Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 12
Starfsumhverfi Það er vandasamt verk að skipuleggja nýtt háskólanám í íþróttafræðum því að margt verður að hafa í huga og mikið veltur á að vel takist til. Æskilegt er að gera sér grein fyrir hvaða hlutverki íþróttir, heilsurækt eða líkamsrækt gegna í lífi fólks og hvort það muni breytast á komandi árum. Ljóst er að lifnaðarhættir fólks hafa breyst mikið á undanförnum árum og má nefna meiri kyrrsetu, streitu og hreyfingarleysi. Þessir þættir eru mun meira áberandi í lífi fólks nú en raunin var hér áður fyrr. Hreyfingarleysi og almennur skortur á reglulegri líkamsrækt þjóðfélagsþegna í vestrænum ríkjum hefur aukist mjög á und- anförnum árum. Í því sambandi má nefna nýlega rannsókn sem gerð var í þremur löndum í Evrópu, þar á meðal Danmörku, sem sýndi að um það bil 20% barna og unglinga hreyfa sig nánast ekki neitt og fjórum sinnum fleiri börn þjást nú af offitu en raunin var fyrir tuttugu árum. Sambæri- legar rannsóknir hafa ekki verið gerðar á Íslandi en ætla má að ástandið sé ekki betra hjá okkur. Það er því mikilvægt að hvetja alla þjóð- félagsþegna til að stunda einhvers konar líkams- og heilsurækt sem er í raun afar mikilvægur þáttur í öllu forvarnarstarfi nú- tímaþjóðfélags. Þessu til viðbótar er augljóst að meðal- aldur fólks hækkar og því fjölgar fullorðn- um einstaklingum á komandi árum en vel- ferð og heilsa þeirra er að miklu leyti háð hreyfigetu þeirra. Heilsurækt og líkamleg hreyfing eru því einnig mikilvæg forvörn hjá fullorðna fólkinu. Íþróttafræðingar, sem og aðrar heil- brigðisstéttir, eru mikilvægir í þessu for- varnarstarfi eins og öðru íþróttastarfi. Þeir tengja íþróttakennslu og -fræðslu á ýmsum stigum, á margvíslegum vettvangi og hjá mismunandi markhópum (sjá mynd 1). Markmið námsins Skipulag og uppbygging þriggja ára B.S. náms í íþróttafræðum tekur fyrst og fremst mið af nýjum aðalnámskrám fyrir grunn- og framhaldsskóla landsins. Í því sambandi er mikilvægt að búa íþróttafræðinga/kenn- ara sem best undir framtíðar starfsumhverfi þeirra og tryggja að gæði og inntak náms- ins standist kröfur nútímans. Einnig er leit- ast við að hafa námið sem allra fjölbreyttast því að íþróttafræðingar starfa á ýmsum vettvangi, s.s: • við kennslu í skólum • við þjálfun íþróttafólks • við leiðsögn og þjálfun á líkamsræktarstöðvum • við þjálfun barna, aldraðra og almennings • við æskulýðs- og félagsstörf hjá sveitarfélögum • við íþróttastjórnun hjá ríki og sveitarfélögum Þekking og kunnátta úreldast mjög hratt í þekkingarsamfélagi nútímans. Því er áríð- andi að við skipulagningu og framkvæmd námsins sé lögð áhersla á nútímalega kennsluhætti og áhrifaríkt og sanngjarnt fyrirkomulag prófa og námsmats. Mikil- vægt er að varðveita helstu þætti menntun- arfræðinnar en í því felst meðal annars: i. að nemendur öðlist færni og hæfni til að afla sér þekkingar ii. að nemendur geti greint þekkingu iii. að nemendur meti gildi þekkingar iv. að nemendur geti að loknu námi notað þekkingu sína við úrlausn raunhæfra vandamála Við skipulagningu og uppbyggingu 90 eininga náms í íþróttafræðum hafa ofan- greind markmið og gildi verið höfð til hliðsjónar. Skipan námsins Inntak þriggja ára B.S. náms í íþrótta- fræðum (90 eininga) byggist í aðalatriðum á þremur fagþáttum eða greinum: i. uppeldis- og kennslufræði (30 einingar) ii. íþróttagreinar (20 einingar) iii. stoðgreinar íþróttanna (40 einingar) Í fyrri hluta námsins beinist athyglin Íþróttafræði 14 Fyrstu íþróttafræðingarnir með B.S. gráðu voru brautskráðir frá Kennara- háskóla Íslands á Laugarvatni 9. júní sl. Þar með var stigið mjög mikilvægt skref í menntun íþróttakennara/ íþróttafræðinga á Íslandi. Á undan- förnum árum hafa verið gerðar tölu- verðar breytingar á inntaki, skipulagi og áhersluþáttum íþróttafræðináms- ins á Laugarvatni. Nútímalegt nám í íþróttafræðum „Það er vandasamt verk að skipuleggja nýtt há- skólanám í íþróttafræðum því að margt verður að hafa í huga og mikið veltur á að vel takist til,“ segir Erlingur Jóhannsson.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.