Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 16
Upphaf skólastarfs á Kleppjárnsreykjum nú síðsumars 2001 átti sér nokkurn að- draganda svo sem vant er. Skólinn var settur með hefðbundnum hætti á fyrsta degi tvímánaðar, en þá lifa enn tveir mán- uðir sumars að fornu tímatali. En áður en fáni var dreginn að húni og sparibúnum nemendum og foreldrum fagnað á skóla- hlaðinu höfðu kennarar skerpt hugmyndir sínar um leiðir að markmiðum grunnskól- ans. Það var sem sagt þriðjudagskvöldið 21. ágúst sl. að við vorum mætt nítján á kenn- arastofuna. Ég hóf mál mitt á að pistill dagsins, ræða mín, gerði kröfu um þátt- töku. Að svo mæltu fórum við í röð, sem við drógum um, fram í borðsal. Þar hafði verið komið fyrir bókum um hvað eina er lýtur að náttúru lands, einnig uppstoppuð- um fuglum, eggjum, þurrkuðum blómum og grösum og steinum. Á eitt borðið var límdur pappír og litum og vatnskrukkum raðað í miðjuna. Þá hafði ráðskona útbúið osta-, grænmetis- og ávxtaborð. Á borðum og í gluggum voru kertaljós. Fyrir enda borðsins með litunum og pappírnum var gamall plötuspilari. Nú var þar komið ræðu minni að við áttum að taka okkur sæti við pappírsklædda borðið í þeirri röð sem við vorum komin í. Borð pappírs og lita Ég setti gamla plötu með Árstíðunum fjórum eftir Vivaldi á fóninn, lét nálina við haustbyrjun og bað menn nú gefa sig tón- listinni á vald, veita upplifun sinni hljóð og ein út í gegnum fingurna á blaðið með hjálp lita og vatns. Áður en við vissum af sátum við öll hljóð, horfin á vit haustsins með fingurna í litunum. Eftir hálfa aðra mínútu bað ég alla að standa upp, færa sig um eitt sæti til hægri og halda áfram með þá mynd. Þannig koll af kolli þar til við sát- um aftur hvert fyrir framan sína mynd. Og á meðan síðustu tónar haustsins bárust af hljómplötunni dró ég niður í tónlistinni og lauk svo ræðu minni að okkur, hverju og einu, mætti vera ljóst að ef við legðum alúð í undirbúning kennslu okkar, jafnframt því að virða vinnu annarra, ættum við auðvelt með að ná árangri, hver í sínum bekk. Það yrði mynd á vinnunni þar. Ég sæi nú, þegar ég liti yfir bekki skólans eins og þeir birtust í myndinni þeirra á borðinu þetta kvöld, að samstarfið í vetur yrði gott, myndin gæfi fyrirheit um einlægni í starfi og virðingu fyrir vinnu annarra. Tónar haustsins luku að svo komnu ræðu minni. Borð fugla og steina Eftir að við höfðum fengið okkur á disk settumst við að borði fuglanna og stein- anna og ákváðum þar að byrja kennslu á afar hefðbundinn hátt samkvæmt stunda- skrá til að gera bæði okkur, nemendum og foreldrum ljóst að skóli væri hafinn þótt enn væri sumar í hugum okkar sveita- manna, barna náttúrunnar. Við ákváðum jafnframt að fljótlega færðum við veggi kennslustofunnar út til að komast í að rýna í jarðargróður og skoða allt það sem við finnum við hvert fótmál, bara ef við gefum okkur tíma til að njóta með því að læra, og auka á þann hátt læsi okkar á náttúruna. Í því skyni fóru 1.- 4. bekkur í skógarferð í Daníelslund við Svignaskarð og 5.-7. bekk- ur fram á Hallmundarhraun í Stefánshelli að kynna sér sögu jarðelda og útlaga. Á heimleið var komið við hjá Páli Guð- mundssyni listamanni í Húsafelli og lék hann á steinhörpu sem hann hefur búið til úr náttúrugrjóti. Unglingarnir fóru upp í Norðurárdal, gengu á Grábrók, nutu feg- urðar Glanna í Norðurá auk þess sem 10. bekkur hélt 8. og 9. bekk grillveislu í Para- dísarlaut, einkar fögrum stað á mörkum hrauns og mýra með Norðurá. Þar stigu nemendur á stein og fluttu framboðsræður vegna kosninga til stjórnar Framtíðarinnar, en svo heitir nemendafélag skólans. Auk þessa hafa nemendur 4.-10. bekkjar tekið þátt í íþróttamótum með jafnöldrum úr öllum sveitaskólum á Vesturlandi nú í sept- ember. Framundan er svo að hefja æfingar á söngleik sem ætlunin er að sýna í sam- vinnu við Ungmennafélag Reykdæla í vetur þegar skólinn fagnar fjörutíu ára afmæli sínu. Þannig fór þetta nú af stað hjá okkur í haust, kennararnir máluðu sig inn í starfið og samstarf. Úr varð málverk með góð fyr- irheit sem hafa mörg nú þegar orðið að raunveruleika. Sú var og von mín með til- tækinu. Á skólasetningu nú í haust lauk ég máli mínu þannig: „Það er einlæg von mín, nemendur, að þegar þið lítið til baka eftir komandi vetur, eða skólaárin fleiri, getið þið í huga ykkar minnst góðra bekkjar- og skólafélaga og með því tekið undir með Tómasi Guð- mundssyni þegar hann yrkir: Ég minnist ennþá okkar fornu kynna, og ennþá man ég ljómann drauma þinna, er bernskan móti báðum okkur hló. Hver dagur nýrri frægð og frama spáði, og fögur, mikil verk þinn hugur þráði. Á köllun þína engum efa sló.“ Á þann veg var Kleppjárnsreykjaskóli settur veturinn 2001 -2002. Kleppjárnsreykjum, 30. september 2001, með góðri kveðju, Guðlaugur Óskarsson. Skólabyr jun á K leppjárnsreykjum Guðlaugur Óskarsson skólastjóri tók því vel að segja lesendum Skólavörð- unnar frá upphafi skólastarfs á Klepp- járnsreykjum nú í ár, en það var með talsvert sérstöku sniði. Málverk með góð fyrirheit 17 Ég setti gamla plötu með Árstíðunum fjórum eftir Vivaldi á fóninn, lét nálina við haustbyrjun og bað menn nú gefa sig tónlistinni á vald.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.