni lét mennta- málaráðuneytið þýða og staðfæra leiðbein- ingahandbók fyrir tungumálanemendur sem Evrópuráðið og Evrópusambandið gáfu út sameiginlega. Hún ber titilinn Leiðir til að læra tungumál á árangursríkan hátt og er unnt að nálgast hana á heimasíðu menntamálaráðuneytis, Evrópskt tungu- málaár 2001, www.menntamalaraduneyti.is Endurmenntunarstofnun HÍ gaf einnig út bækling með upplýsingum um helstu stofnanir hérlendis sem bjóða upp á tungu- málanám fyrir almenning. Hann heitir Tungumál opna dyr. Finndu þinn lykil. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tvívegis veitt styrki til verkefna vegna tungumálaársins í aðildarlöndum ESB og EFTA-EES löndunum Íslandi, Noregi og Lichtenstein. Í fyrri um- ferð, í janúar síðastliðn- um, hlaut Endurmennt- unarstofnun HÍ styrk til aðgerða í viku tungumála- náms innan fullorðins- fræðslu. Í seinni umferð, í júní, hlaut verkefni á veg- um Rannsóknarþjónustu HÍ styrk. Það ber heitið Nýir valkostir í kennslu og námi tungumála og felur í sér ráðstefnu í Reykjavík 8.-9. nóvember nk. Hugmyndir að dagskrá og aðgerðum á tungumáladaginn Eins og fyrr sagði verður evrópskur tungumáladagur haldinn 26. september nk. Dagskrá hans er enn í mótun en m.a. hafa verið send bréf til allra skóla á landinu þar sem minnt er á daginn og hvatt til aðgerða í tilefni hans. Opnaður hefur verið hug- myndabanki á heimasíðu menntamálaráðu- neytis, Evrópskt tungumálaár 2001, og hvet ég skólana til að senda inn hugmyndir að dagskrá eða aðgerðum á tungumáladag- inn. Ýmsar hugmyndir hafa þegar borist. Til dæmis mætti nefna að búa til tungu- málavegg og tungumálakeðju í skólum, merkja allar sérstofur á sem flestum tungu- málum, setja upp leikrit, syngja og fara með texta á erlendum málum, vera með tungumálakeppni, sýna evrópskar kvik- myndir, kynna evrópska matarmenningu, siði og venjur, virkja öll tungumál sem töl- uð eru í skólanum og ýmislegt fleira. Það væri vissulega afar ánægjulegt að sem flestir skólar sæju sér fært að setja upp e.k. dag- skrá í tilefni dagsins. Hægt er að fá afnot af merki ársins og slagorði sem er: Tungumál opna dyr. Unnt er að fá veggspjöld til að hengja upp í skólunum og einnig mætti nýta póstkort sem STÍL, samtök tungu- málakennara á Íslandi, hafa látið hanna og gefið út í samvinnu við Kennarasamband Íslands og menntamálaráðuneytið. Kortun- um verður dreift í alla skóla fyrir haustið. Evrópusambandið og Evrópuráðið hafa sett upp heimasíðu vegna Evrópsks tungu- málaárs 2001 þar sem kennir ýmissa grasa á ellefu tungumálum. Netfangið er: www.eu- rolang2001.org Nánari upplýsingar veita Jórunn Tómas- dóttir, verkefnisstjóri Evrópsks tungumála- árs 2001, jorunn.tomasdottir@mrn.stjr.is og María Gunnlaugsdóttir, deildarsérfræð- ingur, maria.gunnlaugsdottir@mrn.stjr.is Jórunn Tómasdóttir Evrópa Á vegum Evrópuráðsins og Evrópu- sambandsins er nú haldið Evrópskt tungumálaár 2001. Ísland er eitt 45 þátttökulanda. Markmiðið er að vekja athygli á fjölbreytni tungumála og menningar í Evrópu, vinna að fjöl- tyngi Evrópubúa og stuðla að símenntun á sviði tungumála. Til- gangurinn er ekki síst sá að vinna gegn fordómum þannig að fólk geti lifað og starfað í sátt og samlyndi í sameinaðri Evrópu. Evrópskur tungumáladagur 26. september - skólar hvattir til þátttöku 13 Opnaður hefur verið hugmyndabanki á heimasíðu menntamála- ráðuneytis, Evrópskt tungumálaár 2001 og skólar eru hvattir til að senda inn hugmyndir að dagskrá eða aðgerðum á tungumáladaginn. Jórunn Tómasdóttir, verkefnisstjóri Evrópsks tungumálaárs 2001

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.