Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 22
F jarsk iptasafn 24 „Tækni höfðar til barna og unglinga og hefur held ég alltaf gert,“ segir Jón Ár- mann Jakobsson, safnvörður Fjarskipta- safns Símans. „Hér á safninu eru allskonar hlutir og tæki sem þau hafa gaman af að sjá og prófa. Framfarir í síma- og fjarskipta- málum eru svo örar að það sem er nýtt í dag verður orðið safngripur á morgun. GSM-símar og tölvur eru hversdagslegir hlutir í huga krakkanna. Hvernig ætli þeir líti út eftir fimm ár eða verður eitthvað allt annað komið þá, eitthvað sem við höfum varla hugmyndaflug til að sjá fyrir?“ Námsefni um fjarskiptatækni „Við hjá Símanum sjáum fyrir okkur að kennarar í sögu, samfélagsfræði og eðlis- fræði geti nýtt sér safnið,“ segir Jón Ár- mann og hann hefur nú þegar fengið nokkra nemendahópa í heimsókn. „Fanný Gunnarsdóttir kennari hefur í samvinnu við Símann útbúið námsefni fyrir nemend- ur, það er ætlað elstu bekkjum grunnskól- ans en gæti líka hentað í framhaldsskólum. Tilgangurinn með því er að vekja athygli og áhuga unga fólksins á fjarskiptatækni og kynna sögu þessara mála en framfarir í tæknimálum eru samtvinnaðar sögu þjóð- arinnar. Það má líka benda á að á þessum miklu tæknitímum kemur fjarskiptatæknin inn á flest svið þjóðlífsins og margvísleg störf tengjast henni.Verkefnin í bókinni eru bæði verkleg og skrifleg og er gert ráð fyrir að þau séu unnin hér á safninu. Þó að verkefnabókin sé ætluð fyrir ákveðinn aldur tökum við auðvitað á móti öðrum aldurs- hópum líka.“ Að sögn Jóns Ármanns var eintak af bókinni sent til skólastjóra allra grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu sl. vor. Aðrir skólar sem hafa áhuga á að fá eintak geta haft samband við Jón Ármann. Hringt í gegnum gömlu símstöðina Fjarskiptasafn Símans var opnað 28. október árið 1998 og er til húsa í gömlu loft- skeytastöðinni á Melunum. Þegar loftskeytastöðin var flutt í Gufunes fékk Háskólinn hús- ið. Síminn keypti það aftur í tilefni af 90 ára afmæli sínu fyrir fimm árum. Tilhlýðilegt þótti að gera þetta gamla og fallega hús að safni sem tileink- að væri sögu fjarskiptamála á Íslandi. Síminn á ógrynni gamalla muna og er aðeins lítill hluti þeirra til sýnis á safn- inu. Þar gefur t.il dæmis að líta fyrsta sím- ann sem settur var upp á Ísafirði árið 1889, skiptiborð frá mismunandi tímum, síma- skrár frá árinu 1906, morstæki, gullsíma, stauraskó, loftskeytaklefa, fyrstu ungfrú klukku og ótal margt fleira. „Börn, og reyndar líka fullorðnir, hafa sérstaklega gaman af því að hringja í gegnum gömlu símstöðina frá 1932 og sjá hvernig hún virkar,“ segir Jón Ármann. „Þessi stöð hef- ur verið send á sýningar erlendis og vakið mikla athygli. Það er alltaf gaman að sjá hvernig hlutir virka og fá að prófa eitthvað sjálfur.“ Gömul tækni en þó síung „Það væri ánægjulegt að sjá unga fólkið kynna sér sögu þessarar gömlu tækni sem er þó alltaf síung. Hún hefur fylgt þróun þjóðfélagsins og þörfum þegnanna á hverjum tíma allt frá því að Bell talaði fyrst í síma árið 1876. Til þess að skilja nú- tímann er nauðsynlegt að skoða fortíðina. Þegar okkur verður ljóst hve hratt fjar- skiptatæknin hefur breyst á síð- astliðnum áratugum er ef til vill auðveldara að átta sig á hversu gríðarlegar breytingar eru framundan í fjarskiptamál- um. Þeir sem hafa hug á að koma á safnið geta haft samband við mig og pantað tíma. Almennur þjónustutími er hins vegar á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudög- um á milli klukkan 13 og 17,“ segir Jón Ár- mann að lokum. Guðbjörg Gunnarsdóttir Gullsími og stauraskór - heimsókn í Fjarskiptasafn Símans tengist eðlisfræði, sögu og samfélagsfræði Nánari upplýsingar um safnið eru á heimasíðu þess, www.siminn.is/um_okkur/almennt/saga_simans/fjarskiptasafn.asp Jón Ármann Jakobsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.