Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 21
sáum strax að þetta er lykilatriði í tölvu- notkun, að fá tækniaðstoð og geta einbeitt sér að kennslunni. Hér sem í öðrum grein- um var ritun mikilvægur þáttur svo og að hanna ýmislegt efni tengt verkefnum, til dæmis í Publisher. Mat á skólastarfi Mikið er um margskonar mat á skóla- starfi, árangri kennara og nemenda. Einn stjórnandi sagði við okkur „there is no teaching only testing“. Honum fannst of mikið af því góða. Auk samræmdra prófa geta skólarnir pantað ýmis próf frá prófa- stofnun til að kanna stöðu nemenda sinna. Fjárframlög til skólanna eru háð frammistöðu þeirra á ýmsan hátt. Þeir skila skýrslum yfir mæt- ingar nemenda og árangur þeirra í námi og eru þær m.a. teknar inn í matið. Þeir sem standa sig illa fá minna fjármagn til rekst- urs svo að mikið er í húfi. Laun kennara eru árangurstengd að því leyti að gæðamat kemur inn í þau, kennarar þurfa að taka þátt í því og skila skýrslu um það til launa- greiðanda. Ef allt er í lagi hækka menn ár- lega í launum upp að vissu marki og svo eru nokkur stig stjórnenda og aðstoðar- manna þeirra sem þeir geta sótt um hafi þeir staðið sig vel. Athyglisvert þótti mér að kennarar fá yfirleitt ekki stöðuhækkun við þá skóla sem þeir kenna við heldur í öðrum skólum. Gæðamatið fer þannig fram að hver kennari og stjórnandi er metinn af yfir- manni sínum og síðan er skólastjórinn metinn af fræðslustjóra. Að hausti hittast menn, ræða saman og setja markmið fyrir veturinn. Síðan fer matið af stað og getur m.a. falist í því að matsmaðurinn situr í kennslustundum og skoðar tiltekin atriði. Að vori fara menn svo yfir árangurinn, gera skýrslu og senda hana áfram til launagreið- anda. Skýr ákvæði eru um hvernig mark- mið menn eiga að setja sér. Þau eiga að fjalla um mat á frammistöðu nemenda, um bættan árangur nemenda svo og persónu- lega færni kennarans. Hann þarf að sýna fram á færni í kennslu og miðlun þekking- ar, góða fagþekkingu og að hann geti metið árangur nemenda sinna, þá færist hann upp í launum. Reyndar er kennaraskortur tals- verður sem tengist lágum launum og miklu vinnuálagi kennara. Eins og áður sagði var heimsóknin mjög gagnleg. Ég lít starfsumhverfi mitt öðrum augum að henni lokinni og hef m.a. hugsað mikið um hvort við hér leggjum meiri áherslu á ytri ramma skólastarfsins og að- búnað en innra starf. Ekki má gleyma því hversu góð svona ferð er fyrir starfsmanna- hópinn. Menn fá tækifæri til þess að kynn- ast betur og eiga saman góðar stundir sem skila sér í enn betra samstarfi. Hafdís Bára Kristmundsdóttir Höfundur er grunnskólakennari og deild- arstjóri við Garðaskóla í Garðabæ og útskrifaðist úr KHÍ 1986. Evrópa 23 14. ágúst 2001 Óskað eftir viðræðum við einkaskóla um gerð kjarasamnings Félag grunnskólakennara hefur ritað sex einkaskólum á grunnskólastigi bréf fyrir hönd Kennarasambands Íslands þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um gerð kjarasamnings við þá. 13. ágúst 2001 Ráðning í stöðu aðstoðarskólastjóra dæmd ólögmæt Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt ráðningu í stöðu aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Blönduósi vorið 1999 ólögmæta og dæmt Blönduósbæ til að greiða umsækjanda sem hafnað var 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur ásamt vöxtum. Kennarasamband Íslands stóð að baki málsókn vegna ráðningarinnar. 10. ágúst 2001 Nýr forstöðumaður Námsmatsstofnunar Menntamálaráðherra hefur skipað Júlíus K. Björnsson í embætti forstöðumanns Námsmatsstofnunar til fimm ára frá 1. september 2001 að telja. 23. júlí 2001 Brotthvarf deildarstjóra úr FG í SÍ veldur manneklu í stjórnum og ráðum Ljóst er að tveir af formönnum svæðafélaga verða deildarstjórar á komandi skóla- ári og færast, skv. nýjum kjarasamningi, úr FG í SÍ. Sama er að gerast víða í öðrum stjórnum og ráðum innan félagsins. Þetta var meðal umfjöllunarefna á fundi for- manna svæðafélaga FG sem var haldinn á Egilsstöðum 15. og 16. júlí sl. 7. júlí 2001 Fimmtungur félagsmanna DLF giftur eða í sambúð með öðrum kennara Næstum 15 þúsund, eða um 20% af um 75 þúsund félagsmönnum Danmarks Lærerforening, eru í hjónabandi eða sambúð með öðrum kennara. Um 26% karl- kennara eiga maka sem er kennari. Til samanburðar eiga um 15% kvenkennara maka sem einnig er kennari. 5. júlí 2001 Nemendum skylt að mæta í skólann 180 daga á ári Grunnskólanemendum er skylt að mæta í skólann 180 daga á ári, þ.e. einnig þá tíu viðbótardaga á hverju ári sem samið var um við gerð nýs kjarasamnings sl. vetur. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðuneytis við fyrirspurn um þetta efni sem birt er á heimasíðu ráðuneytisins. 18. júlí 2001 Kennaraskortur í Bandaríkjunum Kennaraskorturinn segir víða til sín. Þegar skólar hefjast í Georgíufylki í Bandaríkj- unum í haust verða þeir meðal annars mannaðir af kennurum sem hófu kennara- nám sitt núna í júlí. Ítarlegri fréttir um þessi mál auk fjölda annarra frétta eru á heimasíðu Kennara- sambandins www.ki.is Heimasíðufréttir Nemandi að vinna við nýjustu gerð af skólatöflu sem er nokkurs konar snertiskjár og kallast smartboard. Athugið að dagskrár haustþinga grunnskólakennara verða birtar á heimasíðu KÍ jafnóðum og þær berast. Lestu heimasíðuna? Fyrst með þínar fréttir!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.