Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 14
•Kennsluaðferðir urðu mun fjölbreyttari en í hefðbundnu kennslufyrirkomulagi. •Námsaðferðir nemenda urðu fjölbreytt- ari. Þeir sýndu almennt mikinn áhuga og frumkvæði í verkefnavinnu. Helstu gallar: •Nemendur urðu oft óöruggir á meðan þeir voru að ná valdi á nýju námsumhverfi. •Þar sem unnið var út frá þemum en ekki kennslubók skapaðist mikil vinna við öflun og gerð námsefnis. •Sumir nemendur áttu í erfiðleikum með að afmarka efnið. •Öll umsjón var umfangsmikil, svo sem skráning mætinga, móttaka verkefna og yf- irferð þeirra. •Þessum kennsluháttum fylgdi mikil skipulagsvinna og fundahöld sem mjög oft voru utan hefðbundins starfstíma kennara. •Mikill tími fór í að tengja skjávarpa, koma sýningartjaldi fyrir í upphafi kennslustunda og ganga frá því í lokin. •Erfitt var að fylgjast með öllum nem- endum og því gátu þeir einangrast eða komið sér undan vinnu. Eftir reynsluna af fyrirkomulagi og kennsluháttum í Nát-106 var það samróma álit kennara áfangans að kostirnir við hina nýju kennsluhætti væru fleiri en gallarnir. Á haustönn 2001 var ákveðið að vinna sam- kvæmt fyrsta skipulaginu og eru nemendur aftur 75 í einum hópi. Kennararnir eru fimm: Björg Pétursdóttir, Guðrún Ingvars- dóttir, Óðinn Örn Jóhannsson, Svala Sig- urgeirsdóttir og Örn Óskarsson. Megin- þema áfangans í þetta sinn er Hagnýt jarð- efni. Þar sem lítill tími vannst í fyrra til að meta hvernig nemendum fyndust þessar nýjungar er í haust lögð mikil áhersla á mat. Hver lota er metin og reynt að finna út hvaða aðferðir hafa hentað nemendum best. Ennfremur er lögð áhersla á sjálfsmat og mat samnemenda. Nemendur meta fyr- irlestra og veggspjöld hver hjá öðrum auk þess að leggja mat á eigin hópavinnu sem og vinnu hópsins í heild. Björg Pétursdóttir bjorg@fsu.is, S: 8948970 Afmæl i Hamraskóla 15 Föstudaginn 21. september var haldin hátíð í Hamraskóla í tilefni af tíu ára afmæli skólans. Undirbúningur afmælisins stóð í þrjá daga en þá fór engin hefðbundin kennsla fram heldur unnu nemendur í hópum á þemadögum að því að fegra skól- ann sinn og bæta á allan hátt. Yfirskrift þemadaganna var umgengni, vinátta og kurteisi og tóku verkefnin mið af því. Á göngum skólans var hengd upp vinarkeðja þar sem hendur allra nemenda, kennara og starfsfólks tengdust. Kærleikstré prýddu anddyri skólans en á þau hengdu nemendur kærleiksorð og fallegar setn- ingar. Þríhyrndur tréstandur með myndum eftir nemendur var útbúinn með dyggri aðstoð handmenntarkennara.Einnig var útbúin sýning með ljósmyndum frá opnun skólans og fram á þennan dag, búnar til stuttmyndir, leikrit og ljóð voru samin, unnið með málshætti, vefsíðu skólans og margt fleira. Efnt var til slagorðasamkeppni í tilefni af afmælinu og varð slagorðið Allir snjallir hlutskarpast. Það var prentað á sérstaka afmælisboli. Einnig var þetta tækifæri notað til að ljúka við og hengja upp glerlistaverk sem listamaðurinn Jónas Þórir á heiðurinn af en byrjað var á því í tilefni af því að Reykjavík var menningarborg árið 2000. Afmælishátíðin sjálf hófst klukkan tíu með því að nemendur 1.- 4. bekkja röðuðu sér í stigann í anddyrinu og sungu nokkra afmælissöngva. Því næst tóku við atriði á sal þar sem nemendur í 5. og 6. bekkjum sýndu leikrit. Þar á eftir var öllum boð- ið út í stórt tjald á skólalóð þar sem beið risastór afmælisterta. Einnig var búið að koma fyrir stórum leiktækjum og hoppköstulum á skólalóðinni en þau voru af- mælisgjöf frá versluninni 10-11 og Búnaðarbankanum. Klukkan ellefu tóku við atriði á sal sem 7.-10. bekkir sáu um. Síðan hélt hátíðin áfram til klukkan 12:40. Allir skemmtu sér vel og ekki spillti veðrið sem var með allra besta móti þrátt fyrir slæmar veðurspár dagana á undan. Hrund Hlöðversdóttir Allir snjallir - Hamraskóli tíu ára Frétt

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.